Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

desember 2017

Árangursríkt samstarf Krikaskóla og Heilsugæslu Mosfellsbæjar

í Greinar

Þrúður Hjelm

 

Þegar Krikaskóli tók til starfa í nýbyggingunni  við Sunnukrika í Mosfellsbæ vorið 2010 voru mörkuð spor í samstarfi skólans og Heilsugæslunnar í Mosfellsbæ.

Í skólanum eru börn á aldrinum tveggja til níu ára – þar eru því leikskólabörn og svo börn á yngsta stigi grunnskólans í sama húsnæði og samnýta alla aðstöðu skólans.

Til stóð að skólahjúkrunarfræðingur hefði viðveru í skólanum til að sinna þeim grunnskólabörnum sem í skólanum væru hverju sinni.  Skólahjúkrunarfræðingurinn sinnir fræðslu og eftirliti með heilbrigði og heilsufari barna á aldrinum sex til níu ára.  Áætluð viðvera skólahjúkrunarfræðings var ekki löng  í hverri viku enda börnin ekki mörg á grunnskólaaldri.  Sú hugmynd kom því upp hvort einnig væri hægt að þjónusta leikskólabörnin innan skólans. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

„Við erum öll eitt lið“ – samrekstur leik- og grunnskóla

í Greinar

Ingvar Sigurgeirsson

 

Fyrir nokkrum árum kom ég að málum í sveitarfélagi þar sem áform voru uppi um nýja leikskólabyggingu. Hugmyndin var að reisa leikskólabygginguna við grunnskólann og að byggja um leið við grunnskólann, en þar vantaði m.a. náttúrufræðistofu, sal og aðstöðu fyrir bókasafn.

Í sveitarfélaginu hefur um skeið verið nokkur óstöðugleiki í stjórnun og nýr meirihluti skipaður þrisvar á kjörtímabilinu. Þetta hefur m.a. bitnað á áformum um leikskólabyggingu, en í vor ákvað sá meirihluti sem nú ræður málum að hætta við að byggja leikskólann við grunnskólann, og ráðast þess í stað í nýbyggingu leikskólans á núverandi stað. Rökin sem sett voru fram fyrir þessari breytingu voru öðru fremur fjárhagsleg, þ.e. að það væri ódýrara, en einnig skipulagsleg, þ.e. að ekki hefði fundist góð lausn á staðsetningu nýbyggingarinnar við grunnskólann. Eins var bent á umferðarmál og vísað til veðurfars – að skjólsælla væri á gamla staðnum. Rétt er að halda því til haga að meirihlutinn tók þessa ákvörðun án samráðs við starfsfólk skólanna og málið kom heldur aldrei fyrir fræðslunefnd. Talsverð ólga varð í kjölfar þessarar ákvörðunar og í nóvember 2017 var ákveðið að efna til íbúafundar til að ræða þessi mál og kynna hin nýju áform. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Undirstaðan er traustið – Þankar um samstarf heimilis og skóla varðandi börn í vanda

í Greinar

Kristín Lilliendahl

 

Á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun 3. nóvember sl. kom í minn hlut að tala fyrir hönd samtakanna Erindis um samstarf heimila og skóla. Erindi er þjónustumiðstöð sem býður foreldrum og skólum aðstoð í málum sem varða samskipti og líðan barna upp að átján ára aldri. Hjá Erindi starfar fagfólk sem þekkir innviði grunnskólastarfs og hefur menntun og reynslu á sviði ráðgjafar og kennslu. Einnig hafa samtökin  sálfræðing, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðinga á sínum snærum sem koma að starfseminni eftir þörfum. Á þeim tíma sem Erindi hefur starfað hafa samtökin komið að fjölmörgum málum víða um land með ráðgjöf og fræðslu. Einnig hefur færst í aukana að foreldrar og skólar leiti til Erindis eftir talsmanni eða óháðum fagaðila til að sitja fundi þar sem úrlausna er þörf í samskiptum heimila og skóla. Þá hafa samtökin tekið að sér verkefni fyrir fræðsluyfirvöld svo sem ítarlegar athuganir, heildstæðar úrlausnir í eineltismálum og umbætur varðandi skólabrag svo eitthvað sé nefnt. Það er á grunni ofangreindrar reynslu sem hér er skrifað. Starfsemi Erindis hvílir á þeim manngildissjónarmiðum sem birtast í gildandi lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, barnaverndarlögum, Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna ásamt þeim áherslum sem fram koma í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 um ábyrgð og skyldur nemenda, starfsfólks skóla og foreldra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið unnin nákvæm rannsókn á eðli þeirra mála sem Erindi hefur sinnt, hafa ákveðnir þættir varðandi samskipti og skólastarf vakið oftar athygli okkar ráðgjafa en aðrir og verða þeir reifaðir hér. Til dæmis má nefna að flest þau mál sem Erindi hefur komið að, bæði að beiðni foreldra og skóla, varða börn á miðstigi. Allmargir skólastjórnendur, kennarar og aðrir fagaðilar sem við höfum átt samvinnu við hafa nefnt að samskiptavandi á miðstigi sé mun meiri nú en fyrir nokkrum árum. Það er í okkar huga verðugt rannsóknarefni að skoða hvort það sé reynslan í skólum landsins almennt og hvað hugsanlega veldur. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp