Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Punktar um læsi (í víðum skilningi)

í Greinar/Pistlar

Baldur Sigurðsson

 

Menntastefna Reykjavíkurborgar er nú í undirbúningi. Hluti þessarar stefnumörkunar beinist að læsi í víðum skilningi eins og það er kallað í drögum sem lögð hafa verið fram til umræðu (sjá hér). Þess var óskað að ég tæki að mér að skoða þessi áform, greina þau og ræða, auk þess að setja fram hugmyndir um sóknarfæri.

Læsi í hefðbundnum skilningi eða læsi í víðum skilningi. Það skiptir töluverðu máli hvaða skilningur er lagður í læsishugtakið, og það ætla ég að ræða í byrjun, en víkja svo að öðru. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Læsi á 21. öld

í Greinar

Ragnar Þór Pétursson

„Lestrarefling og lestrarátök verða aldrei neitt af viti ef látið er nægja að líta á lestur sem hindrunarhlaup þar sem höltu þátttakendurnir eru sendir til sjúkraþjálfara við fyrstu hrösun og æðsta takmarkið er að hlaupa eins hratt og maður getur.“ segir Ragnar Þór Pétursson meðal annars í þessum pistli þar sem hann ræðir um læsi á 21. öld frá ýmsum hliðum. Greinin byggir á erindi sem hann hélt fyrir kennara í Borgarbyggð á endurmenntunardögum þeirra nú í ágúst.


 

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Heimsókn í skóla – minning frá Malaví

í Greinar

Eva Harðardóttir

Þrátt fyrir að hafa lagt af stað löngu fyrir sólarupprás virðast nær allir borgarbúar hafa vaknað á undan okkur. Ógrynni af fólki, ýmist hjólandi eða gangandi, með fangið fullt af pinklum og pökkum, gengur á undan eða við hlið bílsins sem ég sit í. Við silumst áfram, stýrumst bæði af mönnum og dýrum sem teppa göturnar. Glugginn er opinn og ég anda að mér morgunlyktinni sem mér er farið að þykja undarlega vænt um. Minningar um reykjarlykt og ryk í bland við morgunsöng nágrannakvenna minna eiga eftir að lifa með mér um ókomna tíð. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Samræða þar sem allir hafa jafna möguleika

í Greinar

Sigurborg Kr. Hannesdóttir, MSc, sérfræðingur í þátttöku almennings

Þessi grein er skrifuð fyrir ykkur sem hafið áhuga á að rækta samræðuhefðina í skólastofunni.  Mörg ykkar gera það nú þegar, önnur eru að feta fyrstu skrefin.

Kveikjan að greininni var ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun, sem haldið var í nóvember 2016.  Þingið var helgað stóru málunum í skólastofunni og í kjölfar erinda, ræddu þátttakendur í litlum hópum um spurninguna: Stóru málin í skólastofunni – hvers vegna, hvenær og hvernig? og hafði höfundur umsjón með þeim hluta þingsins. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Nám á nýjum nótum í Hólabrekkuskóla

í Greinar


Anna María Þorkelsdóttir, dönskukennari og UT verkefnastjóri


Haustið 2015 hófum við í Hólabrekkuskóla vegferð sem hefur skilað okkur og nemendum okkar heilmikilli hæfni og reynslu sem nýtist okkur öllum til framtíðar. Við ákváðum að endurskipuleggja námið í unglingadeild þannig að alla miðvikudaga vinna nemendur í fimm kennslustundir að mismunandi þemum. Hvert þema stendur yfir í fjórar vikur og lýkur oftast með sýningu sem jafnframt er notuð við mat á verkefnunum. Þemun eru skráð í stundaskrá nemenda og kennara og standa yfir allan veturinn. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar

í Greinar

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir


Grunnskóli Borgarfjarðar starfar á þremur stöðum, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Þetta voru áður sjálfstæðir skólar en voru sameinaðir árið 2010.  Smiðjuhelgar hafa  frá upphafi verið hluti af skólastarfinu. Áður höfðu þær verið við lýði í Varmalandsskóla frá árinu 2007. Smiðjurnar eru haldnar tvisvar sinnum á hverju skólaári, fyrir og eftir áramót og eru ætlaðar nemendum á unglingastigi. Unglingarnir eru einum tíma skemur  á viku í skólanum en viðmið gera ráð fyrir, en í staðinn vinna þeir með þessum hætti eina helgi á önn. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Lykilhæfni – leiðir og leiðsögn

í Fréttir úr starfi samtakanna

Þann 14. ágúst næstkomandi efna Samtök áhugafólks um skólaþróun til ráðstefnu þar sem leitast verður við að svara spurningunni:

Hvernig náum við best þeim markmiðum sem sett eru með skilgreiningu á lykilhæfni í námskrá (hæfni í tjáningu, samræðu, skapandi og gagnrýninni hugsun, samvinnu, sjálfstæðum vinnubrögðum, að nýta ólíka miðla og taka ábyrgð á eigin námi) og hvernig er best að haga mati á þessari hæfni?

Ráðstefnan verður í Rimaskóla í Reykjavík.

Árdegis verða stuttir fyrirlestrar en síðdegis fjölbreytt dagskrá með kynningum á skólaverkefnum, sýningum og vinnustofum.

Aðalerindi flytja:

Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar

Sjáðu hvað ég get! 

Hvað er  mikilvægast að börn læri í leikskóla og hvaða nám erum  við að meta? Hvernig stuðla leikskólakennarar að því að börn öðlist hæfni, þekkingu og leikni í grunnþáttum menntunar?

Hulda Dögg Proppé. Íslenskukennari á unglingastigi í Sæmundarskóla, Grafarholti

Hvernig á ég að meta þetta? Að finna leið að settu marki

Það er hægara sagt en gert að breyta meginhugsuninni að baki námsmati. Fjallað verður um þá hugarfarsbreytingu sem þarf að eiga sér stað þegar nemendur eru metnir eftir nýjum matsviðmiðum aðalnámskrár og það ferðalag sem slík vinna felur í sér fyrir kennarahópinn.

Ívar Rafn Jónsson framhaldsskólakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

LeiðsagnarNÁM – Samtal milli kennara og nemenda

Mikilvægi samtalsins í námi með hliðsjón af ólíkri námsmatsmenningu, þar sem um leiðsagnarnám er í forgrunni. Hvað finnst nemendum og kennurum um námsmat og endurgjöf í framhaldsskóla. Leitast verður við að reifa svörin með von um að finna leiðarljós við að taka næstu skref í þróun námsmats sem er í þágu nemandans og hæfni hans í námi.

Kristín Ingólfsdóttir prófessor og f.v. háskólarektor

Stenst menntakerfið tæknibyltinguna?

Kristín ætlar að fjalla um veldisvöxt tækniþróunar og áhrif hraðans á atvinnulíf, menntastofnanir, verðmætasköpun og samfélög. Hún ætlar að velta upp með hvaða hætti menntakerfið geti sem best undirbúið nemendur á öllum skólastigum til þátttöku í breyttu samfélagi þar sem flestar, ef ekki allar, atvinnugreinar munu kalla eftir nýrri tegund þekkingar og færni.

Meyvant Þórólfsson dósent við Kennaradeild Háskóla Íslands

Lykilhæfni: Alhliða hæfni sem snertir alla þætti uppeldis og menntunar

Byltingar liðinna alda eins og upplýsingin, iðnbyltingin og nýlendustefnan teljast líklega minni háttar breytingaskeið í sögu mannkyns í samanburði við þau umbrot sem við horfumst í augu við nú á tímum undir merkjum hnattvæðingar og nútímavæðingar. Í erindinu er þessi þróun sett í samhengi við hugtakið hæfni eins og það birtist í námskrárþróun undir heitinu lykilhæfni.

Stefanía Malen Stefánsdóttir skólastjóri Brúarásskóla

Með lykilhæfni að leiðarljósi!
Um Brúna – þróunarverkefni í Brúaráskóla

Hvað viljum við að börnin okkar læri? Kynntar verða þær breytingar sem hafa orðið og verið er að þróa, á kennsluháttum í Brúarásskóla. Brúin er þróunarverkefni þar sem markmiðið er að efla ábyrgð, sjálfstæði og val nemenda ásamt því að brjótast úr viðjum faggreinakennslu og einbeita sér að viðfangsefnum.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu á www.skolathroun.is

 

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

SAMræður í skólastarfi

í Pistlar

Hafþór Guðjónsson

Aðeins straumur samræðunnar glæðir orð merkingarlegu lífi (Vološinov, 1929/1994, bls. 36)[i]

Líklega efast fáir um það að samræður gegni mikilvægu hlutverki í skólastarfi. Það blasir jú við að kennarar og nemendur tala mikið saman og ósjaldan er nemendum skipað í hópa í þeim tilgangi að ræða saman um tiltekið viðfangsefni og í þeirri trú að samræðan skili árangri og að nemendur læri af því að tala saman. Sumir kennarar telja samræðuna lykil að góðum skilningi á námsefn og að án samræðu verði enginn eða takmarkaður skilningur. Nemendur verði, segja þessir kennarar, að fá tækifæri til að ræða málin, setja fram hugmyndir, skiptast á skoðunum, spyrja, leita skýringa og heyra ólík sjónarmið. Að öðrum kosti er hætt við að námið verði yfirborðskennt. Aðrir eru fullir efasemda, telja að oftar en ekki komi lítið sem ekkert út úr samræðum í hópavinnu. Nemendur séu oft ófúsir til slíkra samræðna (vilji frekar láta mata sig) og ekki nógu vel að sér til að geta rætt málin af einhverju viti. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

 „Kannski voru það álfarnir?“ Álfaþema í Naustaskóla á Akureyri

í Greinar

Kristín Sigurðardóttir, Gréta Björk Halldórsdóttir, Sunna Alexandersdóttir og Birgitta Laxdal, kennarar í Naustaskóla


 

Í ársbyrjun heimsótti einn ritstjórnarmanna Naustaskóla á Akureyri. Hann rak, satt best að segja, í rogastans þegar hann sá einstaka kastalabyggingu á svæði yngstu barna skólans. Í ljós kom að reistur hafði verið Álfakastali og að hann tengdist verkefni sem nemendur höfðu verið að glíma við. Það var Álfaþema – sem nemendur og kennarar – höfðu nánast orðið heillaðir af. Ekki sakaði að hér hafði verið leikið af fingrum fram og mörg skemmtileg verkefni orðið til. Álfakastalinn hafði líka fengið viðbótarhlutverk og var orðinn leskrókur!

Þess var farið að leit við kennarana að þeir segðu okkur sögu umrædds verkefnis – sem segja má að sé sannkallað ævintýri – og urðu þeir góðfúslega við því.

Megum við óska eftir fleiri sögum af þessu tagi!?


Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Tungumálið sem stýriafl og vitsmunalegt verkfæri

í Pistlar


Hafþór Guðjónsson: 

Arfur liðinna kynslóða hvílir sem farg á heila lifenda (Marx, 1869/1968, bls. 119).

Tungumálið er meginskilyrði þekkingarsköpunar. Það er í gegnum tungumálið sem reynsla verður að þekkingu (Halliday, 1993, bls. 94).

Okkur er tamt að hugsa um tungumálið sem eitthvað aðskilið frá æðri vitsmunum, til dæmis skynjun. Michael Tomasello, þróunarsálfræðingur við Max Planck stofnunina í Leipzig í Þýskalandi, lítur öðrum augum á málið:

Í mínum huga er tungumálið sérstakt form vitsmuna sérstaklega hannað í þeim tilgangi að  auðvelda samskipti manna … Menn vilja deila reynslu sinni hver með öðrum og hafa því, með tímanum, skapað tákn og málvenjur til að gera það. Þegar börn tileinka sér þessi tákn og þessar málvenjur fara þau að skynja hluti á ákveðna vegu sem þau hefðu annars ekki getað … (Tomasello, 1999, bls. 150).

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp