Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Greinasöfn úr efnisflokkum

Viðtöl- síða 2

Ráðuneytismaður af lífi og sál: Stefnumörkun menntamálaráðuneytis um grunnskólann í 35 ár – 1985 til 2020

í Viðtöl

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Guðni Olgeirsson í viðtali við Gerði G. Óskarsdóttur

 

Í þessu viðtali ræðir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, vinnu við stefnumörkun ráðuneytisins um málefni grunnskóla á þeim 35 árum sem hann hefur starfað þar.

Eitt af meginverkefnum mennta- og menningarmálaráðuneytis er að móta stefnu um öll svið menntakerfisins frá leikskóla til háskóla og fullorðinsfræðslu, ýmist með lagafrumvörpum til Alþingis, reglugerðum, útgáfu aðalnámskráa eða sérstakri stefnumörkun. Um þessar mundir er stefnumótun ráðuneytisins til ársins 2030 um allt menntakerfið að koma út. En hvernig ætli hafi verið staðið að stefnumörkun á undanförnum áratugum?

Guðni Olgeirsson, sérfræðingur á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, hefur reynslu og yfirsýn yfir langt tímabil í störfum ráðuneytisins. Hann var fyrst ráðinn að skólaþróunardeild sem námstjóri í íslensku, en deildin var þá fyrst og fremst skipuð námstjórum í einstökum námsgreinum grunnskólans. Þá var unnið þar að nýrri aðalnámskrá grunnskóla og ráðgjöf við grunnskóla. Vettvangsheimsókn í deildina í kennsluréttindanámi við Háskóla Íslands vakti áhuga Guðna á að sækja um námstjórastarfið. Þar starfaði hann síðan á árunum 1985–1990 eða þar til deildin var flutt inn í húsnæði ráðuneytisins og varð hluti af nýrri grunnskóladeild. Sumir námstjórarnir hættu en aðrir fóru inn í ráðuneytið og var Guðni einn af þeim. „Þetta var allt annað umhverfi, skólaþróunardeildin hafði verið tiltölulega sjálfstæð fagleg eining og laustengd ráðuneytinu og viðhorf skólafólks til hennar almennt jákvæðara en til ráðuneytisins sjálfs,“ rifjar Guðni upp. Hann hefur sinnt margs konar stefnumótunarvinnu, undir stjórn 13 ráðherra, innlendu og erlendu nefndastarfi með megináherslu á skyldunámið og víðtækum tengslum við vettvanginn. Lesa meira…

Sjálfsmatskvarðar fyrir jafnrétti í framhaldsskólum

í Viðtöl

Viðtal Valgerðar S. Bjarnadóttur við Björk Ingadóttur, Jónu Svandísi Þorvaldsdóttur og Vibeke Svölu Kristinsdóttur, kennara í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

Undanfarinn áratug hefur verið mikil gróska í jafnréttisfræðslu í framhaldsskólum á Íslandi. Sífellt fleiri framhaldsskólar bjóða upp á áfanga í kynjafræðum og í mörgum skólum eru þeir orðnir hluti af skyldu fyrir nemendur á félagsvísindabrautum. Á sama tíma hafa verið stofnuð femínistafélög í þó nokkrum framhaldsskólum og aukin áhersla verið lögð á jafnrétti í námi og félagslífi. Þessi þróun hefur ekki síst verið fyrir tilstuðlan öflugra eldhuga í hópi kennara í þeim skólum sem hafa verið í fararbroddi í þessum málum. Óhætt er að segja að Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ sé einn þeirra. Þar hafa þrír kennarar skólans, Björk Ingadóttir, Jóna Svandís Þorvaldsdóttir og Vibeke Svala Kristinsdóttir, opnað vefsíðuna sjalfsmatskvardi.com en síðan inniheldur tvo kvarða sem ætlaðir eru til að leggja mat á jafnrétti í framhaldsskólum, skólakvarða og kennarakvarða. Kvarðana tvo má finna á þessari vefsíðu. Óhætt er að fullyrða að mikill fengur sé að kvörðunum, sem geta meðal annars gagnast skólum við að meta innleiðingu á grunnþættinum jafnrétti og lýðræði. Ritstjórn Skólaþráða óskaði eftir viðtali við þær stöllur um tilurð og markmið kvarðanna. Lesa meira…

Að tala um kennslu á íslensku! Um orðasmíði og skilgreiningar á hugtökum í menntunarfræðum

í Viðtöl

Ingvar Sigurgeirsson: Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur

Ég hef stundum spurt kennara hverjar séu helstu kennsluaðferðir sem þeir beiti í kennslu sinni og beðið þá að nefna þær. Satt best að segja verður stundum fátt um svör. Staðreyndin er líklega sú að við kennarar höfum ekki komið okkur nægilega vel saman um heiti kennsluaðferða. Þegar ég skrifaði bókina Litróf kennsluaðferðanna vakti það m.a. fyrir mér að reyna að leggja grunn að sameiginlegum orðaforða kennara um kennsluaðferðir en margt bendir til þess að sú tilraun hafi ekki skilað miklum árangri.

Stundum verður þessi orðavandi nánast vandræðalegur. Sem dæmi um þetta má nefna kennsluaðferð sem sumir nefna verkefnavinnu. Þessi aðferð er raunar nefnd nokkrum sinnum í Aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013 og einnig í Aðalnámskrá framhaldsskóla, þó sjaldnar sé. Mér hefur alltaf þótt þetta orð ankannalegt, og er þar líklega undir áhrifum Ögmundar Helgasonar cand. mag. fyrrum forstöðumanns Handritadeildar Landsbókasafns, sem las flest handrit mín um árabil. Hann gerði oft góðlátlegt grín að óþekktum höfundi þessa orðs fyrir að hafa látið sér detta í hug að setja bæði verk og vinna, sem merkja nánast það sama, í eitt og sama orðið. Hér er alltaf hægt að nota orðið verkefni í staðinn, sagði Ögmundur og hafði auðvitað mikið til síns máls. En vandinn við þetta heiti er þó kannski fremur að það merkir ekki það sama í hugum kennara – vísar til margra ólíkra kennsluaðferða. Ég hef heyrt kennara nota orðið um það þegar nemendur leysa verkefni í vinnubókum eða á vinnu- eða verkefnablöðum, en hjá öðrum merkir það þegar nemendur afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur, vinna úr þeim og miðla öðrum. Með öðrum orðum: Sama heitið er notað um gjörólíkar kennsluaðferðir. Lesa meira…

Nemendur þurfa að finna að þeir séu teknir alvarlega sem vitsmunaverur

í Viðtöl
Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands

Viðtal við Jón Thoroddsen, kennara í Laugalækjarskóla, um nýja bók hans Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist

mynd_af_joni_thor  mynd_af_bokarkapu

Í vor kom út bókin Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist eftir Jón Thoroddsen, kennara í Laugalækjarskóla. Í bókinni segir Jón frá tilraunum sínum til að efna til samræðna við nemendur um heimspekileg efni, en hann hefur verið að fást við þetta þróunarstarf í rúm tuttugu ár. Sem dæmi um spurningar sem hann hefur lagt fyrir nemendur með árangursríkum hætti eru Hvað er neikvæðni? Hvaða áhrif hefur tískan á okkur? Hver er munurinn á því sem er fallegt og því sem er flott? Hvers vegna er kynlíf feimnismál? Hvað meinum við þegar við segjum „Mér er sama“? Lesa meira…

Fara í Topp