Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

maí 2017

Nám á nýjum nótum í Hólabrekkuskóla

í Greinar


Anna María Þorkelsdóttir, dönskukennari og UT verkefnastjóri


Haustið 2015 hófum við í Hólabrekkuskóla vegferð sem hefur skilað okkur og nemendum okkar heilmikilli hæfni og reynslu sem nýtist okkur öllum til framtíðar. Við ákváðum að endurskipuleggja námið í unglingadeild þannig að alla miðvikudaga vinna nemendur í fimm kennslustundir að mismunandi þemum. Hvert þema stendur yfir í fjórar vikur og lýkur oftast með sýningu sem jafnframt er notuð við mat á verkefnunum. Þemun eru skráð í stundaskrá nemenda og kennara og standa yfir allan veturinn. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Smiðjuhelgar í Grunnskóla Borgarfjarðar

í Greinar

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir


Grunnskóli Borgarfjarðar starfar á þremur stöðum, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Þetta voru áður sjálfstæðir skólar en voru sameinaðir árið 2010.  Smiðjuhelgar hafa  frá upphafi verið hluti af skólastarfinu. Áður höfðu þær verið við lýði í Varmalandsskóla frá árinu 2007. Smiðjurnar eru haldnar tvisvar sinnum á hverju skólaári, fyrir og eftir áramót og eru ætlaðar nemendum á unglingastigi. Unglingarnir eru einum tíma skemur  á viku í skólanum en viðmið gera ráð fyrir, en í staðinn vinna þeir með þessum hætti eina helgi á önn. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp