Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

maí 2020

Lestrarlíkanið DRIVE: Aðgengileg sýn á margslungið eðli lestrar

í Greinar

Auður Björgvinsdóttir og Guðbjörg Rut Þórisdóttir

 

Sumarið 2019 birtust tvær greinar í The Reading Teacher þar sem fjallað er um svokallað DRIVE líkan. Höfundar greinanna eru Kelly B. Cartwright og Nell K. Duke en þær hafa báðar verið mjög virkar á sviði lestrarrannsókna og eru meðal virtustu fræðimanna í Bandaríkjunum á sviði læsis. Í fyrri greininni fjalla höfundar líkansins um líkanið sjálft en með því er gerð tilraun til að draga upp einfalda mynd af þeim fjöldamörgu margslungnu og samofnu þáttum sem leiða til árangursríks lestrar. Í seinni greininni fjalla þeir um kennslufræðilegt gildi og áhrif sem líkanið kann að hafa á stefnumörkun varðandi lestrarkennslu. Guðbjörg R. Þórisdóttir og Auður Björgvinsdóttir, læsisráðgjafar hjá Menntamálastofnun, fengu leyfi hjá höfundum og Alþjóðlegu læsissamtökunum (International Literacy Association) til að nýta efni beggja greinanna þar sem þær töldu að efni þeirra geti varpað ljósi á hið flókna ferli og aðgerðir sem lestur felur í sér. Jafnframt fékkst leyfi til að útbúa nýja skýringarmynd byggða á líkaninu sem getur nýst við að útskýra lestrarferlið fyrir fagfólki, foreldrum og nemendum. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Menntun og nám – sameiginleg vegferð nemenda og kennara: Um menntabúðir í Menntaskólanum á Akureyri

í Greinar

Anna Eyfjörð Eiríksdóttir, Arnfríður Hermannsdóttir og Eva Harðardóttir

 

Umbætur í skólastarfi tengjast nú í auknum mæli  miðlun þekkingar og upplýsinga sem og samskiptum kennara og nemenda. Á tímum heimsfaraldursins COVID-19 hefur upplýsinga- og samskiptatækni fengið umtalsvert stærri sess í skólahaldi en áður og það á undraskömmum tíma. Margir kennarar og nemendur hafa nú stigið inn í nýjan veruleika náms og kennslu þar sem stafrænar lausnir, samspil og samvinna leika stærra hlutverk en öllu jafna. Kórónuveiran hefur minnt alla, sem að skólahaldi koma, á hversu mikilvægt það er að deila reynslu okkar og upplifunum á jafningagrundvelli. Læra hvert af öðru og vera óhrædd við að kanna nýjar slóðir. Í þessari grein verður rætt um nýsköpunar- og þróunarverkefni í ofangreindum anda sem unnið hefur verið í Menntaskólanum á Akureyri á undanförnum þremur árum og hefur nú skipað sér mikilvægan sess í skólahaldinu. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp