Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

maí 2018

Val á miðstigi í Grunnskólanum á Ísafirði

í Greinar

Jóna Benediktsdóttir

 

Í Grunnskólanum á Ísafirði hefur um nokkurra ára skeið verið sett upp val fyrir nemendur á miðstigi sem kallast hræringur. Nafnið var valið vegna þess að í þessu vali blandast allir nemendur miðstigs eftir áhuga nemenda á viðfangsefnum hverju sinni. Valið nær til þriggja kennslustunda á viku og veturinn skiptist í fjögur valtímabil, annars vegar eru tvær samliggjandi kennslustundir og hins vegar einn stakur tími. Til að koma þessum tímum fyrir í stundatöflu nemenda fækkum við stundum í bóklegum greinum um þrjár og sveitarfélagið hefur veitt skólanum viðbótar skiptistundir til að vinna þetta verkefni. Viðfangsefni í valinu eru ólík eftir því hvort um er að ræða einfaldan eða tvöfaldan tíma. Nemendur velja sér því tvær valgreinar fyrir hvert tímabil eða átta valgreinar alls yfir skólaárið. Hugmyndin var ekki síst að leita leiða til að fyrirbyggja námsleiða sem oft verður vart við á miðstigi og þá sérstaklega hjá strákum. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Hvers vegna skilar gagnvirkur lestur árangri?

í Pistlar

Hafþór Guðjónsson

 

Á níunda áratug síðustu aldar urðu þáttaskil í rannsóknum á lesskilningi. Palinscar og Brown (1984) hófust þá handa með rannsókn sem fól í sér að aðstoða nemendur á miðstigi sem gátu afkóðað texta en áttu í vandræðum með að skilja þá og muna. Þróuðu það sem á ensku nefnist reciprocal teaching en á íslensku gagnvirkur lestur og felst í því að kenna nemendunum að nálgast texta með skipulegum hætti (Anna Guðmundsdóttir, 2007; Guðmundur Engilbertsson, 2013; Rósa Eggertsdóttir, 1998). Palinscar og Brown höfðu áður komist að raun um að góðir lesarar hafa (án þess að vera meðvitaðir um það) tileinkað sér ákveðið lestrarlag. Þeir spyrja sjálfa sig spurninga um textann, um hvað hann snúist, staldra við þegar þeim finnst þeir ekki vera með á nótunum, leitast við að greina aðalatriði og lesa á milli lína í leit að merkingu. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp