Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

janúar 2019

Látum draumana rætast

í Greinar

Fríða Bjarney Jónsdóttir

 

Í janúar 2017 var samþykkt einróma í borgarráði Reykjavíkur ályktun um að hefja mótun menntastefnu til ársins 2030. Vinnan hófst strax þá um vorið í víðtæku samráði fjölmarga aðila í skóla- og frístundasamfélagi borgarinnar. Gera má ráð fyrir að um 10.000 manns, börn, foreldrar, starfsfólk, stjórnendur og aðrir, hafi tekið þátt í samtali um mikilvægustu áherslur í menntun barna í borginni auk þess sem almenningur gat skilað inn hugmyndum í gegnum Betri Reykjavík. Leitað var til innlendra og erlendra ráðgjafa í ferlinu, en sú vinna var undir forystu dr. Pasi Sahlberg frá Finnlandi. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Vinaliðaverkefnið – forvörn gegn einelti!

í Greinar

Guðjón Örn Jóhannsson

 

Vinaliðaverkefnið er forvarnarverkefni sem hefur það að markmiði að styrkja nemendur í að stuðla að góðu og traustu umhverfi í frímínútum í skólanum í gegnum skipulagða leiki. Einnig er markmið verkefnisins að hvetja til aukinnar hreyfingar nemenda og jákvæðra samskipta. Verkefnið er norskt að uppruna og í dag eru um 1400 grunnskólar í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi sem taka þátt í verkefninu.

Árskóli á Sauðárkróki er móðurskóli Vinaliðaverkefnisins hér á landi. Vinaliðaverkefnið var prufukeyrt í grunnskólum í Skagafirði árið 2012. Í framhaldi af því var allt efni þýtt og staðfært yfir á íslenskar aðstæður á vegum fræðsluþjónustu Skagafjarðar. Í dag eru 46 íslenskir grunnskólar þátttakendur í verkefninu sem þýðir að um 1500 íslenskir nemendur starfa sem vinaliðar á hverjum tíma. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp