Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

maí 2023

Starfendarannsóknir efla starfsþróun kennara og stuðla að jákvæðum breytingum í skólastarfi

í Greinar

Hjördís Þorgeirsdóttir

 

Starfendarannsóknarhópur Menntaskólans við Sund (MS) hefur starfað í 18 ár og hér ætla ég að lýsa hópnum með áherslu á þá þætti sem styrkja hann og hafa stuðlað að því að hópurinn hefur lifað góðu lífi svo lengi sem raun ber vitni. Einnig ætla ég að lýsa þeim áhrifum sem starf hópsins hefur haft á starfsþróun kennara og grósku skólastarfs í MS. Að lokum fjalla ég um styrkleika starfendarannsókna sem og þá togstreitu sem fylgir þeim. Ég hef starfað með starfenda-rannsóknarhópnum frá upphafi, fyrst sem konrektor MS í tólf ár og síðustu fimm árin sem félagsfræðikennari, þangað til ég fór á eftirlaun fyrir ári síðan. Greinin er byggð á doktorsritgerð minni frá 2016, rannsóknarskýrslu minni frá 2020 um leiðsagnarnám og reynslu minni sem þátttakandi í hópnum. Doktorsverkefnið vann ég með starfendarannsóknarhópnum í MS og tengdum við saman starfendarannsóknir byggðar á aðferðafræði Jean McNiff (2016, McNiff og Whitehead, 2006) og starfsemiskenningu Yrjö Engestöm um útvíkkað nám (2007) til að efla starfsþróun kennara. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta

í Greinar

Aron Laxdal og Sveinn Þorgeirsson

 

Kennsla í skólaíþróttum virðist einkennast af heilsuorðræðu, íþróttavæðingu og óhóflegri áherslu á keppni. Skoðun höfunda þessarar greinar er að endurskoða þurfi kennsluhætti og inntak í þessari mikilvægu námsgrein. Mögulegar afleiðingar núverandi áherslna eru fjölmargar og margþættar, og geta haft neikvæð áhrif á viðhorf ákveðinna nemenda til hreyfingar og almennrar líkams- og heilsuræktar til lengri tíma. Með ákveðnum breytingum væri hægt að bjóða flestum nemendum upp á kennslu við hæfi; þar sem innri gildi hreyfingar, samvinna og háttvísi fengi meira vægi en núverandi áhersla á líkamlegt atgervi og færni í einstökum íþróttagreinum. Slík nálgun myndi að öllum líkindum hafa betri langtímaáhrif á lýðheilsu þjóðarinnar en núverandi nálgun gerir. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Let´s change education for the future. A dialogue with Dr. Anne Bamford

í Viðtöl

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Energetic, sharp and  inspiring – these are amongst the words that come into my mind when attempting to describe Dr. Anne Bamford, an educator, artist, and leader in the field of education. The School of Education at the University of Iceland was fortunate, when going through a self-evaluation quality process in 2022 and 2023, to engage Dr. Bamford as an external reviewer. Dr. Bamford, or Anne, as she allows us to call her – in Iceland we generally refer to each other by given names – visited the School of Education in March 2023. During the two and half days of her visit, Anne had numerous meetings with individuals and groups to gain insight into the current status of educational research within the School of Education.

As Dean and chair of the Self-Evaluation Committee, it was my role to make sure that the visit was productive and that Anne was provided with all the information she needed to make an informed review as well as recommendations on how we might better support our researchers, staff, and students to create important, innovative and impactful knowledge in the field of education. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Breytum menntun til framtíðar: Samtal við Anne Bamford

í Viðtöl

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Orkumikil, skörp og áhrifamikil – eru lýsingarorð sem koma í huga þegar ég leita eftir orðum til að lýsa dr. Anne Bamford, kennara, listakonu og leiðtoga á sviði menntunar. Menntavísindasvið Háskóla Íslands lenti í lukkupottinum þegar það fékk Anne  sem ytri ráðgjafa í sjálfsmatsferli sviðsins árin 2022 og 2023. Anne starfaði um árabil sem yfirmaður menntamála hjá City of London sem er elsti borgarhluti Londonborgar. Hún hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á tengslum menntunar, lista, sköpunar og tækni. Hún kynnti hugtakið „heildstæð hæfni“ (e. fusion skills) til að lýsa þeirri hæfni sem þarf til að blómstra nú og í framtíðinni. Anne hefur um árabil starfað fyrir UNESCO og sem ráðgjafi, m.a. fyrir menntayfirvöld Danmerkur, Hollands, Belgíu, Íslands, Hong Kong, Írlands og Noregs.

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp