Hugvekja á Menntaþingi 2024 um nýja aðgerðaáætlun ráðherra
Berglind Rós Magnúsdóttir
Drög að nýrri aðgerðaáætlun í menntamálum 2024–2027 liggja nú fyrir en áætlunin er hugsuð til að aðgerðabinda hugmyndir sem birtust í Menntastefnu 2030. Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024 hefur legið fyrir frá árinu 2021 og við eigum svo væntanlega von á þriðju aðgerðaáætlun fyrir 2027-2030, vonandi áður en árið 2027 gengur í garð. Ég brást við þessum drögum á nýliðnu Menntaþingi, á útgáfudegi skjalsins, en hef nú hripað niður nokkur atriði til viðbótar eftir að hafa lesið skjalið með aðgerðaáætluninni betur og setið allt þingið. Meginþunginn í þessu greinarkorni byggir á því sem ég sagði á þessum fimm mínútum sem mér voru úthlutaðar á þinginu. Hér er ekki gerð tilraun til að skoða vinnulag, form skjalsins eða tengsl áætlunar við Menntastefnu 2030 heldur er hér eingöngu rætt um drögin og inntak þeirra og þau skoðuð í samhengi við nýlegar rannsóknir og fræðilegar spurningar um hlutverk menntunar. (meira…)

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Th., Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Guðrún Helga Sigfúsdóttir og Ragnar Jón Ragnarsson
Eva Harðardóttir
Hugrún Helgadóttir og Hrönn Pálmadóttir
Klara E. Finnbogadóttir og Þórður Kristjánsson
Fiona Oliver og Hildur Seljan
Atli Harðarson