Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

apríl 2018

Að kynnast umhverfi sínu – átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar

í Greinar


Svanborg Tryggvadóttir

 

Í dag, 20. apríl, eru ánægjuleg tímamót hjá okkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar þegar við opnum nýja heimasíðu um átthagafræði.   Átthagafræðin hefur verið fastur liður í skólastarfi okkar í 1.– 10. bekk síðastliðin átta ár.

Forsaga þess að átthagafræði varð námsgrein við skólann er sú að þegar unnið var að skólastefnu Snæfellsbæjar árið 2009 vaknaði áhugi meðal starfsfólks Grunnskóla Snæfellsbæjar á  að auka þekkingu nemenda á heimabyggð sinni. Skipuð var nefnd sem vann að því að innleiða námsgreinina átthagafræði við grunnskólann. Skólinn fékk styrk úr Vonarsjóði 2009 til að vinna að gerð námskrárinnar og tilraunaútgáfa kom út í janúar 2010. Síðan þá hefur námskráin verið í stöðugri þróun.  Þó svo að námskráin hafi í upphafi verið unnin áður en núgildandi aðalnámskrá grunnskóla kom út hefur hún sterka tengingu í innihald hennar eins og grunnþættina læsi, sjálfbærni og sköpun. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Hvað er hvað og hvað þarf til?

í Greinar


Guðbjörg R. Þórisdóttir

 

Nú eru liðin um tvö og hálft ár frá því að sveitarfélög og ríki gerðu með sér Þjóðarsáttmála um læsi en á þessum tíma hafa ýmsar aðgerðir og verkefni litið dagsins ljós. Sveitarfélög hafa mörg hver sett sér læsisstefnu, skólar hafa hrundið af stað metnaðarfullum áætlunum til að bæta læsi nemenda sinna og bókasöfn hafa hugað enn betur að ungum viðskiptavinum sínum svo dæmi séu tekin. Læsisverkefni Menntamálastofnunar hefur átt farsælt samstarf við fjölda stofnana og félagasamtaka og er það einkar ánægjulegt hve margir hafa lýst sig reiðubúna að leggja hönd á plóg við að bæta læsi íslenskra barna. Að öðrum ólöstuðum hefur samstarfið við Ríkisútvarpið verið einkar gjöfult en verkefnið Sögur hefur teygt anga sína víða og er nú svo komið að mynduð hafa verið regnhlífarsamtökin Sögur-barnamenning á Íslandi. Aðilar að þeim eru Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, Borgarleikhúsið, Borgarbókasafnið, Barnamenningarhátíð, IBBY, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Reykjavíkurborg, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Miðja máls og læsis, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Útvarpsleikhúsið. Læsisverkefnið hefur einnig átt samstarf við fræðimenn innan háskólasamfélagsins, Kennarasamband Íslands, Samtök fagfólks á almenningsbókasöfnum, Félag fagfólks á skólasöfnum og Heimili og skóla en þessi listi er ekki tæmandi. Gunnar Helgason, rithöfundur og formaður SÍUNG, hefur nýlokið ferð sinni til grunnskóla á Austurlandi á vegum verkefnisins þar sem hann kynnti m.a. gildi læsis og mikilvægi þess að vera duglegur að lesa. Fleiri slík verkefni munu líta dagsins ljós á komandi hausti. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp