Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

ágúst 2022

Raddir af vettvangi

í Greinar

Anna María Gunnarsdóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Jón Torfi Jónasson

 

Í þessari grein segir af tilraunaverkefni sem Kennarasamband Íslands réðist í með fulltingi Jóns Torfa Jónassonar og Valgerðar S. Bjarnadóttur vorið 2021. Að hálfu KÍ vann Anna María Gunnarsdóttir að verkefninu í samráði við Framkvæmdarstjórn skólamálaráðs KÍ og skólamálanefndir og fagráð aðildarfélaga.

Hlutverk Kennarasambands Íslands er margþætt. Það gætir ekki einungis hagsmuna og réttinda félaga sinna heldur hefur aukinheldur þau hlutverk að auka samstarf kennara, efla fagvitund, efla skólastarf og stuðla að framförum í skólamálum (Kennarasamband Íslands, 2022). Til að sinna þessum hlutverkum eru sjálfsagt margar leiðir en mjög mikilvægt er fyrir forystufólk í Kennarasambandinu að vera í sterkum tengslum við sitt félagsfólk og byggja umræður og stefnumótun á því sem sprettur úr dagsins önn í skólastarfinu sjálfu.

Megintilgangur verkefnisins var að þróa aðferð fyrir samtök kennara til að tengjast vettvangi og rækta umræðu um fagleg málefni við kennara og skólastjórnendur og virkja þannig raddir skólafólks af vettvangi innan raða KÍ , meðal annars til að það heyri hvert í öðru og að sjónarmið fagfólks sem í skólunum vinnur berist víðar. Slíkt samtal getur hvort tveggja nýst Kennarasambandinu við stefnumótun og vinnu að faglegum málefnum og tengt starfandi kennara við samtök sín, vettvang og faglega umræðu. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Geðveiki, skólastarf og skynsemismyrkur: Umsögn um nýjasta tölublað tímaritsins Journal of Philosophy of Education

í Greinar

Atli Harðarson

 

Nýjasta tölublað tímaritsins Journal of Philosophy of Education er helgað rökræðu um geðheilsu og menntun. Framan á heftinu stendur Policy Special Issue Philosophy, Mental Health and Education. Höfundar eru úr ýmsum áttum. Meðal þeirra eru sérfræðingar um menntamál, sálfræðingar, læknar, heimspekingar og listfræðingar. Flestir eru fræðimenn við háskóla en nokkrir starfandi á vettvangi. Greinarnar eru líka af ýmsu tagi. Tvær þeirra eru viðtöl, nokkrar eru örstuttar og nánast eins og fréttaskýringar en flestar eru fræðilegar og með vísunum í rannsóknir og kenningar. Í því sem hér fer á eftir segi ég stuttlega frá rökum sem eru áberandi í máli höfunda. Rétt er þó að taka fram að ég reyni ekki að greina frá nærri því öllu sem fjallað er um í þessu 189 blaðsíðna hefti. Ég sleppi til að mynda greinum um bókmenntir og kvikmyndir sem höfundar rökstyðja að varpi ljósi á umrædda fleti mannlífs og menntunar. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp