Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Chaotic first action plan in education

í Greinar

Hermína Gunnþórsdóttir and Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

September 2021 saw the publication of a document named Education Policy 2030. First Action Plan 2021-2024 (Ministry of Education and Culture, 2021). The plan is intended to serve as a follow-up to Parliamentary resolution on education policy for the years 2021–2030, no. 16. This is probably the most significant document on educational policy since the publication of the national curriculum guide for preschools, compulsory schools and secondary schools in 2011 and 2013 (compulsory school subject areas in the latter year). Consequently, this is an official paper which deserves careful scrutiny. Here, we, on the one hand, recount the events leading up to the publication of this action plan and, on the other, carefully examine the content and format of this first action plan relating to a new education policy.

In a nutshell, the plan is a compilation of actions and work components with little or no prioritization, nor is it placed in the context of other current policy documents. When plans for two new laws were published 17 October 2022 by the governmental consultative board a priority arrangement appeared, however, to the effect that the first two actions were of highest importance; on the one hand Planned legislation – school services and, on the other, Planned legislation – a new organization (Ministry of Education and Culture, 2022a, 2022b). Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Námskraftur eykur áhuga og ábyrgð nemenda á náminu

í Greinar

Hjördís Þorgeirsdóttir

 

Þessi grein er byggð á starfendarannsókn sem ég gerði sem félagsfræðikennari í Menntaskólanum við Sund frá 2017 til 2022 um leiðsagnarnám og námskraft nemenda. Hér beini ég athyglinni að námskraftinum sem er mjög mikilvægur til að auka áhuga og ábyrgð nemenda í fjölbreyttri verkefnavinnu sem leiðsagnarnám grundvallast á. Ég fékk rannsóknarstyrk frá Kennarasambandi Íslands, skilaði skýrslu um hana 2020 (sjá hér). Haustið 2017 var ég að hefja kennslu á ný eftir að hafa verið konrektor við MS í 15 ár.  Þá var nýbúið að taka upp nýtt þriggja anna kerfi í MS með þremur jafnlöngum önnum, haust-, vetrar- og vorönn. Hver önn hefur 50 kennsludaga og 10 námsmatsdaga sem er dreift yfir önnina. Við hættum með lokapróf og hefðbundinn prófatíma en höfum nú símat í öllum áföngum. Nemendur eru í fjórum til fimm námsgreinum á önn og aðeins þremur á hverjum degi í kennslustundum sem eru 80 til 120 mínútur að lengd. Þetta er mjög góður jarðvegur fyrir leiðsagnarnám byggt á verkefnabundnu námi. Þegar við breyttum yfir í verkefnabundið nám þá fluttist áherslan frá kennslu yfir í nám og við fórum að hugsa meira um að fá nemendur til að læra að læra. Það kom í ljós hvað það skipti miklu máli að nemendur hefðu trú á eigin getu, hefðu áhuga á náminu og gætu bæði unnið sjálfstætt og með öðrum nemendum. Þá kom hugmyndafræðin um námkraftinn sterk inn hjá okkur. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Lokaverkefni byggð á hugmyndum eflandi kennslufræði

í Greinar

Helga Birgisdóttir og Sigríður Halldóra Pálsdóttir

 

Allt nám hefur mótandi áhrif á einstaklinga og í því er fólginn vegvísir.  Við Tækniskólann hefur frá hausti 2016 verið starfrækt stúdentsbrautin K2: Tækni- og vísindaleið. Á brautinni er markvisst unnið með þá hugmyndafræði að til að árangursríkt nám geti farið fram þarf að bjóða nemendum  upp á efnivið sem ýtir undir virkni þeirra og tengist daglegu lífi og áhugaverðum málefnum. Á brautinni eru alla jafna þrjár bekkjardeildir í þremur árgöngum og er námið lagt upp þannig að hverri önn er skipt upp í tvær spannir. Nám og kennsla á K2 hefur frá upphafi verið skipulagt með það að leiðarljósi að gefa nemendum tækifæri á að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum í umhverfi sem er bæði skapandi og örvandi. Á brautinni er nú, um sjö árum eftir stofnun hennar, höfuðáhersla á verkefnastýrt nám þar sem hugmyndafræði leiðsagnarnáms er í forgrunni.

Tilgangur þessarar greinar er ekki að fjalla um þá bók- og verknámsáfanga sem eru til grundvallar stúdentsprófi á brautinni, heldur að skoða sérstaklega lokaverkefni sem eru á dagskrá nemenda svo til hverja önn, þróun þeirra og framtíðarsýn. Þessi lokaverkefni eru þverfagleg og byggð í kringum grunnþætti menntunar, eins og þeir eru settir fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011), auk þess sem unnið er með ákveðna þætti sem tengjast lykilhæfni og hæfniviðmiðum þeirra faggreina sem tengjast hverju verkefni fyrir sig.

Hér verður gerð grein fyrir þróun, skipulagi og framtíð lokaverkefnanna og þeim kennslu- og námsaðferðum sem þar er beitt með sérstakri áherslu á það hvernig hægt er að vinna á skapandi hátt en um leið í takt við aðalnámskrána og skapa þannig vegvísa framtíðar fyrir nemendur okkar. Stiklað verður á stóru um hugmyndafræðina, fjallað um samstarfsaðila og ólík viðfangsefni, virkar náms- og kennsluaðferðir, markmið, hæfniviðmið, lykilþætti og námsmat. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Suðurnesja-Sprettur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

í Greinar

Þjóðbjörg Gunnarsdóttir

Þegar hugmyndin að verkefninu Suðurnesja-Spretti vaknaði voru um 850 nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tæplega hundrað þeirra voru nemendur með annað móðurmál en íslensku. Haustið 2019 réði skólinn Þjóðbjörgu Gunnarsdóttur sem verkefnastjóra nemenda með annað móðurmál en íslensku. Helstu verkefni verkefnastjórans eru að kynna skólakerfið, skólareglur, námsbrautir, og stuðningskerfi skólans fyrir nemendum. Hann fylgist með námsframvindu nemenda, aðstoðar þá við námsval og er kennurum innan handar varðandi ýmis mál tengdum þessum nemendum. Verkefnastjóri er með um sjötíu nemendur í umsjón og er tengiliður þeirra við námsráðgjafa og kennara. Þörfin fyrir aðstoð og stuðning við nemendur af erlendum uppruna var fyrir hendi en varð enn greinilegri eftir ráðningu verkefnastjórans.

Þegar Háskóli Íslands fór af stað með tilraunaverkefnið Sprett, var óskað eftir aðstoð við að finna mögulega þátttakendur í verkefnið innan skólans. Fyrirstaða var í nemendahópnum með þátttöku í verkefninu þar sem nemendur þurftu að sækja það til Reykjavíkur. Þá kom upp sú hugmynd að fara af stað með sambærilegt verkefni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samstarfi við Háskóla Íslands. Þátttakendur væru nemendur FS með annað móðurmál en íslensku. Þar með væri stuðningurinn að koma frá nærsamfélaginu og væri innan nærþjónustu nemenda. Með samstarfi við Sprett innan Háskóla Íslands væri aukið við faglegan stuðning við nemendahópinn og aðstoðin gerð markvissari. Háskóli Íslands tók vel í þessa hugmynd og því var ákveðið að sækja um styrk hjá Þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið fékk nafnið Suðurnesja-Sprettur. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Bestu kennslustundirnar eru þegar umræða skapast um þróun vísinda

í Viðtöl

Rætt við Valdimar Helgason einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Hér eru svör Valdimars Helgasonar sem tilnefndur var fyrir framúrskarandi árangur í raungreinakennslu. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Verið sanngjörn, haldið í gleðina, fjörið og hafið gaman

í Viðtöl

Rætt við Mikael Marinó Rivera, kennara í Rimaskóla í Reykjavík, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Hér eru svör Mikaels Marinó Rivera, kennara við Rimaskóla í Reykjavík, sem tilnefndur var til menntaverðlaunanna fyrir áhugaverða kennslu, meðal annars fyrir að þróa fjölbreyttar valgreinar sem hafa höfðað til breiðs hóps nemenda.Mikael Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Ég hef lært að meta lykilhæfnina betur eftir því sem ég hef unnið meira með hana

í Viðtöl

Rætt við Guðríði Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni. Hér eru svör Guðríðar Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri sem tilnefnd var fyrir framúrskarandi skapandi kennslu og fyrir að deila námsefni og reynslu með öðrum kennurum. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Skemmtilegast finnst mér þegar nemandi tekur eitthvað frá mér og bætir við eða breytir

í Viðtöl

Rætt við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir, kennara í Reykholtsskóla í Bláskógabyggð, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Ásta Kristjana Guðjónsdóttir

Viðtölin munu birtast á næstu dögum og er það fyrsta hér, við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir. Ásta var tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur við að einstaklingsmiða kennslu og koma til móts við nemendur með fjölbreyttar þarfir. Ásta lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990, diplómunámi í tölvu og upplýsingatækni frá sama skóla 2003. Síðan sneri hún sér að sérkennslufræðum og lauk meistaragráðu á því sviði 2009. Ásta hefur kennt í Reykholtskóla frá 2014, en hafði áður kennt við skóla víða um land, auk ritstjórnarvinnu hjá Námsgagnastofnun. Ásta hefur unnið að margþættum þróunarverkefnum, einkum verkefnum sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi. Undanfarin ár hefur hún unnið að innleiðingu upplýsingatækni í Reykholtsskóla með það að markmiði að auðvelda nemendum aðgengi að verkfærum sem stuðla að fjölbreyttari námsleiðum og verkefnaskilum. Ásta hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir kennara um tölvu- og snjalltækni í skólastarfi. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Taktu það frá mér!

í Pistlar

Þorvaldur H. Gunnarsson

 

Þegar ég horfði í alvöruþrungið andlit kennaranemans sem sagði allt í einu í örvæntingu sinni: ,,Það er ekki hægt að koma til móts við alla þessa nemendur í sama tímanum, inni í sömu skólastofu,” þá brast eitthvað. Ég hugsaði: ,,Við erum enn að fást við þetta viðhorf, a.m.k. 20 árum eftir að ég heyrði það fyrst.” Ritgerð um freistnivanda kennara skaut þá upp kollinum.

Freistnivandi kennara (Eyjólfur Sturlaugsson, 2011) kemur fram þegar þjónusta þeirra, og þar með flæði valds, er ekki útfærð í anda þess sem löggjafinn ætlast til þar sem hagsmunir aðilanna virðast ekki fara saman. Kennarar freistast þá til að vinna meira að eigin hagsmunum í krafti sjálfræðis um útfærslu starfsins ,,á gólfinu” en slíkt kallast umboðsvandi og umboðstap, t.d. að hleypa fyrr út úr tíma, hringja ekki í foreldra ef vandamál koma upp eða mismuna nemendum með einhverjum hætti. Auðvitað ætlar sér enginn að svíkjast um. Þetta snýst ekki um það. Ástæða freistnivanda getur legið í tilhneigingunni ,,að komast af” og létta sér störfin við krefjandi aðstæður. Bjargir getur skort, fjöldi mála til úrlausna er of mikill og veldur tímaskorti, markmið geta verið flókin og óskýr, árangur starfsins er óviss og skjólstæðingarnir (nemendur) sækja skóla skyldunnar vegna. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Einstaklingsmiðað nám?

í Pistlar

Þórhildur Daðadóttir

Ég er alin upp í sveit. Átti góða æsku. Og þó að efnin væru ekki mikil, skorti mig ekkert. Nema eitt, bekkjarfélaga. Í sveitinni var lítill sveitaskóli. Við byrjuðum þrjú en svo fluttu bekkjarsystkini mín í burtu. Þannig að frá 4. bekk skorti mig bekkjarfélaga. Það var samt samkennsla í skólanum svo ég sat ekki ein í stórri skólastofu, en í sumum fögum voru árgangar ekki saman. Ég fékk t.d. einkakennslu í dönsku og ensku fyrstu árin. Einstaklingsmiðað nám? Nei, varla. Það var farið eftir námskránni og námsefnið var það sama og hafði alltaf verið; það sem bekkurinn á undan mér lærði, lærði ég, og það sem ég lærði, lærði bekkurinn á eftir mér. En er það þannig sem einstaklingsmiðað nám virkar? Einkakennsla? Að hver og einn læri á sinn hátt? Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
1 3 4 5 6 7 27
Fara í Topp