aðgerðaáætlun

Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum

4. nóvember, 2022

Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Út kom í september á síðasta ári skjal sem nefnist Menntastefna 2030. Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024 (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2021). Áætlunin er samin til að fylgja eftir Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16. Þetta er líklega þýðingarmesta stefnumótunarskjal um menntamál síðan aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla kom út á árunum 2011 og 2013 (greinasvið grunnskóla síðara árið). Það er því ástæða til að gefa skjalinu rækilegan gaum. Hér á eftir rekjum við annars vegar aðdraganda að þessari aðgerðaáætlun en hins vegar rýnum við gaumgæfilega í inntak og form þessarar fyrstu aðgerðaáætlunar í nýrri menntastefnu.

Í hnotskurn er þessi áætlun safn aðgerða og verkþátta sem er lítið sem ekkert forgangsraðað eða sett í samhengi við önnur gildandi stefnuskjöl. Þegar áform um tvenn ný lög voru birt 17. október 2022 í samráðsgátt stjórnvalda birtist hins vegar sú forgangsröðun að ein til tvær fyrstu aðgerðirnar væru mikilvægastar, annars vegar Áform um lagasetningu – skólaþjónusta og hins vegar Áform um lagasetningu – ný stofnun (Mennta- og barnamálaráðuneyti, 2022a, 2022b). (meira…)

Hugvekja á Menntaþingi 2024 um nýja aðgerðaáætlun ráðherra

Berglind Rós Magnúsdóttir

Drög að nýrri aðgerðaáætlun í menntamálum 2024–2027 liggja nú fyrir en áætlunin er hugsuð til að aðgerðabinda hugmyndir sem birtust í Menntastefnu 2030. Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024 hefur legið fyrir frá árinu 2021 og við eigum svo væntanlega von á þriðju aðgerðaáætlun fyrir 2027-2030, vonandi áður en árið 2027 gengur í garð. Ég brást við þessum drögum á nýliðnu Menntaþingi, á útgáfudegi skjalsins, en hef nú hripað niður nokkur atriði til viðbótar eftir að hafa lesið skjalið með aðgerðaáætluninni betur og setið allt þingið. Meginþunginn í þessu greinarkorni byggir á því sem ég sagði á þessum fimm mínútum sem mér voru úthlutaðar á þinginu. Hér er ekki gerð tilraun til að skoða vinnulag, form skjalsins eða tengsl áætlunar við Menntastefnu 2030 heldur er hér eingöngu rætt um drögin og inntak þeirra og þau skoðuð í samhengi við nýlegar rannsóknir og fræðilegar spurningar um hlutverk menntunar. (meira…)

Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir

Í grein okkar, sem birtist í Skólaþráðum í nóvember 2022 (sjá hér og á ensku á sama vettvangi í febrúar 2023, sjá hér), gerðum við grein fyrir rýni okkar á fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda sem samin var til að fylgja eftir Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151 (2021). Sú áætlun reyndist vonbrigði þar sem hún var safn aðgerða og verkþátta sem var lítið sem ekkert forgangsraðað eða sett í samhengi við önnur stefnuskjöl. Nú er komin út önnur aðgerðaáætlunin og okkur langar að fylgja henni eftir með sambærilegum hætti og í fyrri umfjöllun.

Margt hefur gerst á þeim fjórum árum sem liðu frá fyrstu aðgerðaáætlun. Ráðuneyti menntamála var breytt þannig að það er nú mennta- og barnamálaráðuneyti og málefni háskóla flutt í annað ráðuneyti. Ríkisstjórnarskipti urðu tvívegis (í árslok 2021, en sömu flokkar, og í árslok 2024, að öllu leyti aðrir flokkar). Stofnuð var Miðstöð menntunar og skólaþjónustu á grunni Menntamálastofnunar. Ráðherraskipti urðu þrívegis, það er í árslok 2021, árslok 2024 og mars 2025.

Í nýju aðgerðaáætluninni er því haldið fram að innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar hafi gengið vel, mörgum aðgerðum sé lokið og aðrar enn í vinnslu (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2025a, bls. 5). Tæpu ári fyrr hafði verið gerð grein fyrir stöðu innleiðingarinnar í skjali sem kom út í tengslum við Menntaþing 30. september 2024. Þar kemur til dæmis fram að af 41 verkþætti sé 21 verkþætti lokið og 16 í vinnslu (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2024a, bls. 20). (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp