Íslenska módelið í starfsmenntun – nokkrar hugleiðingar í kjölfar heimsókna í framhaldsskóla
Stephen Billett (Griffith Háskóla í Ástralíu) og Elsa Eiríksdóttir (Háskóla Íslands)
Í júní 2024 heimsótti ástralski fræðimaðurinn Stephen Billett Ísland í tilefni ráðstefnu NordYrk, norræns netverks um rannsóknir á starfsmenntun, sem haldin var í Háskóla Íslands. Heimsóknin var einnig nýtt til að fræðast um íslenskt starfsmenntakerfi og dvaldi hann hér þrjár vikur eftir ráðstefnuna. Stephen Billett er prófessor í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu og hefur stundað víðtækar rannsóknir á því sviði. Í gegnum fræðistörf sín hefur hann kynnst starfsmenntakerfum víða um heim og því þótti athyglisvert að heyra hvernig íslenska starfsmenntakerfið birtist honum. Eftirfarandi pistill er samantekt á hugleiðingum Stephen Billett eftir heimsóknir í þrjá framhaldsskóla og samtöl höfunda í kjölfarið. Heimsóknirnar í Tækniskólann, Borgarholtsskóla og Verkmenntaskólann á Akureyri voru óformlegar og byggðust fyrst og fremst á samtölum við stjórnendur og kennara og kynningu á starfi skólanna. Lesa meira…
Reading fluency, reading fast or reading well? Interview with Dr. Jan Hasbrouck
Auður Soffíu Björgvinsdóttir in an interview with Dr. Jan Hasbrouck
Dr. Jan Hasbrouck is an academic and educational consultant with expertise in literacy studies. Dr. Hasbrouck worked as a literacy specialist and counselor for 15 years, then began teaching at the University of Oregon and later served as a professor at Texas A&M University. In recent years, Jan has worked as a consultant and expert for both public entities and independently from Seattle where she lives. Jan’s expertise lies in the field of literacy, especially literacy, assessment of reading, and teaching reading.
Jan Hasbrouck has written a number of articles and books on literacy. Among them is Conquering Dyslexia (2020), which has been taught at the University of Iceland School of Education. In January this year, the book Climbing the Ladder of Reading and Writing: Meeting the Needs of ALL Learners by Jan Hasbrouck and Nancy Young was published. This book will undoubtedly be a good addition to the teaching materials used at the School of Education, as it discusses how to meet the needs and strengthen the reading skills of a diverse group of students, whether students are struggling with challenges or whether reading learning is easy and needs further challenges. The book is based on Reading and the Writing Ladder by Nancy Young, which has been translated into Icelandic with the author’s permission (Nancy Young´s website). Lesa meira…
Lesfimi, að lesa hratt eða lesa vel? Viðtal við dr. Jan Hasbrouck.
Auður Soffíu Björgvinsdóttir ræðir við dr. Jan Hasbrouck
Dr. Jan Hasbrouck er fræðikona og ráðgjafi í menntamálum og sérfræðingur í læsisfræðum. Dr. Hasbrouck starfaði sem læsissérfræðingur og ráðgjafi í 15 ár en hóf svo kennslu við Háskólann í Oregon (University of Oregon) og gegndi síðar stöðu prófessors við Texas A&M University. Síðustu ár hefur Jan starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur bæði fyrir opinbera aðila og sjálfstætt gegnum fyrirtæki sitt JH Educational Services sem hún starfrækir frá Seattle þar sem hún býr. Sérþekking Jan á sviði læsis snertir einkum lesfimi, mat á lestri og lestrarkennslu.
Jan Hasbrouck hefur skrifað fjölda fræðigreina og bækur um læsi. Þeirra á meðal er Conquering Dyslexia (2020) sem kennd hefur verið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í janúar á þessu ári kom út bókin Climbing the Ladder of Reading and Writing: Meeting the Needs of ALL Learners sem hún skrifar og ritstýrir með Nancy Young. Sú bók verður án efa góð viðbót við kennsluefni á Menntavísindasviði en í henni er fjallað um hvernig mæta megi þörfum og efla lestrarfærni fjölbreytts nemendahóps, hvort sem nemendur glíma við áskoranir eða veitist lestrarnámið auðvelt og þurfa frekari áskoranir. Grunnurinn að bókinni liggur í Lestrar og ritunarstiganum eftir Nancy Young, sem þýddur hefur verið á íslensku með leyfi höfundar. Lesa meira…
Menntun hugar og hjarta – nemandinn sem manneskja
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Th., Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Guðrún Helga Sigfúsdóttir og Ragnar Jón Ragnarsson
Skólaumhverfið iðar af lífi og tekur sífelldum og hröðum breytingum. Tæknibylting, heimsfaraldur og samkomutakmarkanir, góðæri og kreppa á víxl sem krefur skólafólk um ríka aðlögunarhæfni. Undanfarin ár hafa verið bæði viðburðarík og gjöful þegar kemur að þróunarstarfi innan Háteigsskóla. Hér verður gerð grein fyrir þremur þeirra þróunarverkefna sem hafa orðið til síðastliðin fjögur ár. Í Háteigsskóla er ríkjandi sú menning að nemandinn þekki sjálfan sig sem manneskju og uppskeri þannig sterkari sjálfsmynd og aukna sjálfstiltrú (e. self-efficacy). Verkefnin þrjú sem hér verða reifuð stefna öll að sama marki, að efla nemendur í námi, auka sjálfsþekkingu, seiglu og efla tengsl nemenda við sjálfa sig og aðra. Lesa meira…
Um inngildingu, innri útilokun og tæknivæðingu menntunar
Eva Harðardóttir
Á undaförnum vikum hefur hugtakið inngilding (e. inclusion) fengið nokkuð víðtæka athygli í opinberri umræðu hérlendis, ekki síst á sviði skóla- og menntamála, en nú liggur fyrir nýtt frumvarp til laga undir heitinu Inngildandi menntun (í samráðsgátt 27.2.–12.3.2024). Frumvarpið á samkvæmt viðtali við Mennta- og barnamálaráðherra að „breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag“. Ég gleðst yfir eldmóði og væntingum ráðherra til frumvarpsins enda tengi ég sjálf hugtakið inngilding óneitanlega við mikilvægi og möguleika menntunar til þess að vera umbreytandi afl í lífi fólks – þvert á mörk og mæri.
Enska hugtakið inclusive education var upphaflega þýtt sem skóli eða menntun án aðgreiningar hérlendis. Í fræðilegri kreðsu hefur hugtakið þróast frá því að fjalla nær eingöngu um aðgengi nemenda með sérþarfir að almennum námsrýmum til þess að eiga ekki síður við um gæði og markmið menntunar í staðbundnu jafnt sem alþjóðlegu samhengi. Þannig birtist til dæmis umfjöllun um inngildandi menntun í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það er að segja ekki eingöngu í tengslum við aðgengi einstaklinga að menntun alla ævi heldur einnig í nánu sambandi við mannréttindi, menningarlegan margbreytileika og hnattræna borgaravitund.[1] Slíkar áherslur eru hins vegar lítt merkjanlegar í hinu nýju menntafrumvarpi þar sem inngildandi menntun (e. inclusive education) er skilgreind fyrst og fremst á grundvelli skipulags, starfshátta og stuðningsúrræða við nemendur með sérþarfir.
Hugtakið inngilding hefur einnig notið vaxandi vinsælda í umræðu um innflytjendur og flóttafólk þar sem notkun þess tekur á sig ólíkar myndir. Raddir innflytjenda, sem heyrast sem betur fer oftar en áður í opinberri umræðu um málaflokkinn, benda sterklega til þess að hugtakið beri í sér von um gagnkvæma virðingu og merkingarbæra þátttöku.[2] Á hinn bóginn virðist hugtakinu ekki síður beitt – af stjórnmálafólki úr ólíkum áttum – í mun þrengri tilgangi, til dæmis í tengslum við breytingar á útlendingalöggjöf og þvingandi forsendur fyrir því að fólk geti flutt hingað til lands eða tekið hér fasta búsetu. Lesa meira…
Fyrstu skref í samleik – Starfendarannsókn um samskipti ungra barna í ærslaleik
Ritrýnd grein
Hugrún Helgadóttir og Hrönn Pálmadóttir
Ágrip
Greinin er byggð á starfendarannsókn þar sem rýnt var í þróun nýrra starfshátta í leikskóla og áhrif þeirra á samskipti og leik yngstu barnanna. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu október 2019 til febrúar 2020. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig breytingar á námsumhverfi og starfsháttum höfðu áhrif á samskipti og ærslaleik eins og tveggja ára barna á einni deild í leikskóla. Ærslaleikur ungra barna er skilgreindur sem leikstíll sem einkennist af hreyfingu, líkamstjáningu og hljóðum. Í starfendarannsókninni var sjónum beint að því hvernig ærslaleikurinn ýtti undir samskipti barnanna. Auk þess var kannað hvernig breytt fyrirkomulag á námsumhverfi og markviss stuðningur kennara við leikinn studdi við samleik barnanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að breytt námsumhverfi deildarinnar ýtti undir samskipti barnanna og leik. Ærslahorn sem sett var upp á deildinni varð svæði fyrir börnin til að ærslast á og þróa samleik sinn. Á rannsóknartímabilinu sóttust börnin eftir að fara saman í hornið sem leiddi til þess að félagstengsl og samskipti þeirra efldust. Ærslaleikurinn, þar sem líkamstjáning var í forgrunni, studdi við samskipti barnanna. Leikurinn veitti bæði þeim börnum sem voru farin að nota tungumálið, sem og hinum sem lítið eða ekkert voru farin að nota málið til tjáningar, grundvöll til samskipta. Niðurstöður sýndu einnig að nærvera kennara og stuðningur við samskipti og leik barnanna skipti miklu máli, ekki aðeins til þess að leiðbeina þeim í leik, heldur jafnframt til að veita börnunum öryggi og stuðning í félagslegum aðstæðum. Lesa meira…
Augnabliksmynd af fagmennsku kennara
Helgi Skúli Kjartansson
Þau skiptu máli heitir nýútkomið vefrit, sérrit veftímaritsins Netlu, greinasafn þar sem sagt er frá starfi tíu athyglisverðra grunnskólakennara. (Slóð: https://netla.hi.is/serrit-thau-skiptu-mali-sogur-grunnskolakennara/.) Þar er sjónum beint að brautryðjendum eða fyrirmyndum í kennarastétt sem skiptu máli fyrir skólastarf í landinu. En fyrirsögnin, „þau skiptu máli“, hittir ekki síður í mark þó hugsað sé um kennarastéttina í heild. Eða um nemendahópinn, þ.e. um okkur öll, sem einhvern tíma höfum verið á grunnskólaaldri og þá sannarlega skipt máli fyrir okkur hvert og eitt að njóta góðrar, frjórrar og faglegrar kennslu.
Hér ætla ég þó ekki að leggja út af þeirri kennslu sem ég naut sjálfur á barnsaldri eða hrósa happi að hafa á hentugum aldri fengið framsækinn og áhugasaman bekkjarkennara.[i] Heldur rifja upp aldarfjórðungs gamalt minningarbrot, augnabliksmynd sem ég hugsaði ekki út í fyrr en löngu seinna að sýnir einmitt dæmi um yfirlætislausa fagmennsku í hinu daglega starfi bekkjarkennarans.
Ég var þá nýfluttur til Stokkhólms með konu og barn, strák tæplega sex ára sem varð skólaskyldur örskömmu eftir komuna til landsins. Til að sú reynsla yrði ekki of ný og óvænt höfðum við komið honum í fimm ára bekk Ísaksskóla veturinn áður, svo að hann var bæði orðinn vanur skólalífinu og læs á íslensku. En í sænskunni kunni hann ekki orð, kom því inn í skólann og bekkinn gersamlega mállaus. Lesa meira…
Hvers vegna urðu námsefnisgerð og starfsþróun eftir hjá ríkinu þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna?
Klara E. Finnbogadóttir og Þórður Kristjánsson
Grein þessi er byggð á erindi sem höfundar héldu á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, 30. október 2023: „Reynslunni ríkari“ – málþing um skólamál, erindi málþingsins má nálgast á slóðinni: https://www.samband.is/vidburdir/reynslunni-rikari-malthing-um-skolamal-30-oktober-2023/
Þann 8. nóvember 2021 skrifaði Samband íslenskra sveitarfélaga auk þriggja ráðuneyta: mennta- og menningarmálaráðuneytis, félags- og barnamálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, undir viljayfirlýsingu um sameiginlega úttekt á þróun grunnskólans og þjónustu við börn í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá því að reksturs grunnskóla fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Markmið úttektarinnar er að skoða með hvaða hætti ríki og sveitarfélög geta hagnýtt reynslu af yfirfærslu grunnskólans til þess að styðja við árangursríka innleiðingu nýrrar menntastefnu til 2030, nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og aðgerða í byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 er lúta að menntun og fræðslu. Auk þess að sýna fram á hvað auðveldar framgang slíkra stefnumótandi kerfisbreytinga stjórnvalda og hvað mögulega hindrar. Lesa meira…
Förum á flug: Nýsköpun, samþætting og teymisvinna í skólastarfi Víkurskóla
Fiona Oliver og Hildur Seljan
Þegar skólabreytingar urðu í Grafarvogi og Víkurskóli var stofnaður þann 1. ágúst 2020, fékk hann undirtitilinn nýsköpunarskóli og var þá strax ákveðið að fara nýjar leiðir í kennsluaðferðum. Samþætting var eitt af því sem var grundvöllurinn að breytingunum; að afnema skilin milli námsgreina, tvinna þær saman og gera námið þannig áhugaverðara og árangursríkara. Lilja M. Jónsdóttir lýsir kostum samþættingar í meistararitgerð sinni Integrating the Curriculum – A Story of Three Teachers á eftirfarandi hátt: „Samþætting viðfangsefna er leið fyrir kennarann og nemendur að sannreyna í skólastarfi að veröldin er ekki samhengislaus, heldur er hvað öðru háð. Í samþættingu þarf þekkingu og leikni frá öllum þekkingarsviðunum“ (Lilja M. Jónsdóttir, 1995, bls. 51). Markmiðið var því að tengja saman mismunandi námsgreinar og hvetja nemendur til að nota heildstæða nálgun í lausnum á vandamálum eða verkefnum. Lesa meira…
Ímyndunarafl, menntun og frelsi: Hugsað með Maxine Greene á tíundu ártíð hennar
Atli Harðarson
Maxine Greene fæddist árið 1917 í New York og átti mestalla ævi heima þar í borg. Hún lauk doktorsprófi í heimspeki menntunar frá New York University árið 1955. Samhliða námi og næstu tíu ár á eftir kenndi hún meðal annars við New York University og Brooklyn College. Hún fékk stöðu við Columbia University árið 1965. Þegar hún lést árið 2014 var hún prófessor emeritus við þann háskóla og löngu víðfræg fyrir skrif sín og fyrirlestra um heimspeki menntunar. Nú í ár er sem sagt áratugur liðinn síðan hún féll frá. Lesa meira…