Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

október 2020

Að móta sitt eigið nám

í Greinar

Aðalheiður Halldórsdóttir, Erla Gígja Garðarsdóttir, Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir og Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir

Í Kópavogi hafa verið starfandi sérdeildir í um 20 ár. Í Kópavogsskóla heitir sérdeildin Námsver, í Snælandsskóla Smiðja og í Álfhólsskóla Einhverfudeild. Hlutverk námsversins er að veita nemendum með skilgreindar sérþarfir nám við hæfi í sérhæfðu umhverfi í lengri eða skemmri tíma. Nemandi innritast í deildina þegar sýnt þykir að almennt nám og kennsluhættir hæfa ekki þörfum hans (sjá nánar hér). Allir nemendur Námsvers eru skráðir í almenna bekki og taka þátt í bekkjarstarfi og sameiginlegum athöfnum skólans eins og kostur er. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Í sporum annarra: Nemendur setja sig í spor unglinga frá öðrum menningarheimi

í Greinar

Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun

 

Þessi grein fjallar um verkefnið Í sporum annarra sem ætlað er nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið þróaði ég í tengslum við meistaraprófsverkefni mitt með kennurum og nemendum á unglingastigi í skóla á Norðurlandi haustið 2018. Leiðbeinendur mínir, Ingvar Sigurgeirsson og Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir, hvöttu mig til að koma hugmyndinni á framfæri. Vonandi vekur verkefnið áhuga og hvetur fleiri kennara til að prófa hliðstæðar hugmyndir. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Að hugsa saman

í Pistlar

Hafþór Guðjónsson

 

Í síðasta pistli mínum hér í Skólaþráðum sagði ég frá Douglas Barnes sem rannsakaði bekkjartal í grunnskólum á Englandi á síðasta þriðjungi 20. aldar og þá sérstaklega samræður nemenda í hópavinnu. Með hugsmíðahyggju að leiðarljósi auðnaðist Barnes að skilja hve samræður nemenda geta skipt miklu máli í skólastarfi; að þær séu, þegar best lætur, lykill að góðum skilningi á námsefninu.

Barnes ýtti við rannsakendum. Áhugi þeirra beindist nú í vaxandi mæli að tengslum náms og tungumáls. Hvernig er þessum tengslum háttað? – spurðu þeir. Fram að þessu (fyrir 1970) hafði tungumálinu ekki verið gefinn mikill gaumur í rannsóknum á skólastarfi. Almennt gerðu menn ráð fyrir því að orðlæg samskipti ættu sér stað með eftirfarandi hætti: sendandi hugsar eitthvað, setur hugsanir sínar í orð, sendir þau móttakanda sem tekur við þeim og „les“ úr þeim hugsun sendandans. Þessi leiðslulíking (e. conduit metaphor)[i] hefur búið með okkur um aldir og sett mark á skólastarf: Að kenna merkir að miðla hugsunum, að læra merkir að taka við því sem aðrir hafa hugsað og gildir þá einu hvort við köllum slíkar hugsanir þekkingu, upplýsingar, þekkingaratriði, staðreyndir, lögmál eða reglur. Í öllum tilvikum erum við að tala um eitthvað „frágengið“, eitthvað sem þarf ekki að ræða. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Rýnital og kynningartal

í Pistlar

Hafþór Guðjónsson

 

Í pistlum mínum í Skólaþráðum hef ég ósjaldan komið inn á samræðuna, síðast í pistlinum Fyrirlesturinn sem ekki varð. Þar sagði ég frá því þegar mér var boðið að halda fyrirlestur um starfendarannsóknir í námskeiði fyrir iðngreinafólk á Menntavísindasviði Háskóla Íslands en datt inn í svo fjári góðar samræður við nemendur að ég gleymdi tímanum. Það varð sum sé lítið úr fyrirhuguðum fyrirlestri. Engu að síður virtust nemendur sáttir í lokin. Sumir kvöddu mig með handabandi. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp