Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Greinasöfn úr efnisflokkum

Greinar

Starfendarannsóknir efla starfsþróun kennara og stuðla að jákvæðum breytingum í skólastarfi

í Greinar

Hjördís Þorgeirsdóttir

 

Starfendarannsóknarhópur Menntaskólans við Sund (MS) hefur starfað í 18 ár og hér ætla ég að lýsa hópnum með áherslu á þá þætti sem styrkja hann og hafa stuðlað að því að hópurinn hefur lifað góðu lífi svo lengi sem raun ber vitni. Einnig ætla ég að lýsa þeim áhrifum sem starf hópsins hefur haft á starfsþróun kennara og grósku skólastarfs í MS. Að lokum fjalla ég um styrkleika starfendarannsókna sem og þá togstreitu sem fylgir þeim. Ég hef starfað með starfenda-rannsóknarhópnum frá upphafi, fyrst sem konrektor MS í tólf ár og síðustu fimm árin sem félagsfræðikennari, þangað til ég fór á eftirlaun fyrir ári síðan. Greinin er byggð á doktorsritgerð minni frá 2016, rannsóknarskýrslu minni frá 2020 um leiðsagnarnám og reynslu minni sem þátttakandi í hópnum. Doktorsverkefnið vann ég með starfendarannsóknarhópnum í MS og tengdum við saman starfendarannsóknir byggðar á aðferðafræði Jean McNiff (2016, McNiff og Whitehead, 2006) og starfsemiskenningu Yrjö Engestöm um útvíkkað nám (2007) til að efla starfsþróun kennara. Lesa meira…

Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta

í Greinar

Aron Laxdal og Sveinn Þorgeirsson

 

Kennsla í skólaíþróttum virðist einkennast af heilsuorðræðu, íþróttavæðingu og óhóflegri áherslu á keppni. Skoðun höfunda þessarar greinar er að endurskoða þurfi kennsluhætti og inntak í þessari mikilvægu námsgrein. Mögulegar afleiðingar núverandi áherslna eru fjölmargar og margþættar, og geta haft neikvæð áhrif á viðhorf ákveðinna nemenda til hreyfingar og almennrar líkams- og heilsuræktar til lengri tíma. Með ákveðnum breytingum væri hægt að bjóða flestum nemendum upp á kennslu við hæfi; þar sem innri gildi hreyfingar, samvinna og háttvísi fengi meira vægi en núverandi áhersla á líkamlegt atgervi og færni í einstökum íþróttagreinum. Slík nálgun myndi að öllum líkindum hafa betri langtímaáhrif á lýðheilsu þjóðarinnar en núverandi nálgun gerir. Lesa meira…

Oddaflugið: Sagan af þróun námsmats í Sæmundarskóla

í Greinar

Eygló Friðriksdóttir

 

Líkja má skólaþróun við oddaflug. Kennarar skólans skiptast á að leiða flugið og taka á sig mesta vindinn. Á milli er hægt að hvíla örlítið, fljúga aftar í hópnum, en það er aldrei hægt að stoppa. Hópurinn er á hreyfingu, stöðugt þarf að skipuleggja, undirbúa, kenna nemendum, meta vinnu þeirra, endurmeta kennslufyrirkomulagið. Nám og kennsla er endalaus vegferð.

Skólastarf hófst í Sæmundarseli við Ingunnarskóla haustið 2004, en skólinn varð sjálfstæður um áramótin 2006-2007. Fyrstu nemendur skólans voru fimmtíu talsins í 1.-4. bekk. Nú eru þeir um fimm hundruð í 1.-10. bekk. Í upphafi voru áherslur skólans samþætting námsgreina, einstaklingsmiðað nám og útikennsla en þær hafa breyst. Nú má segja að sýn skólans snúist um góða samræmda starfshætti. Gæðakennslu þar sem hægt er að fara fjölbreyttar leiðir í námi og námsmati. Frasi sem Vivian Robinson (2011) vitnar í hefur orðið að okkar starfskenningu: Aðalatriðið er að hafa aðalatriðið alltaf aðalatriðið. Þetta aðalatriði er nám og kennsla. Þetta hljómar einfalt en er það alls ekki. Stöðugt þarf að leita nýrri og betri leiða, vanda undirbúning, velja viðeigandi námsleiðir. Stundum að nota útikennslu, stundum eru námsgreinar samþættar. Ávallt er reynt að koma til móts við ólíka nemendur, ekki lengur með því að nemendur vinni námsáætlanir eins og unnið var að í árdaga skólans. Nú er áherslan á hæfnimiðað nám, að hafa markmið og hæfniviðmið skýr og möguleika á fjölbreyttum verkefnaskilum. Nemendur hafa gjarnan bæði val um hvernig þeir læra og hvernig þeir sýna það sem þeir kunna.

Þessi greinarstúfur fjalla um þetta síðastnefnda, námsmatið sem vísar veginn og um þróun þess í Sæmundarskóla. Lesa meira…

Edukacja i szkoła – teraźniejszość i potencjalne wersje przyszłości – tematy do przemyślenia

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

Jón Torfi Jónasson, emerytowany profesor nauk pedagogicznych, obchodził w ubiegłym roku okrągłe urodziny. Z tej okazji, 11 listopada 2022 r., Wydział Edukacji Uniwersytetu Islandzkiego  zorganizował seminarium na temat przyszłości edukacji i spojrzenia na nią z różnych perspektyw. Opublikowany został również specjalny numer „Netla”, bazujący na tej samej koncepcji. W trakcie seminarium profesor Jónasson przedstawił listę tematów w dziedzinie edukacji, które, jak argumentował, są zwykle marginalizowane, a zdecydowanie zasługują na przemyślaną dyskusję. Swoje wystąpienie Jón Torfi Jónasson poprzedził następującymi słowami: Dyskurs edukacyjny zawsze był złożony, nadal taki jest i taki będzie. Moim zdaniem, istnieją pewne podstawowe kwestie, które powinny zostać poruszone i przedyskutowane, zanim zajmiemy się mnóstwem innych mniej istotnych problemów. Przedstawię pewne twierdzenia, które uważam za bardzo ważne, i które moim zdaniem powinny zostać poddane debacie. Postaram się krótko wyjaśnić każde z nich. Tylko pierwsze stwierdzenie jest specyficznie islandzkie.

Wystąpienie w języku islandzkimWystąpienie w języku angielskim Lesa meira…

Education and school – the present and the potential futures – points for contemplation

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

On November 11th 2022, the School of Education held a seminar on the future of education from different perspectives to honour Jón Torfi Jónasson, who has for a long time taught and researched education at the University of Iceland. A special issue of Netla was also published based on the same rationale. Towards the end of the meeting, Jónasson presented a list of topics and he argued that they tended to be marginalised in the educational arena but certainly deserved thoughtful discussion. Education needs such discourse. He presented these points with the following preamble: Educational discourse has always been complex and continues to be so. I suggest that there are certain basic tenets that should be brought to the fore and debated, perhaps before other issues are taken up in the school or educational discourse; often mundane issues that tend to marginalise the most important ones. I make certain claims that I feel are very important, which at the very least need to be debated. I briefly attempt a clarification in each case. Only the first statement is specifically Icelandic.

The article in IcelandicThe article in Polish

Lesa meira…

Menntun og skóli, — nútíðin og framtíðir sem koma – efni til hugleiðingar

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

Jón Torfi Jónasson, fyrrverandi prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti stórafmæli á síðasta ári. Af því tilefni var gefið út afmælisrit honum til heiðurs (sjá hér). Jafnframt var efnt til ráðstefnu þar sem fjallað var um framtíð menntunar frá ólíkum sjónarhornum. Á ráðstefnunni flutti Jón Torfi stutt ávarp þar sem hann varpaði fram fullyrðingum um mennta- og skólamál sem hann taldi mikilvægt að ræða og deila um. Ritstjórn Skólaþráða falaðist eftir því að fá að birta þetta yfirlit og lét Jón Torfi það góðfúslega í té með þessum orðum: Umræða um menntun hefur ætíð verið flókin og verður það áfram. Ég tel að nokkur grundvallaratriði ætti að setja á stall og ræða áður en fjölmargt annað tekur völdin í mennta- eða skólaumræðunni og jaðarsetur það sem hér er nefnt. Ég set fram ákveðnar fullyrðingar sem ég tel að ættu að hafa forgang í umræðu um menntun og legg fram örstutta útskýringu í hverju tilviki. Aðeins fyrsta atriðið er séríslenskt.

Að tillögu Jóns Torfa er ávarpið  birt hér í Skólaþráðum á íslensku, ensku (sjá hér) og pólsku (sjá hér). Lesa meira…

Að móta öðruvísi enskukennslu – Reynsla af vendinámi við enskukennslu í framhaldsskóla

í Greinar

Geir Finnsson

 

Undanfarið ár hef ég notið þeirra forréttinda að fá að kenna ensku í framhaldsskóla. Rétt eins og mér var sagt þegar ég hóf störf fyrir um einu og hálfu ári síðan hefur starfið reynst afskaplega gefandi og skemmtilegt.

Þess ber hins vegar að geta að skólinn sem ég kenni við, Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) við Keili, er frábrugðinn öðrum framhaldsskólum. Þessi nýjasti framhaldsskóli landsins, stofnaður árið 2019, er ekki aðeins óvenjulegur að því leyti að bjóða upp á tölvuleikjagerðarbraut, heldur fer kennslan þar einvörðungu fram með vendinámi. Lesa meira…

Chaotic first action plan in education

í Greinar

Hermína Gunnþórsdóttir and Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

September 2021 saw the publication of a document named Education Policy 2030. First Action Plan 2021-2024 (Ministry of Education and Culture, 2021). The plan is intended to serve as a follow-up to Parliamentary resolution on education policy for the years 2021–2030, no. 16. This is probably the most significant document on educational policy since the publication of the national curriculum guide for preschools, compulsory schools and secondary schools in 2011 and 2013 (compulsory school subject areas in the latter year). Consequently, this is an official paper which deserves careful scrutiny. Here, we, on the one hand, recount the events leading up to the publication of this action plan and, on the other, carefully examine the content and format of this first action plan relating to a new education policy.

In a nutshell, the plan is a compilation of actions and work components with little or no prioritization, nor is it placed in the context of other current policy documents. When plans for two new laws were published 17 October 2022 by the governmental consultative board a priority arrangement appeared, however, to the effect that the first two actions were of highest importance; on the one hand Planned legislation – school services and, on the other, Planned legislation – a new organization (Ministry of Education and Culture, 2022a, 2022b). Lesa meira…

Námskraftur eykur áhuga og ábyrgð nemenda á náminu

í Greinar

Hjördís Þorgeirsdóttir

 

Þessi grein er byggð á starfendarannsókn sem ég gerði sem félagsfræðikennari í Menntaskólanum við Sund frá 2017 til 2022 um leiðsagnarnám og námskraft nemenda. Hér beini ég athyglinni að námskraftinum sem er mjög mikilvægur til að auka áhuga og ábyrgð nemenda í fjölbreyttri verkefnavinnu sem leiðsagnarnám grundvallast á. Ég fékk rannsóknarstyrk frá Kennarasambandi Íslands, skilaði skýrslu um hana 2020 (sjá hér). Haustið 2017 var ég að hefja kennslu á ný eftir að hafa verið konrektor við MS í 15 ár.  Þá var nýbúið að taka upp nýtt þriggja anna kerfi í MS með þremur jafnlöngum önnum, haust-, vetrar- og vorönn. Hver önn hefur 50 kennsludaga og 10 námsmatsdaga sem er dreift yfir önnina. Við hættum með lokapróf og hefðbundinn prófatíma en höfum nú símat í öllum áföngum. Nemendur eru í fjórum til fimm námsgreinum á önn og aðeins þremur á hverjum degi í kennslustundum sem eru 80 til 120 mínútur að lengd. Þetta er mjög góður jarðvegur fyrir leiðsagnarnám byggt á verkefnabundnu námi. Þegar við breyttum yfir í verkefnabundið nám þá fluttist áherslan frá kennslu yfir í nám og við fórum að hugsa meira um að fá nemendur til að læra að læra. Það kom í ljós hvað það skipti miklu máli að nemendur hefðu trú á eigin getu, hefðu áhuga á náminu og gætu bæði unnið sjálfstætt og með öðrum nemendum. Þá kom hugmyndafræðin um námkraftinn sterk inn hjá okkur. Lesa meira…

Lokaverkefni byggð á hugmyndum eflandi kennslufræði

í Greinar

Helga Birgisdóttir og Sigríður Halldóra Pálsdóttir

 

Allt nám hefur mótandi áhrif á einstaklinga og í því er fólginn vegvísir.  Við Tækniskólann hefur frá hausti 2016 verið starfrækt stúdentsbrautin K2: Tækni- og vísindaleið. Á brautinni er markvisst unnið með þá hugmyndafræði að til að árangursríkt nám geti farið fram þarf að bjóða nemendum  upp á efnivið sem ýtir undir virkni þeirra og tengist daglegu lífi og áhugaverðum málefnum. Á brautinni eru alla jafna þrjár bekkjardeildir í þremur árgöngum og er námið lagt upp þannig að hverri önn er skipt upp í tvær spannir. Nám og kennsla á K2 hefur frá upphafi verið skipulagt með það að leiðarljósi að gefa nemendum tækifæri á að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum í umhverfi sem er bæði skapandi og örvandi. Á brautinni er nú, um sjö árum eftir stofnun hennar, höfuðáhersla á verkefnastýrt nám þar sem hugmyndafræði leiðsagnarnáms er í forgrunni.

Tilgangur þessarar greinar er ekki að fjalla um þá bók- og verknámsáfanga sem eru til grundvallar stúdentsprófi á brautinni, heldur að skoða sérstaklega lokaverkefni sem eru á dagskrá nemenda svo til hverja önn, þróun þeirra og framtíðarsýn. Þessi lokaverkefni eru þverfagleg og byggð í kringum grunnþætti menntunar, eins og þeir eru settir fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011), auk þess sem unnið er með ákveðna þætti sem tengjast lykilhæfni og hæfniviðmiðum þeirra faggreina sem tengjast hverju verkefni fyrir sig.

Hér verður gerð grein fyrir þróun, skipulagi og framtíð lokaverkefnanna og þeim kennslu- og námsaðferðum sem þar er beitt með sérstakri áherslu á það hvernig hægt er að vinna á skapandi hátt en um leið í takt við aðalnámskrána og skapa þannig vegvísa framtíðar fyrir nemendur okkar. Stiklað verður á stóru um hugmyndafræðina, fjallað um samstarfsaðila og ólík viðfangsefni, virkar náms- og kennsluaðferðir, markmið, hæfniviðmið, lykilþætti og námsmat. Lesa meira…

1 2 3 19
Fara í Topp