Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Greinasöfn úr efnisflokkum

Viðtöl

Reading fluency, reading fast or reading well? Interview with Dr. Jan Hasbrouck

í Viðtöl

Auður Soffíu Björgvinsdóttir in an interview with Dr. Jan Hasbrouck

Dr. Jan Hasbrouck is an academic and educational consultant with expertise in literacy studies. Dr. Hasbrouck worked as a literacy specialist and counselor for 15 years, then began teaching at the University of Oregon and later served as a professor at Texas A&M University. In recent years, Jan has worked as a consultant and expert for both public entities and independently from Seattle where she lives. Jan’s expertise lies in the field of literacy, especially literacy, assessment of reading, and teaching reading.

Jan Hasbrouck has written a number of articles and books on literacy. Among them is Conquering Dyslexia (2020), which has been taught at the University of Iceland School of Education. In January this year, the book Climbing the Ladder of Reading and Writing: Meeting the Needs of ALL Learners by Jan Hasbrouck and Nancy Young was published. This book will undoubtedly be a good addition to the teaching materials used at the School of Education, as it discusses how to meet the needs and strengthen the reading skills of a diverse group of students, whether students are struggling with challenges or whether reading learning is easy and needs further challenges. The book is based on Reading and the Writing Ladder by Nancy Young, which has been translated into Icelandic with the author’s permission (Nancy Young´s website). Lesa meira…

Lesfimi, að lesa hratt eða lesa vel? Viðtal við dr. Jan Hasbrouck.

í Viðtöl

Auður Soffíu Björgvinsdóttir ræðir við dr. Jan Hasbrouck

Dr. Jan Hasbrouck er fræðikona og ráðgjafi í menntamálum og sérfræðingur í læsisfræðum. Dr. Hasbrouck starfaði sem læsissérfræðingur og ráðgjafi í 15 ár en hóf svo kennslu við Háskólann í Oregon (University of Oregon) og gegndi síðar stöðu prófessors við Texas A&M University. Síðustu ár hefur Jan starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur bæði fyrir opinbera aðila og sjálfstætt gegnum fyrirtæki sitt JH Educational Services sem hún starfrækir frá Seattle þar sem hún býr. Sérþekking Jan á sviði læsis snertir einkum lesfimi, mat á lestri og lestrarkennslu.

Jan Hasbrouck hefur skrifað fjölda fræðigreina og bækur um læsi. Þeirra á meðal er Conquering Dyslexia (2020) sem kennd hefur verið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í janúar á þessu ári kom út bókin Climbing the Ladder of Reading and Writing: Meeting the Needs of ALL Learners sem hún skrifar og ritstýrir með Nancy Young. Sú bók verður án efa góð viðbót við kennsluefni á Menntavísindasviði en í henni er fjallað um hvernig mæta megi þörfum og efla lestrarfærni fjölbreytts nemendahóps, hvort sem nemendur glíma við áskoranir eða veitist lestrarnámið auðvelt og þurfa frekari áskoranir. Grunnurinn að bókinni liggur í Lestrar og ritunarstiganum eftir Nancy Young, sem þýddur hefur verið á íslensku með leyfi höfundar. Lesa meira…

„Í skólum þar sem áhersla er á leiðsagnarnám er rík jafningjamenning“ Viðtal við Ívar Rafn Jónsson

í Viðtöl

Ingvar Sigurgeirsson ræðir við Ívar Rafn Jónsson

 

Föstudaginn 13. maí 2022 varði Ívar Rafn Jónsson doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Ritgerðina nefndi hann: Námsmatsmenning skiptir máli: Upplifun kennara og nemenda af námsmati og endurgjöf.

Ívar Rafn stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og lauk BA gráðu í þeirri grein 1998. Hann lauk kennsluréttindanámi frá sama skóla 2006 og meistaranámi í kennslufræðum 2010. Hann kenndi við Borgarholtsskóla 2006‒2012 en flutti sig síðan í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ 2011 og kenndi þar til 2020. Ívar Rafn réðst til Háskóla Íslands 2018 og gegndi þar aðjúnktstöðu. Hann hefur nú verið ráðinn lektor við Háskólann á Akureyri. 

Ég naut þeirra forréttinda að sitja í doktorsnefnd Ívars Rafns, sem fyrst hafði vakið athygli mína þegar hann skrifaði grein í Netlu 2008 sem bar heitið „Að virkja sjálfstæða hugsun nemenda“. Sálfræðikennari rýnir í sjálfan sig (sjá hér). Ég leyni því ekki að þessi grein, var og er ein af uppáhaldsgreinum mínum í Netlu, en þar segir hann frá starfendarannsókn sem hann gerði og beindist að því að kveikja áhuga nemenda á námi með fjölbreyttum kennsluaðferðum.

Ívar Rafn birti 2015 aðra grein í Netlu, sem hann skrifaði með samkennara sínum, Birgi Jónssyni, um og fjallar um aðferð sem þeir beittu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sínum sem þeir kenndu í FMOS með aðferðum sem þeir kenndu við Vörðuvikur og byggðust á því að taka viðtöl við nemendur þar sem áherslan er lögð á nemandi og kennari eigi samtal um námið og kennsluna.

Ívar Rafn hóf doktorsnám árið 2015 og ákvað að helga það leiðsagnarnámi. Í tengslum við doktorsverkefni sitt birti hann þrjár fræðigreinar í viðurkenndum vísindatímaritum, sjá hér

Eftirfarandi viðtal unnum við Ívar með þeim hætti að ég sendi honum spurningar sem hann svaraði og hann fékk líka umboð til að setja fram eigin spurningar. Textann höfðum við á svæði sem báðir höfðu aðgang að og smám saman tók textinn á sig þá mynd sem hér birtist. Lesa meira…

Let´s change education for the future. A dialogue with Dr. Anne Bamford

í Viðtöl

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Energetic, sharp and  inspiring – these are amongst the words that come into my mind when attempting to describe Dr. Anne Bamford, an educator, artist, and leader in the field of education. The School of Education at the University of Iceland was fortunate, when going through a self-evaluation quality process in 2022 and 2023, to engage Dr. Bamford as an external reviewer. Dr. Bamford, or Anne, as she allows us to call her – in Iceland we generally refer to each other by given names – visited the School of Education in March 2023. During the two and half days of her visit, Anne had numerous meetings with individuals and groups to gain insight into the current status of educational research within the School of Education.

As Dean and chair of the Self-Evaluation Committee, it was my role to make sure that the visit was productive and that Anne was provided with all the information she needed to make an informed review as well as recommendations on how we might better support our researchers, staff, and students to create important, innovative and impactful knowledge in the field of education. Lesa meira…

Breytum menntun til framtíðar: Samtal við Anne Bamford

í Viðtöl

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Orkumikil, skörp og áhrifamikil – eru lýsingarorð sem koma í huga þegar ég leita eftir orðum til að lýsa dr. Anne Bamford, kennara, listakonu og leiðtoga á sviði menntunar. Menntavísindasvið Háskóla Íslands lenti í lukkupottinum þegar það fékk Anne  sem ytri ráðgjafa í sjálfsmatsferli sviðsins árin 2022 og 2023. Anne starfaði um árabil sem yfirmaður menntamála hjá City of London sem er elsti borgarhluti Londonborgar. Hún hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á tengslum menntunar, lista, sköpunar og tækni. Hún kynnti hugtakið „heildstæð hæfni“ (e. fusion skills) til að lýsa þeirri hæfni sem þarf til að blómstra nú og í framtíðinni. Anne hefur um árabil starfað fyrir UNESCO og sem ráðgjafi, m.a. fyrir menntayfirvöld Danmerkur, Hollands, Belgíu, Íslands, Hong Kong, Írlands og Noregs.

Lesa meira…

Bestu kennslustundirnar eru þegar umræða skapast um þróun vísinda

í Viðtöl

Rætt við Valdimar Helgason einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Hér eru svör Valdimars Helgasonar sem tilnefndur var fyrir framúrskarandi árangur í raungreinakennslu. Lesa meira…

Verið sanngjörn, haldið í gleðina, fjörið og hafið gaman

í Viðtöl

Rætt við Mikael Marinó Rivera, kennara í Rimaskóla í Reykjavík, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Hér eru svör Mikaels Marinó Rivera, kennara við Rimaskóla í Reykjavík, sem tilnefndur var til menntaverðlaunanna fyrir áhugaverða kennslu, meðal annars fyrir að þróa fjölbreyttar valgreinar sem hafa höfðað til breiðs hóps nemenda.Mikael Lesa meira…

Ég hef lært að meta lykilhæfnina betur eftir því sem ég hef unnið meira með hana

í Viðtöl

Rætt við Guðríði Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni. Hér eru svör Guðríðar Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri sem tilnefnd var fyrir framúrskarandi skapandi kennslu og fyrir að deila námsefni og reynslu með öðrum kennurum. Lesa meira…

Skemmtilegast finnst mér þegar nemandi tekur eitthvað frá mér og bætir við eða breytir

í Viðtöl

Rætt við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir, kennara í Reykholtsskóla í Bláskógabyggð, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Ásta Kristjana Guðjónsdóttir

Viðtölin munu birtast á næstu dögum og er það fyrsta hér, við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir. Ásta var tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur við að einstaklingsmiða kennslu og koma til móts við nemendur með fjölbreyttar þarfir. Ásta lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990, diplómunámi í tölvu og upplýsingatækni frá sama skóla 2003. Síðan sneri hún sér að sérkennslufræðum og lauk meistaragráðu á því sviði 2009. Ásta hefur kennt í Reykholtskóla frá 2014, en hafði áður kennt við skóla víða um land, auk ritstjórnarvinnu hjá Námsgagnastofnun. Ásta hefur unnið að margþættum þróunarverkefnum, einkum verkefnum sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi. Undanfarin ár hefur hún unnið að innleiðingu upplýsingatækni í Reykholtsskóla með það að markmiði að auðvelda nemendum aðgengi að verkfærum sem stuðla að fjölbreyttari námsleiðum og verkefnaskilum. Ásta hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir kennara um tölvu- og snjalltækni í skólastarfi. Lesa meira…

Hugsa þarf hefðbundið hlutverk skólans upp á nýtt: Rætt um sjálfbærnimenntun við Allyson Macdonald og Ólaf Pál Jónsson

í Viðtöl

Súsanna Margrét Gestsdóttir ræðir við Allyson Macdonald og Ólaf Pál Jónsson

 

Í bókinni Tsjernóbylbæninni vitnar höfundur, Svetlana Aleksejevna, í aðalforstöðumann rannsóknarstofu Kjarnorkustofnunar Hvíta-Rúss sem lýsir ást sinni á eðlisfræði og þeirri ofurtrú sem hann eitt sinn hafði á framtíð mannkyns: „Lífið er stórmerkilegt fyrirbæri! Ég tilbað eðlisfræðina og hugsaði: Ég vil ekkert gera annað en að þjóna eðlisfræðinni en í dag langar mig til að skrifa. Til dæmis um það að maðurinn stendur í vegi fyrir vísindunum – heitt blóðið í æðum hans hindrar framgang þeirra. Litlar manneskjur með sín litlu vandamál“ (bls. 297). Leiðarstef bókarinnar er hvernig mannleg mistök (að ekki séu notuð sterkari orð) trompa vísindalega þekkingu sem liggur ljós fyrir en er ekki nýtt öllum til hagsbóta.

Allyson Macdonald og Ólafur Páll Jónsson eru á svipuðum slóðum í nýrri grein um sjálfbærnimenntun, „Pack for Sustainability: Navigating through Uncharted Educational Landscapes“, sem birtist nýlega (sjá hér). Fulltrúi Skólaþráða, Súsanna Margrét Gestsdóttir, hitti þau að máli til að ræða efni greinarinnar. Lesa meira…

Fara í Topp