Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

desember 2024

Útisvæði við leikskólann Árbæ á Selfossi

í Greinar

María Ösp Ómarsdóttir

 Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til samkeppni um áhugavert námsumhverfi. Meðal þeirra sem sendu framlag var María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri í leikskólanum Árbæ á Selfossi. María Ösp tilnefndi útileiksvæði við leikskólann.

Leikskólinn Árbær á sér sögu frá árinu 2002 er hann hóf starfsemi. Leikskólinn var stækkaður árið 2006 og er nú með sex kjarna. Frá því í ágúst á þessu ári 2024 hefur leikskólinn verið rekinn af Hjallastefnunni. Leikskólastjórinn María Ösp Ómarsdóttir kom til starfa í leikskólanum 1. nóvember 2023 og fljótlega vaknaði sú hugmynd að gera breytingar á útisvæði leikskólans. Leiksvæðið var orðið lúið og var ekki í anda Hjallastefnunnar, en einn af grunnþáttum Hjallastefnunnar er opinn efniviður; leik- og námsefni sem ekki hefur eina lausn eða hlutverk, heldur hefur marga athafnakosti og getur þjónað mismunandi tilgangi eftir því hver meðhöndlar hann.

Hafist var handa við breytingarnar á útileiksvæði Árbæjar í febrúar 2024. Í fyrstu voru það Linda Mjöll Stefánsdóttir og Daníel Hjörtur Sigmundsson sem fylgdu verkefninu úr hlaði. Verkefnið er hugsað sem þróunarverkefni til langs tíma í samstarfi kennara, foreldra og barna. Markmiðið er að til verði náttúrulegt, skapandi og sjálfbært leiksvæði þar sem tækifæri eru til ræktunar á matvælum og til heilsdags útináms. Þá er leitast við að skapa kjöraðstæður til sjálfbærnináms Síðast en ekki síst að styrkja tengsl leikskólans við fjölskyldur barnanna með þátttöku þeirra í mótun útisvæðisins. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Áhugavert námsumhverfi: Námsrými í 8. bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi

í Greinar

Aldís Aðalsteinsdóttir, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson og Þorbjörg María Ólafsdóttir

Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til „samkeppni“ um áhugavert námsumhverfi. „Samkeppninni“ var fylgt úr hlaði með þessum orðum:

Margir kennarar, sem og þeir sem skipuleggja félags- og tómstundastarf, leggja rækt við að skipuleggja frjótt og skapandi umhverfi fyrir nemendur (og stundum með þátttöku þeirra). Nefna má umhverfi í leikskóladeildum eða skólastofur eða önnur námsrými í grunn- og framhaldskólum. Ekki má gleyma list- og verkgreinastofum, verkstæðum eða öðrum rýmum fyrir skapandi starf. Enn má nefna útikennslustofur, leikvelli, skólasöfn og aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf. Snjallar lausnir við að skipuleggja rafrænt námsumhverfi koma einnig til greina.

Við hvetjum ykkur til að senda okkur myndir af námsumhverfi sem þið hafið skipulagt og látið fylgja greinagóðar lýsingar, skýringar, uppdrætti eða teikningar eftir því sem nauðsynlegt er. Efnið á að vera tilbúið til birtingar og áskilja samtökin sér rétt til að birta efnið í Skólaþráðum í samráði við þá sem leggja það til.

Gæsalappirnar utan um orðið „samkeppni“ vísa til þess að dregið  var um það hver fengju verðlaunin, en alls bárust á annan tug lýsinga. Meðal þeirra sem sendu framlag voru þrír kennarar við Brekkubæjarskóla á Akranesi, þau Aldís Aðalsteinsdóttir, Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson og Þorbjörg María Ólafsdóttir.

Hér lýsa þau þessu skemmtilega námsumhverfi í orðum og myndum. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Skapandi námsumhverfi í leikskólanum Jörfa

í Greinar

Vessela  Stoyanova Dukova

 

Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til samkeppni um áhugavert námsumhverfi. Meðal þeirra sem sendu inn framlag var Vessela Dukova leikskólastjóri í leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Vessela tilnefndi breytingar sem gerðar hafa verið á sameiginlegu leiksvæði innan leikskólans.

Vessela Dukova leikskólastjóri hóf störf við leikskólann sumarið 2024 og hóf innleiðingu á nýrri skólastefnu í anda Reggio Emilia. Ein af megi áherslum Reggio Emilia hugmyndafræðinnar er að virða sjónarhorn barna, hvetja þau til sköpunar og efla rannsóknargleði þeirra í gegnum leik og samskipti.  Umhverfið leikur mikilvægt hlutverk í námi barnanna þar sem það getur ýtt undir rannsóknarvinnu og sköpun barna. Þessi hugmyndafræði dregur fram að vel skipulagt umhverfi getur stutt við nám með því að vera hvetjandi og opið fyrir ýmsum aðferðum. Áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, á jákvæða sjálfsmynd, sjálfstæði og frumkvæði í uppeldinu. Áhugi, sköpun og skoðanir eru virtar í samspili barna við önnur börn, fullorðna og umhverfi sitt. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Áhugaverð myndmenntastofa í Grunnskóla Snæfellsbæjar

í Greinar

Ingiríður Harðardóttir

 

Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til „samkeppni“ um áhugavert námsumhverfi. „Samkeppninni“ var fylgt úr hlaði með þessum orðum:

Margir kennarar, sem og þeir sem skipuleggja félags- og tómstundastarf, leggja rækt við að skipuleggja frjótt og skapandi umhverfi fyrir nemendur (og stundum með þátttöku þeirra). Nefna má umhverfi í leikskóladeildum eða skólastofur eða önnur námsrými í grunn- og framhaldskólum. Ekki má gleyma list- og verkgreinastofum, verkstæðum eða öðrum rýmum fyrir skapandi starf. Enn má nefna útikennslustofur, leikvelli, skólasöfn og aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf. Snjallar lausnir við að skipuleggja rafrænt námsumhverfi koma einnig til greina.

Við hvetjum ykkur til að senda okkur myndir af námsumhverfi sem þið hafið skipulagt og látið fylgja greinagóðar lýsingar, skýringar, uppdrætti eða teikningar eftir því sem nauðsynlegt er. Efnið á að vera tilbúið til birtingar og áskilja samtökin sér rétt til að birta efnið í Skólaþráðum í samráði við þá sem leggja það til. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp