Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

febrúar 2022

Hænurnar á hólnum: Menntun til sjálfbærni á leikskólanum Urðarhóli

í Greinar

Birna Bjarnarson

 

Það er ekki algengt að leikskólar haldi dýr. Heilsuleikskólinn Urdarhóll hefur undanfarið verið með sex hænur í litlu húsi á leikskólalóðinni og skiptist starfsfólk og börn leikskólans á að sjá um þær á virkum dögum og fjölskyldur barnanna um helgar. Hænurnar fá matarafganga eftir matartímann í leikskólanum og þannig minnkar magnið af lífrænu sorpi sem annars er sent í burtu. Hænurnar gefa svo frá sér egg sem síðan nýtast í leikskólanum.

Umhverfismál er okkur flestum ofarlega í huga. Við heyrum af því í fjölmiðlum að tími sé kominn til að við breytum hegðun okkar og neyslu ef ekki á illa að fara. Fjöldi heimila, fyrirtækja og opinberra stofnana eru nú þegar byrjuð að breyta rekstri sínum með því að minnka neyslu og sóun. Þar er helst að nefna flokkun á rusli og forgangsröðun í rekstri auk breytinga á orkugjöfum með því að nota rafmagn frekar en bensín og olíu. Mörg bæjarfélög bjóða nú upp á sorpflokkun þar sem hægt er að flokka plast, pappa, málma og jafnvel lífrænt sorp.

Fjölmargir leikskólar eru að vinna að Grænfánaverkefni sem er alþjóðlegt umhverfismenntunarverkefni rekið af Landvernd. Markmið Grænfánaverkefnisins er að auka umhverfisvitund í skólum landsins, vinna að aukinni menntun varðandi sjálfbærni og styrkja umhverfisstefnur skólanna, meðal annars með því minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Leikandi málörvun í leikskóla – lengi býr að fyrstu gerð

í Greinar

Ingibjörg Sif Stefánsdóttir og Árdís H. Jónsdóttir

 

Í þessari grein verður stiklað á stóru um mál og læsisnám yngstu barnanna í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Fjallað verður um mikilvægi orðaforðanáms og hvernig markviss málörvun fer fram frá upphafi leikskólagöngunnar með stigbundnum hætti. Rætt verður um málörvun fyrir börn með seinkaðan málþroska og ört stækkandi hóp fjöltyngdra barna á Íslandi.

Í Tjarnarseli tvinnast leikur barnanna saman við allt skólastarfið. Litið er á leikinn sem rauðan þráð í þétt ofinni fléttu margra námsþátta. Enginn vafi leikur á mikilvægi hans fyrir þroska barna, þau gleyma sér í skemmtilegum og sjálfsprottnum leik sem einkennist af krafti, gleði og áhuga. Leikurinn byggir undir nám og hæfni til að takast á við áframhaldandi skólagöngu. Ef börnum leiðist læra þau lítið sem ekkert. Þess vegna er brýnt að námsumhverfi barna veki forvitni og áhuga (Shalberg og Doyle, 2019). Í Tjarnarseli er meðal annarra horft til hugmynda John Dewey, sem benti á að börn lærðu mest með því að byggja ofan á fyrri reynslu sína og öðluðust þannig óbeina menntun. Einnig er litið til hugmynda Ingrid Pramling um að börn séu leikandi námsmenn (Ingrid Pramling, 2006) og Lev Vygotsky sem jók skilning manna á mikilvægi leiksins með skrifum sínum um leikinn sem leiðandi afl í uppeldi og þroska barna (Dale, 1997).

Kenningar þessara fræðimanna birtast til að mynda í að sjálfsprottnum leik er gefinn langur samfelldur tími bæði úti og inni. Leitast er við að skapa umgjörð um leikinn þar sem börnin geta fylgt eftir eigin áhugahvöt hverju sinni. Fjölbreytt leikefni er í boði með áherslu á opinn og skapandi efnivið eins og kubba af margvíslegum stærðum og gerðum, efni til listsköpunar, leir, stærðfræðileg viðfangsefni, bækur og spil. Verðlaus efniviður sem til fellur í leikskólanum og á heimilum kennara og barna er notaður til listsköpunar sem og leikja innandyra og í garði skólans. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Læsisstefna Grænuvalla: Þróunarverkefni um starfsþróun kennara í samstarfi við Menntamálaráðuneytið og MSHA

í Greinar

Unnur Ösp Guðmundsdóttir

 

Leikskólinn Grænuvellir er átta deilda leikskóli á Húsavík. Í honum dvelja um 140-150 börn frá eins til sex ára. Mikil áhersla er lögð á leikinn, útikennslu, læsi, tónlist, lýðræði og jákvæðan aga.

Á haustmánuðum 2018 höfðu aðilar úr samstarfsráði um starfsþróun samband við stjórnendur Grænuvalla og buðu skólanum þátttöku í þróunarverkefni um starfsþróun kennara, ásamt þremur öðrum skólum. Samstarfsráð er samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitafélaga, Kennarasambands Íslands, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Listaháskóla Íslands og Skólameistarafélags Íslands. Markmið samstarfsins er aukin starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.

Eftir nokkrar umræður var ákveðið að taka þátt í verkefninu enda bætt aðgengi að endur- og símenntun kennara utan höfuðborgarsvæðisins mjög mikilvægt að okkar mati. Sex manna teymi vann verkefnið saman en það var samsett af stjórnendum leikskólans ásamt deildarstjórum eins til sex ára barna þannig að sérfræðiþekking kennara frá öllum aldurshópum leikskólans var nýtt í stefnuna. Hópurinn var stórhuga í byrjun, ætlaði að sigra heiminn og vinna upp allt sem tími hafði ekki unnist til að gera undanfarin ár. Markmiðin voru háleit, en fljótlega komu samstarfsaðilar verkefnisins frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri okkur niður á jörðina, enda voru þessi markmið allt of viðamikil fyrir tímarammann og fjármagnið sem lagt var í verkefnið. Eftir forgangsröðun kom í ljós að ný læsisstefna var mest aðkallandi og hófst þá hugmyndavinna að henni. Hópurinn fundaði einu sinni til tvisvar í mánuði og þess á milli setti verkefnastjóri stefnuna upp eftir hugmyndum hópsins.

Í þessari grein verður fjallað um tilurð læsisstefnu Grænuvalla, þróun hennar og hvernig unnið er með hana í leikskólanum. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp