Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

janúar 2025

Spjallmenni í kennslu

í Greinar

Fríða Gylfadóttir og Tinna Ösp Arnardóttir

 

Umræða er nú mikil um hvaða tækifæri notkun gervigreindar býður upp á í námi og kennslu. Margir álíta að hún bjóði upp á framfarir á meðan aðrir hafa efasemdir um gildi hennar í menntun. Í ljósi þessa þurfa kennarar að íhuga markvisst þá möguleika sem gervigreind býður uppá í kennslu en líka þær áskoranir sem tilkoma hennar inn í skólastarf hefur í för með sér. Með notkun gervigreindar hafa kennarar tækifæri til að endurskipuleggja vinnu sína og jafnvel hugsa kennsluna upp á nýtt. Gott dæmi um slíka nýsköpun er notkun spjallmenna í kennslu, en þeim er hægt að beita til að veita nemendum persónulega einstaklingsmiðaða aðstoð, þau má nota til að dýpka skilning og auka virkni nemenda í kennslustofunni. Hér verður sagt frá dæmi um þetta sem byggir á reynslu okkar sem kennarar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Námsumhverfi K2 (Tækni- og vísindaleiðinni) í Tækniskólanum

í Greinar

Sigríður Halldóra Pálsdóttir

 

Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til „samkeppni“ um áhugavert námsumhverfi. „Samkeppninni“ var fylgt úr hlaði með þessum orðum:

Margir kennarar, sem og þeir sem skipuleggja félags- og tómstundastarf, leggja rækt við að skipuleggja frjótt og skapandi umhverfi fyrir nemendur (og stundum með þátttöku þeirra). Nefna má umhverfi í leikskóladeildum eða skólastofur eða önnur námsrými í grunn- og framhaldskólum. Ekki má gleyma list- og verkgreinastofum, verkstæðum eða öðrum rýmum fyrir skapandi starf. Enn má nefna útikennslustofur, leikvelli, skólasöfn og aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf. Snjallar lausnir við að skipuleggja rafrænt námsumhverfi koma einnig til greina.

Við hvetjum ykkur til að senda okkur myndir af námsumhverfi sem þið hafið skipulagt og látið fylgja greinargóðar lýsingar, skýringar, uppdrætti eða teikningar eftir því sem nauðsynlegt er. Efnið á að vera tilbúið til birtingar og áskilja samtökin sér rétt til að birta efnið í Skólaþráðum í samráði við þá sem leggja það til.

Gæsalappirnar utan um orðið „samkeppni“ vísa til þess að dregið  var um það hver fengju verðlaunin, en alls bárust á annan tug lýsinga. Meðal þeirra sem sendu framlag var Sigríður Halldóra Pálsdóttir brautarstjóri á K2: Tækni- og vísindaleið Tækniskólans.

Hér lýsir hún þessu sérstaka og áhugaverða námsumhverfi: Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp