Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

mars 2019

Kennslufræði vettvangsferða

í Greinar

Odd Ragnar Hunnes

 

Þann 25. maí 2018 var haldin ráðstefna á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til heiðurs Eggerti Lárussyni sjötugum en hann var um þær mundir að láta af störfum sem lektor í landfræði. Ráðstefnan fjallaði um leiðir til að efla landfræðikennslu í skólum. Odd Ragnar Hunnes, dósent við Høgskulen í Volda í Noregi, hélt athyglisvert erindi um kennslufræði vettvangsferða sem hann tengdi sjö ferðum til Íslands þar sem hann hefur farið um Suðvesturland með nemendum sínum – og notið leiðsagnar Eggerts. Ritstjórn Skólaþráða óskaði eftir leyfi til að birta erindið og var það góðfúslega veitt og birtist hér í þýðingu Eggerts. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

,,og ég held að traust sé upphaf og endir svo margra jákvæðra hluta í skólastarfi“ (Frelsi til að kafa djúpt IV)

í Greinar

Oddný Sturludóttir

Þá er komið að fjórðu og síðustu grein minni um fjórðu leið skólaumbóta, sem þeir Hargreaves og Shirley fjalla um í bókum sínum Fourth Way og The Global Fourth Way. Í henni koma fyrir hugtök eins og  traust, hvatning, væntingar, bjartsýni til náms, endurgjöf, hugsun, sjálfstæð vinnubrögð og starfsgleði. Greinarnar byggja á meistaraverkefni mínu Frelsi til að kafa djúpt sem lýsir og greinir skólastarf alþjóðlegs skóla í Mið-Austurlöndum, Gardens Secondary School (hér eftir nefndur GSS). Þar dvaldi ég á vettvangi sem rannsakandi í tvö misseri en þræði saman við ferlið sjónarhorni mínu sem foreldri barna í skólanum. Í fyrri greinum mínum hef ég fjallað um skólastarfið í tengslum við fjórðu leið skólaumbóta, um nálgun skólans gagnvart tilgangi og markmiðum menntunar og þriðja greinin fjallaði um hvernig skólinn stendur að námsmati og starfsþróun.  Í þessari grein mun ég beina sjónum mínum að skólamenningu. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Tækifæri framhaldsskólanema til að hafa áhrif á nám sitt: Menntun til lýðræðis eða ógn við námsmarkmið?

í Greinar

Valgerður S. Bjarnadóttir

 

Það er ástæða til að byrja á því að gera athugasemd við yfirskrift greinarinnar – að tækifæri nemenda til að hafa áhrif á nám sitt sé annað hvort menntun til lýðræðis eða ógn við námsmarkmið. Það er auðvitað ekki annað hvort eða; að ef við höfum meira af lýðræði þá höfum við minna af uppfylltum námsmarkmiðum. En stundum er umræðan á þá leið að það sé bara hægt að gera annað hvort. Jafnframt er gjarnan sett jafnaðarmerki á milli áhrifa, þátttöku og lýðræðis. Það er ekki heldur svo einfalt – það að geta haft áhrif á námið sitt þarf ekki að vera skylt lýðræði eða lýðræðismenntun. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Það mátti ekki heita friðarfræðsla – minningar námstjóra í samfélagsfræði

í Greinar

Sigþór Magnússon

 

Ég hóf kennslu í Mýrarhúsaskóla, ný útskrifaður, haustið 1973. Strax sumarið eftir fór ég, eins og títt var um kennara þá, á nokkur námskeið. Það var að koma út nýtt námsefni í stærðfræði, samfélagsfræði og fleiri námsgreinum. Mig, eins og fjölda annara kennara, hungraði eftir þessu nýja námsefni. Komandi vetur var ég, karlkennarinn, að fara að kenna öðrum og þriðja bekk. Líklega vakti það athygli því í lok þessara námskeiða var ég spurður hvort ég vildi tilraunakenna námsefni fyrir þessa aldurhópa í samfélagsfræði og stærðfræði. Ég sló til og þar með hófst í raun háskólanám mitt í kennslufræðum. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Áratugur í ráðuneyti – upprifjun námstjóra í náttúrufræði

í Greinar

Þorvaldur Örn Árnason

 

Ég starfaði í rúman áratug sem námstjóri í skólarannsókna- og skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins, fyrst í Ingólfsstræti 5, síðan í Skipholti 49 og síðustu árin í hvíta húsinu við Sölvhólsgötu 4, sem upphaflega var aðsetur Sambands íslenskra samvinnufélaga og hét þá deildin grunnskóladeild.

Ég er líffræðingur að mennt. Lærði við Háskóla Íslands og Háskólann í Þrándheimi. Útskrifaðist sem Cand. real frá Þrándheimi 1977 og hafði að auki tekið eins misseris diplómnám í umhverfisfræði, fyrsta árið sem það var kennt. Ég sérhæfði mig í gróðurrannsóknum, einkum uppgræðslu, og vann við það á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) á Keldnaholti á námsárunum og tæp tvö ár eftir útskrift, auk stundakennslu við Háskóla Íslands, Kennaraháskólann, Víghólaskóla og MH. Flutti svo til Ísafjarðar og kenndi þar við Menntaskólann 1979–1982. Á þeim árum tók ég kennsluréttindanám við Háskóla Íslands þar sem meðal kennara voru Ólafur Proppé og  Hrólfur Kjartansson, sem báðir urðu samstarfsmenn eftir að ég hóf störf sem námstjóri haustið 1982. Þegar ég var að flytja frá Ísafirði sendi ég nokkrum bréf, þar á meðal Hrólfi Kjartanssyni, og spurðist fyrir um kennarastarf í Reykjavík. Hann réð mig sem námstjóra í ráðuneytið! Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Haustþingin eru minnisstæð

í Greinar

Þórleif Drífa Jónsdóttir

 

Kæru málþingsgestir

Það er gaman að fá að vera hér í dag og rifja upp það sem gerðist fyrir löngu. Ég var svo heppin að taka þátt í þessu ævintýri og fá tækifæri til vinna með því frábæra fagfólki sem vann í Menntamálaráðuneytinu að skólaþróun, af hugsjón og lifði fyrir það sem það var að gera.

Þórir Sigurðsson, sem nú er látinnn, var námsstjóri í mynd- og handmennt, sem var samheiti yfir greinarnarnar smíði, handavinnu og myndmennt. Þórir bar hitann og þungann af því starfi sem unnið var undir merkjum mynd- og handmenntar og tengdi þessar greinar saman. Hann var frábær leiðtogi og yfirmaður.  Ég leit reyndar aldrei á hann sem yfirmann, því allt okkar samstarf byggðist á jafnréttisgrundvelli, sem þróaðist síðan í ómetanlega vináttu. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Skólinn á að ganga á undan með góðu fordæmi

í Greinar

Aðalheiður Auðunsdóttir

 

Ég hóf störf sem námstjóri í heimilisfræði í skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins 1983 og vann þar til ársins 1992. Ég tók við góðu búi af forvera mínum Bryndísi Steinþórsdóttur. Það kom sér vel fyrir mig að hafa unnið í starfshópi með henni og fleiri góðum kennurum að framgangi heimilisfræðinnar, meðal annars að því að nemendur í yngri aldurshópum fengju kennslu í heimilisfræði.

Ég er menntaður heimilisfræðikennari, kenndi matreiðslu, næringar- og neytendafræði við Húsmæðrakóla Reykjavíkur, næringarfræði við framhaldsdeild Víghólaskóla og var síðan búin að kenna heimilisfræði í grunnskólum í níu ár þegar ég hóf störf í Menntamálaráðuneytinu. Ég hafði áhuga og metnað til að vinna að framgangi heimilisfræði á Íslandi og var reiðubúin í þetta skemmtilega verkefni sem námstjórastaðan bauð.

Með nýjum grunnskólalögum árið 1974 var brotið blað í íslenskri skólasögu. Kveðið var á um jafnan rétt pilta og stúlkna til náms í öllum námsgreinum grunnskólans.  Heimilisfræði varð skyldunámsgrein fyrir pilta og smíðar skyldunámsgrein fyrir stúlkur. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp