Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Author

Ingvar Sigurgeirsson

Ingvar Sigurgeirsson has 240 articles published.

Dýrir háskólar og þjóð í vanda: Um bókina After the ivory tower falls eftir Will Bunch

í Ritdómar

Atli Harðarson

 

Will Bunch er bandarískur blaðamaður og samfélagsrýnir. Bók hans After the ivory tower falls: How college broke the American dream and blew up our politics—and how to fix it (Þegar fílabeinsturninn er hruninn: Hvernig háskólarnir eyðilögðu ameríska drauminn og rústuðu stjórnmálum okkar – og hvað er til ráða) kom út í fyrra og hefur vakið verulega athygli. Í þessu 320 blaðsíðna riti segir Bunch sögu háskólamenntunar í Bandaríkjunum frá miðri síðustu öld til dagsins í dag og rökstyður að margt sem aflaga hefur farið í stjórnmálum þar í landi á síðustu áratugum tengist því hve dýrt er fyrir einstaklinga að afla sér háskólamenntunar. Lesa meira…

„Í skólum þar sem áhersla er á leiðsagnarnám er rík jafningjamenning“ Viðtal við Ívar Rafn Jónsson

í Viðtöl

Ingvar Sigurgeirsson ræðir við Ívar Rafn Jónsson

 

Föstudaginn 13. maí 2022 varði Ívar Rafn Jónsson doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Ritgerðina nefndi hann: Námsmatsmenning skiptir máli: Upplifun kennara og nemenda af námsmati og endurgjöf.

Ívar Rafn stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og lauk BA gráðu í þeirri grein 1998. Hann lauk kennsluréttindanámi frá sama skóla 2006 og meistaranámi í kennslufræðum 2010. Hann kenndi við Borgarholtsskóla 2006‒2012 en flutti sig síðan í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ 2011 og kenndi þar til 2020. Ívar Rafn réðst til Háskóla Íslands 2018 og gegndi þar aðjúnktstöðu. Hann hefur nú verið ráðinn lektor við Háskólann á Akureyri. 

Ég naut þeirra forréttinda að sitja í doktorsnefnd Ívars Rafns, sem fyrst hafði vakið athygli mína þegar hann skrifaði grein í Netlu 2008 sem bar heitið „Að virkja sjálfstæða hugsun nemenda“. Sálfræðikennari rýnir í sjálfan sig (sjá hér). Ég leyni því ekki að þessi grein, var og er ein af uppáhaldsgreinum mínum í Netlu, en þar segir hann frá starfendarannsókn sem hann gerði og beindist að því að kveikja áhuga nemenda á námi með fjölbreyttum kennsluaðferðum.

Ívar Rafn birti 2015 aðra grein í Netlu, sem hann skrifaði með samkennara sínum, Birgi Jónssyni, um og fjallar um aðferð sem þeir beittu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sínum sem þeir kenndu í FMOS með aðferðum sem þeir kenndu við Vörðuvikur og byggðust á því að taka viðtöl við nemendur þar sem áherslan er lögð á nemandi og kennari eigi samtal um námið og kennsluna.

Ívar Rafn hóf doktorsnám árið 2015 og ákvað að helga það leiðsagnarnámi. Í tengslum við doktorsverkefni sitt birti hann þrjár fræðigreinar í viðurkenndum vísindatímaritum, sjá hér

Eftirfarandi viðtal unnum við Ívar með þeim hætti að ég sendi honum spurningar sem hann svaraði og hann fékk líka umboð til að setja fram eigin spurningar. Textann höfðum við á svæði sem báðir höfðu aðgang að og smám saman tók textinn á sig þá mynd sem hér birtist. Lesa meira…

Starfsnám eða bóknám: Aðsókn nemenda og þróun framhaldsskólastigsins  

í Greinar

Elsa Eiríksdóttir og Sæberg Sigurðsson

 

Nýverið hefur skapast mikil umræða um þróun framhaldsskólastigsins – sérstaklega vegna hugmynda úr ranni mennta- og barnamálaráðuneytis um að sameina rótgróna framhaldsskóla (Alþingi, 2023; Höskuldur Kári Schram, 2023; Ísak Gabríel Regal, 2023). Í apríl 2023 var stofnaður stýrihópur um eflingu framhaldsskólans (mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023b) og var hópnum falið að „móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna“. Upp úr þessu starfi virðast fyrrgreindar hugmyndir um að kanna fýsileika þess að sameina framhaldsskóla hafa sprottið. Til grundvallar eru lagðar spár um þróun framhaldsskólastigsins næsta áratuginn sem birtist í greinargerð um húsnæðisþörf í framhaldsskólum 2023–2033 (mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023c) en þar er gert ráð fyrir fækkun nemenda í bóknámi og fjölgun í starfsnámi. Þessi þróun er útskýrð annars vegar með vísun í fámennari árganga og hins vegar aukna aðsókn í starfsnám (mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023a, 2023c). Lesa meira…

Er einhver að sinna hlutverki framhaldsskólans? Um fyrsta áratug starfs Heilsueflandi framhaldsskóla

í Greinar

Magnús Þorkelsson

 

Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli fór af stað haustið 2009 þegar Flensborgarskólinn hóf undirbúning þess með Lýðheilsustöð. Formlega hófst það 1. október 2010. Hér verður fjallað er um rætur verkefnisins, sem má rekja til WHO, UNESCO og hér á landi til Lýðheilsustöðvar. Því er lýst hvernig verkefnið fór af stað, sem og þróun þess fyrsta áratuginn.

Rakin eru tildrög verkefnisins, fjallað um mikilvæga þætti sem og tengsl verkefnisins við Aðalnámskrá framhaldsskóla. Dæmi eru tekin um verkefni í forvarnarmálum og námskrármálum, varðandi heilsu, heilsusamlegt líferni, geðrækt og kynhegðun, með meiru. Greint er frá áheitahlaupi skólans þar sem safnað hefur verið til góðgerðarmála. Bent er á að í lögum um framhaldsskóla er skólastiginu veitt ákveðið hlutverk sem ekki er augljóslega uppfyllt í venjulegu eða hefðbundnu skólastarfi eða námskrárgerð. Dregið er fram hvernig þetta verkefni fór með meðvituðum hætti í að uppfylla sum hlutverka framhaldsskólans. Sýnt er fram á hversu mikilvægt það er að fá að móta skólastarf sem er ekki fyrst og síðast skorðað af með námsgreinum og stundatöflum.

Höfundur var skólameistari Flensborgarskólans veturinn 2009‒2010 og aftur frá 2013‒2022 og var því innsti koppur í búri við mótun heilsueflandi framhaldsskóla. Í þessari grein er verkefnið sett í samhengi við hugmyndafræði framhaldsskóla, daglegt skólastarf og stefnumótun. Fjallað er um hugmyndafræðilega stefnu, sem er líklega, fyrsta raunverulega tilraunin þar sem íslenskur framhaldsskóli mótar sér hugmyndafræðilega stefnu sem fjallar ekki einvörðungu um námsgreinar heldur einnig heilsueflingu, farsæld og vellíðan nemenda og starfsmanna skólans. Þessi grein er að miklu leyti unnin upp úr dagbókum og fundargerðum, auk prentaðra eða veftækra heimilda. Þá er hægt að skoða allnokkuð efni á heimasíðum Flensborgarskólans, Embættis landlæknis og ýmissa annarra skóla. Lesa meira…

Starfendarannsóknir efla starfsþróun kennara og stuðla að jákvæðum breytingum í skólastarfi

í Greinar

Hjördís Þorgeirsdóttir

 

Starfendarannsóknarhópur Menntaskólans við Sund (MS) hefur starfað í 18 ár og hér ætla ég að lýsa hópnum með áherslu á þá þætti sem styrkja hann og hafa stuðlað að því að hópurinn hefur lifað góðu lífi svo lengi sem raun ber vitni. Einnig ætla ég að lýsa þeim áhrifum sem starf hópsins hefur haft á starfsþróun kennara og grósku skólastarfs í MS. Að lokum fjalla ég um styrkleika starfendarannsókna sem og þá togstreitu sem fylgir þeim. Ég hef starfað með starfenda-rannsóknarhópnum frá upphafi, fyrst sem konrektor MS í tólf ár og síðustu fimm árin sem félagsfræðikennari, þangað til ég fór á eftirlaun fyrir ári síðan. Greinin er byggð á doktorsritgerð minni frá 2016, rannsóknarskýrslu minni frá 2020 um leiðsagnarnám og reynslu minni sem þátttakandi í hópnum. Doktorsverkefnið vann ég með starfendarannsóknarhópnum í MS og tengdum við saman starfendarannsóknir byggðar á aðferðafræði Jean McNiff (2016, McNiff og Whitehead, 2006) og starfsemiskenningu Yrjö Engestöm um útvíkkað nám (2007) til að efla starfsþróun kennara. Lesa meira…

Til umhugsunar um framtíð skólaíþrótta

í Greinar

Aron Laxdal og Sveinn Þorgeirsson

 

Kennsla í skólaíþróttum virðist einkennast af heilsuorðræðu, íþróttavæðingu og óhóflegri áherslu á keppni. Skoðun höfunda þessarar greinar er að endurskoða þurfi kennsluhætti og inntak í þessari mikilvægu námsgrein. Mögulegar afleiðingar núverandi áherslna eru fjölmargar og margþættar, og geta haft neikvæð áhrif á viðhorf ákveðinna nemenda til hreyfingar og almennrar líkams- og heilsuræktar til lengri tíma. Með ákveðnum breytingum væri hægt að bjóða flestum nemendum upp á kennslu við hæfi; þar sem innri gildi hreyfingar, samvinna og háttvísi fengi meira vægi en núverandi áhersla á líkamlegt atgervi og færni í einstökum íþróttagreinum. Slík nálgun myndi að öllum líkindum hafa betri langtímaáhrif á lýðheilsu þjóðarinnar en núverandi nálgun gerir. Lesa meira…

Let´s change education for the future. A dialogue with Dr. Anne Bamford

í Viðtöl

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Energetic, sharp and  inspiring – these are amongst the words that come into my mind when attempting to describe Dr. Anne Bamford, an educator, artist, and leader in the field of education. The School of Education at the University of Iceland was fortunate, when going through a self-evaluation quality process in 2022 and 2023, to engage Dr. Bamford as an external reviewer. Dr. Bamford, or Anne, as she allows us to call her – in Iceland we generally refer to each other by given names – visited the School of Education in March 2023. During the two and half days of her visit, Anne had numerous meetings with individuals and groups to gain insight into the current status of educational research within the School of Education.

As Dean and chair of the Self-Evaluation Committee, it was my role to make sure that the visit was productive and that Anne was provided with all the information she needed to make an informed review as well as recommendations on how we might better support our researchers, staff, and students to create important, innovative and impactful knowledge in the field of education. Lesa meira…

Breytum menntun til framtíðar: Samtal við Anne Bamford

í Viðtöl

Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Orkumikil, skörp og áhrifamikil – eru lýsingarorð sem koma í huga þegar ég leita eftir orðum til að lýsa dr. Anne Bamford, kennara, listakonu og leiðtoga á sviði menntunar. Menntavísindasvið Háskóla Íslands lenti í lukkupottinum þegar það fékk Anne  sem ytri ráðgjafa í sjálfsmatsferli sviðsins árin 2022 og 2023. Anne starfaði um árabil sem yfirmaður menntamála hjá City of London sem er elsti borgarhluti Londonborgar. Hún hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á tengslum menntunar, lista, sköpunar og tækni. Hún kynnti hugtakið „heildstæð hæfni“ (e. fusion skills) til að lýsa þeirri hæfni sem þarf til að blómstra nú og í framtíðinni. Anne hefur um árabil starfað fyrir UNESCO og sem ráðgjafi, m.a. fyrir menntayfirvöld Danmerkur, Hollands, Belgíu, Íslands, Hong Kong, Írlands og Noregs.

Lesa meira…

Oddaflugið: Sagan af þróun námsmats í Sæmundarskóla

í Greinar

Eygló Friðriksdóttir

 

Líkja má skólaþróun við oddaflug. Kennarar skólans skiptast á að leiða flugið og taka á sig mesta vindinn. Á milli er hægt að hvíla örlítið, fljúga aftar í hópnum, en það er aldrei hægt að stoppa. Hópurinn er á hreyfingu, stöðugt þarf að skipuleggja, undirbúa, kenna nemendum, meta vinnu þeirra, endurmeta kennslufyrirkomulagið. Nám og kennsla er endalaus vegferð.

Skólastarf hófst í Sæmundarseli við Ingunnarskóla haustið 2004, en skólinn varð sjálfstæður um áramótin 2006-2007. Fyrstu nemendur skólans voru fimmtíu talsins í 1.-4. bekk. Nú eru þeir um fimm hundruð í 1.-10. bekk. Í upphafi voru áherslur skólans samþætting námsgreina, einstaklingsmiðað nám og útikennsla en þær hafa breyst. Nú má segja að sýn skólans snúist um góða samræmda starfshætti. Gæðakennslu þar sem hægt er að fara fjölbreyttar leiðir í námi og námsmati. Frasi sem Vivian Robinson (2011) vitnar í hefur orðið að okkar starfskenningu: Aðalatriðið er að hafa aðalatriðið alltaf aðalatriðið. Þetta aðalatriði er nám og kennsla. Þetta hljómar einfalt en er það alls ekki. Stöðugt þarf að leita nýrri og betri leiða, vanda undirbúning, velja viðeigandi námsleiðir. Stundum að nota útikennslu, stundum eru námsgreinar samþættar. Ávallt er reynt að koma til móts við ólíka nemendur, ekki lengur með því að nemendur vinni námsáætlanir eins og unnið var að í árdaga skólans. Nú er áherslan á hæfnimiðað nám, að hafa markmið og hæfniviðmið skýr og möguleika á fjölbreyttum verkefnaskilum. Nemendur hafa gjarnan bæði val um hvernig þeir læra og hvernig þeir sýna það sem þeir kunna.

Þessi greinarstúfur fjalla um þetta síðastnefnda, námsmatið sem vísar veginn og um þróun þess í Sæmundarskóla. Lesa meira…

Edukacja i szkoła – teraźniejszość i potencjalne wersje przyszłości – tematy do przemyślenia

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

Jón Torfi Jónasson, emerytowany profesor nauk pedagogicznych, obchodził w ubiegłym roku okrągłe urodziny. Z tej okazji, 11 listopada 2022 r., Wydział Edukacji Uniwersytetu Islandzkiego  zorganizował seminarium na temat przyszłości edukacji i spojrzenia na nią z różnych perspektyw. Opublikowany został również specjalny numer „Netla”, bazujący na tej samej koncepcji. W trakcie seminarium profesor Jónasson przedstawił listę tematów w dziedzinie edukacji, które, jak argumentował, są zwykle marginalizowane, a zdecydowanie zasługują na przemyślaną dyskusję. Swoje wystąpienie Jón Torfi Jónasson poprzedził następującymi słowami: Dyskurs edukacyjny zawsze był złożony, nadal taki jest i taki będzie. Moim zdaniem, istnieją pewne podstawowe kwestie, które powinny zostać poruszone i przedyskutowane, zanim zajmiemy się mnóstwem innych mniej istotnych problemów. Przedstawię pewne twierdzenia, które uważam za bardzo ważne, i które moim zdaniem powinny zostać poddane debacie. Postaram się krótko wyjaśnić każde z nich. Tylko pierwsze stwierdzenie jest specyficznie islandzkie.

Wystąpienie w języku islandzkimWystąpienie w języku angielskim Lesa meira…

1 2 3 24
Fara í Topp