Áhugavert námsumhverfi: Námsrými í 8. bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi
Aldís Aðalsteinsdóttir, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson og Þorbjörg María Ólafsdóttir
Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til „samkeppni“ um áhugavert námsumhverfi. „Samkeppninni“ var fylgt úr hlaði með þessum orðum:
Margir kennarar, sem og þeir sem skipuleggja félags- og tómstundastarf, leggja rækt við að skipuleggja frjótt og skapandi umhverfi fyrir nemendur (og stundum með þátttöku þeirra). Nefna má umhverfi í leikskóladeildum eða skólastofur eða önnur námsrými í grunn- og framhaldskólum. Ekki má gleyma list- og verkgreinastofum, verkstæðum eða öðrum rýmum fyrir skapandi starf. Enn má nefna útikennslustofur, leikvelli, skólasöfn og aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf. Snjallar lausnir við að skipuleggja rafrænt námsumhverfi koma einnig til greina.
Við hvetjum ykkur til að senda okkur myndir af námsumhverfi sem þið hafið skipulagt og látið fylgja greinagóðar lýsingar, skýringar, uppdrætti eða teikningar eftir því sem nauðsynlegt er. Efnið á að vera tilbúið til birtingar og áskilja samtökin sér rétt til að birta efnið í Skólaþráðum í samráði við þá sem leggja það til.
Gæsalappirnar utan um orðið „samkeppni“ vísa til þess að dregið var um það hver fengju verðlaunin, en alls bárust á annan tug lýsinga. Meðal þeirra sem sendu framlag voru þrír kennarar við Brekkubæjarskóla á Akranesi, þau Aldís Aðalsteinsdóttir, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson og Þorbjörg María Ólafsdóttir.
Hér lýsa þau þessu skemmtilega námsumhverfi í orðum og myndum. Lesa meira…