Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

mars 2022

SKÓLASLIT – einstök lestrarupplifun

í Greinar

Kolfinna Njálsdóttir, Heiða Ingólfsdóttir og Anna Hulda Einarsdóttir

Á þessu skólaári höfum við unnið að þróunarverkefninu Skólaslitum sem lýkur formlega nú í vor. Okkur langar að deila með ykkur sögu verkefnisins þar á meðal kveikjunni og hvað við höfum lært af verkefninu hingað til. Að verkefninu standa grunnskólar í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum ásamt kennsluráðgjöfum, félagsmiðstöðinni Fjörheimum og Bókasafni Reykjanesbæjar. Á vefsíðu verkefnisins www.skolaslit.is var sett inn allt efni sem tengdist verkefninu og var vefurinn öllum opinn. Að auki var netfangið skolaslit(hja)gmail.com nýtt til að koma upplýsingum til annarra skóla og taka við spurningum nemenda, kennara og annarra sem sýndu verkefninu áhuga. Í gegnum netfang verkefnisins tengdust grunnskólar um allt land og töldum við rúmlega hundrað skóla sem tóku þátt í verkefninu að hluta til eða öllu leyti. Hluti þessarar greinar hefur áður birst í Víkurfréttum, bæjarfjölmiðli á Suðurnesjum.

Markmið Skólaslita voru að búa til nýstárlega lestrarupplifun í samstarfi við Ævar Þór Benediktsson rithöfund, læra af drengjum, hlusta á þá og fá innsýn í hugarheim þeirra og hugmyndir varðandi nálgun á lestri og öflun og úrvinnslu upplýsinga. Einnig var markmiðið að auka áhuga þeirra á lestri með fjölbreyttri nálgun og með áherslu á áhugahvetjandi og merkingabær verkefni. Auk þess vildum við vinna með viðhorf kennara til drengja og lesturs og opna huga þeirra gagnvart ólíkum leiðum til öflunar upplýsinga og þekkingarsköpunar. Enn fremur vildum við gefa feðrum tækifæri til aukinnar þátttöku í lestrarnámi drengja og kanna viðhorf þeirra til lesturs. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Litið yfir farinn veg 25 árum eftir flutning grunnskólans frá ríki til sveitafélaga: Hverju hefur helst farið fram og hvað er brýnast að bæta?

í Greinar

Ingvar Sigurgeirsson

 

Á síðasta ári voru 25 ár síðan rekstur grunnskólans var fluttur yfir til sveitarfélaganna. Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að Skólaþing sveitarfélaga árið 2021 yrði helgað umræðu um farinn veg og horft fram á veginn til næstu 25 ára. Óskað var eftir því að ég ávarpaði þingið og fékk erindið heitið Hverju hefur helst farið fram og hvað er brýnast að bæta? (Erindið, sem er að finna hér, var raunar ekki flutt fyrr en 21. febrúar 2022 þar sem fresta þurfti þinginu af kunnum ástæðum.)

Á undanförnum árum og áratugum hef ég unnið með mörgum skólum og sveitarfélögum að verkefnum sem meðal annars hafa tengst kennsluháttum, skólaþróunarverkefnum, námsmati, samskiptum, skólaskipan, skólabyggingum og mótun skóla- og menntastefnu. Í þessari vinnu hef ég átt þess kost að eiga samræður við kennara og starfsfólk skóla, fulltrúa í sveitarstjórnum, nemendur, foreldra og íbúa og var hugmynd mín að byggja erindið á þessari reynslu og velja dæmi um það sem vel hefur verið gert, sem og um það sem mikilvægast væri að bæta.

Fljótlega eftir að ég fór að velta efninu fyrir mér og velja dæmi fæddist sú hugmynd að leita álits fólks sem vel hefur fylgst með skólamálum á undanförnum árum og sendi ég 25 skólamönnum beiðni um álitsgjöf og bað þá að svara fjórum spurningum:

  1. Getur þú tilgreint stuðning sveitarfélags við grunnskólastarf sem þér finnst vera til fyrirmyndar? Settu gjarnan stutt rök.
  2. Koma þér í hug skólaþróunarverkefni sem sveitarfélög hafa efnt til og eru til eftirbreytni? Eru einhver framúrskarandi?
  3. Hverjar eru stærstu áskoranir sem sveitarfélög standa nú frammi fyrir gagnvart grunnskólanum?
  4. Hvaða lærdóma má helst draga af reynslunni af flutningi grunnskólans frá ríki og yfir til sveitarfélaganna?

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Skynreiða að leiðarljósi í námi barna

í Greinar

Anna Sofia Wahlström, Hildur Vilhelmsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir

Hver einasta mannvera uppgötvar heiminn í gegnum skynfæri. Í Gefnarborg leitum við leiða til að viðhalda þessari eðlislægu leið barna til að læra og þroskast. Við leggjum áherslu á að vinna með skilningarvitin fimm: heyrn, sjón, lykt, bragð og snertingu, ásamt jafnvægisskyni, líkamsstöðuskyni og líffæraskyni. Hugtakið „skynreiða“ vísar til úrvinnslu, samþættingar og skipulags skynupplýsinga frá líkamanum og umhverfinu. Með öðrum orðum: Hvernig við upplifum, túlkum og bregðumst við upplýsingum sem koma frá skynfærum okkar. Skynreiða þroskast samhliða eðlilegum þroska hjá börnum, þegar börn byrja að velta sér, skríða, ganga og leika. Skynreiða er mikilvæg í öllu því sem við gerum daglega.

Í leikskólanum Gefnarborg eru margir kennarar og starfsfólk með langa og víðtæka reynslu af starfi með börnum. Við upplifum að þrátt fyrir reynslu okkar höfum við ekki verið nægjanlega meðvituð um þann möguleika að vinna með skynjun í leikskólastarfi á skipulagðan hátt. Skynjun fer fram án þess að við gefum því sérstakan gaum alla daga, ótal sinnum á dag. Ljóst er að allt frá fæðingu nýta börn skynfærin og skynjun til að áskapa sér þekkingu og skilning. Svo virðist sem við höfum haft tilhneigingu til að „gleyma“ að nýta okkur þessa eðlislægu aðferð barna til náms og förum ósjálfrátt að leggja meiri áherslu á talað mál. Þegar við kynntumst hugtakinu skynreiða og þeim fræðum sem að baki búa fundum við að þar var komin aðferð sem við gátum nýtt okkur til þróa leikskólastarfið.

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Áhugaverð starfstengd verkefni á Menntavísindasviði

í Greinar

Ritstjórn Skólaþráða í samvinnu við kennara á Menntavísindaviði

 

Nýlega var í Háskóla Íslands úthlutað styrkjum sem ætlað er að styðja við virka þátttöku akademískra starfsmanna í samfélaginu í krafti rannsókna þeirra og sérþekkingar. Sjö kennarar á menntavísindasviði hlutu þessa styrki sem allir eru mjög forvitnilegir:

  • Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Bragðlaukaþjálfun – kennslumyndbönd fyrir skóla og fjölskyldur.
  • Erlingur Jóhannsson, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Heilsuhegðun ungra Íslendinga.
  • Guðrún Ragnarsdóttir, dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði: Samtal um málefni framhaldsskólans í heimsfaraldri: Hlaðvarp nýtt til starfsþróunar.
  • Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent við Deild faggreinakennslu: List augnabliksins. Börn og leikhús, samstarf við Þjóðleikhúsið.
  • Sara Margrét Ólafsdóttir, dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði: Undirbúningstímar í leikskólum: Með hag barna að leiðarljósi.
  • Susan Elizabeth Gollifer, aðjunkt við Deild menntunar og margbreytileika: Creating cross-cultural spaces and places: A community outreach collaboration between the Red Cross and Menntavísindasvið.
  • Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Efling félagslegrar virkni barna í Breiðholti með ólíkan bakgrunn.

Ritstjórn Skólaþráða bað styrkþegana um að segja lesendum frá þessum verkefnum, markmiðum þeirra og framkvæmd og brugðust þau vel við. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp