Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

júní 2018

„Námsmatið er leiðarljós inn í kennslu morgundagsins“ (Frelsi til að kafa djúpt III)

í Greinar

Oddný Sturludóttir

 

Þriðja grein mín um rannsókn á skólastarfi alþjóðlegs grunnskóla í Sádí-Arabíu, þar sem hugmyndafræði fjórðu leiðarinnar er höfð að leiðarljósi, fjallar um hvernig staðið er að námsmati og starfsþróun. Í upphafi rannsóknarferlisins gerði ég ráð fyrir því að fjalla um þessar tvær mikilvægu stoðir skólastarfs hvora í sínu lagi. En í rannsóknarferlinu kom smám saman í ljós að námsmat og starfsþróun var ekki hægt að slíta sundur. Saman myndar þetta tvennt ásamt námskránni (eða inntaki námsins) heild, þar sem hver þáttur styður annan. Yfirskrift greinarinnar er sótt í smiðju eins þátttakenda sem lýsti því hvernig kennarar unnu í sameiningu að því að meta verkefni nemenda: „Námsmatið er leiðarljós inn í kennslu morgundagsins“. Þetta segir í raun allt sem segja þarf! Ég ætla þó að orðlengja eilítið og lýsa betur fyrirkomulagi starfsþróunar og námsmats í Gardens Secondary School því ég tel nálgun skólans vera sérlega lærdómsríka fyrir okkur á Íslandi. Byrjum á starfsþróuninni. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Að þora að hætta að gera það sem skilar árangri til að gera það sem skilar enn betri árangri – Framsækið skólastarf í Lerum í Svíþjóð

í Greinar

Birna María B. Svanbjörnsdóttir

 

Sveitarfélagið Lerum skammt austan Gautaborgar í Svíþjóð hefur í samstarfi við Göteborgs Universitet (GU) unnið að umbótamiðuðum starfsháttum í leik- og grunnskólum á undanförnum árum undir forystu fræðslustjóranna í Lerum. Ulf Blossing dósent og rannsakandi við kennaramenntunardeild GU (Institut för pedagogik och specialpedagogik) leiddi starfið fyrir hönd GU með aðkomu rannsóknarhóps og doktorsnema. Ég fékk  tækifæri til að fylgjast með og fá innsýn í framsækið starf þeirra sem fram fer meðal annars í leshringjum, starfendarannsóknum og teymisvinnu.

Ég heyrði fyrst af þessu samstarfi vorið 2015 og fékk nánari upplýsingar um það hjá Blossing og fræðslustjórunum. Ég fór í tveggja daga heimsókn til Lerum og GU í nóvember 2015 og aftur í apríl 2016 og átti þá fundi með þessum aðilum. Þá hitti ég einnig skólastjóra Ljungviksskolan sem er nýlegur, heildstæður grunnskóli í Lerum og kynnti mér úttektir og önnur gögn um þann skóla. Ég fór í skoðunarferð um skólann og átti óformlegt spjall við kennara og nemendur. Á fjögurra mánaða tímabili haustið 2016 fékk ég heildstæðari mynd af samstarfinu með því að taka þátt í mismunandi fundum og vinnusmiðjum með rannsóknarhópnum í GU og fræðslustjórum og skólastjórum í Lerum, á teymisfundum í Ljungviksskolan og fundum með skólastjóra og teymisstjóra.

Hér verður greint frá nokkrum þáttum í fimm ára (2012–2017) samstarfi rannsóknarhópsins í Gautaborgarháskóla og fræðslustjórum Lerum með áherslu á umbótastarfið sjálft, frá tildrögum þess, markmiðum og umgjörð, einkennum og árangri. Gefin verða dæmi um það sem fyrir augu bar og horft til möguleika á að nýta upplýsingar við íslenskar aðstæður. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Gerum gott betra – Að koma til móts við nemendur með sértæka námserfiðleika

í Greinar

Ingileif Ástvaldsdóttir

 

Þegar farið er á ráðstefnur eða í náms- og kynnisferðir er ekki alltaf ljóst hvað þær ferðir geta gefið í starfsþróun og breyttum starfsháttum. Þegar ég fór á ráðstefnu evrópskra skólastjórnenda (ESHA) í Maastrich í október 2016 tók ég þátt í skólaheimsókn sem var einn liður  ráðstefnunnar. Eitt af viðfangsefnum ráðstefnunnar var velferð nemenda á 21. öldinni og valdi ég mér að heimsækja skóla sem bauð heimsókn undir þeim formerkjum. Það var skólinn De Wijnberg í Venlo sem er sérskóli fyrir nemendur sem af einhverjum ástæðum gengur ekki vel að fóta sig í hefðbundnu skólastarfi. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Um tilgang og markmið menntunar (Frelsi til að kafa djúpt  II)

í Greinar

Oddný Sturludóttir

 

 

Grein II um rannsókn mína á skólastarfi alþjóðlegs grunnskóla við Rauðahafið beinir kastljósinu að því hvaða augum starfsfólk skólans lítur tilgang og markmið menntunar. Sjónarhorn mitt sem foreldri fléttast saman við frásögnina, enda var forvitnilegt að fylgjast með börnum sínum takast á við nám sem á margan hátt var frábrugðið því sem við áttum að venjast að heiman. Ég vísa margoft í bein orð þátttakenda og vil taka fram að nöfn þeirra eru gervinöfn. Þátttakendur kenndu 6.–10. bekk samfélagsfræði, ensku og bókmenntir og ensku sem annað mál. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Fjórða leið skólaumbóta – (Frelsi til að kafa djúpt I)

í Greinar

Oddný Sturludóttir

 

Í janúarbyrjun árið 2016 hélt fimm manna íslensk fjölskylda til Sádí-Arabíu til misserisdvalar í alþjóðlegu háskólaþorpi, rétt norðan við borgina Jeddah. Elstu börnin stunduðu nám í 5. og 7. bekk í þorpsskólanum, alþjóðaskóla sem starfar undir hatti IB-samtakanna (https://ibo.org/). Greinarhöfundur fylgdi syni sínum í móttökuviðtal hjá námsráðgjafa, glaðlegri konu frá Nýja-Sjálandi. Hún sagði okkur upp og ofan af skólastarfinu og á ákveðnum tímapunkti horfði hún djúpt í augun á syni mínum og sagði: Í þessum skóla hvetjum við nemendur til að hugsa um lausnir á raunverulegum vandamálum heimsins“. Til að gera langa sögu stutta leiddu þessi orð námsráðgjafans mig til sjö mánaða rannsóknarvinnu við skólann og meistararitgerðar í Uppeldis- og menntunarfræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í fjórum greinum í Skólaþráðum mun ég fjalla um starf skólans, hugmyndaramma rannsóknar, helstu niðurstöður, upplifun mína frá sjónarhóli foreldris sem og fræðimanns, mótsagnir og möguleika, baksvið þekkingar og lærdóminn sem af rannsókninni má draga fyrir íslenskt skólasamfélag. En byrjum á að skyggnast inn í skólastarfið í The Kaust School. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Vinátta – verkfæri sem virka

í Greinar

Margrét Júlía Rafnsdóttir

 

Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi skrifuðu undir samning við systursamtökin Red barnet- Save the Children og Mary Fonden stofnunina í Danmörku um útgáfu og notkun á Fri for mobberi efninu, forvarnarefni gegn einelti fyrir leik- og grunnskóla.

Hafist var handa við þýðingu og útgáfu á efni fyrir þriggja til sex ára börn í leikskólum. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku. Veturinn 2014–2015 var efnið tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Borgarbyggð. Þrjár kannanir voru lagðar fyrir starfsfólk; í upphafi, eftir ár og eftir 18 mánuði. Menntavísindastofnun Háskóla Íslands vann úr könnununum og má finna niðurstöður þeirra á vefsíðu Barnaheilla. Svo var efnið yfirfarið og gefið út að nýju í janúar 2016. Vorið 2018 eru 107 leikskólar að nota efnið, sem er rúmlega 40% leikskóla á Íslandi. Mörg sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitarfélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau hafi öll verið nestuð með forvörnum gegn einelti. Alls 15 grunnskólar tilraunakenna efni fyrir fyrsta til þriðja bekk grunnskóla veturinn 2017–2018 og í haust er stefnt að því að gefa út efni fyrir allra yngstu börnin, eða börn yngri en þriggja ára. Þá munu Barnaheill bjóða upp á forvarnarefni gegn einelti fyrir börn að átta ára aldri. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Snemmtæk íhlutun í skólunum í Árborg

í Greinar

   

Lucinda Árnadóttir og Þorsteinn Hjartarson

 

Nýlega hélt velferðarráðuneytið opna ráðstefnu um snemmtæka íhlutun í málefnum barna þar sem áhugaverð erindi voru í boði fyrir þátttakendur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist binda miklar vonir við að ráðstefnan yrði mikilvæg hvatning við upphaf þeirrar vinnu sem stjórnvöld hafa boðað um aukna áherslu á málefnum barna og fjölskyldna með samþætta þjónustu og samstarf þvert á stofnanir. Áhersla á snemmtæka íhlutun felur í sér að börn fái aðstoð og hjálp sem fyrst á lífsleiðinni og að liðsinni sé veitt áður en vandinn ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Í erindi ráðherra kom eftirfarandi fram:  „Forsendur slíkrar snemmtækrar íhlutunar eru að stofnanir samfélagsins sem koma að málefnum barna leggi sig fram við að brjóta niður múra milli málaflokka, stjórnsýslustiga og stofnana og tryggja þverfaglega nálgun og samstarf allra sem bera ábyrgð gagnvart börnum.“

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp