Útgefandi Skólaþráða eru Samtök áhugafólks um skólaþróun. Samtökin eru umræðu- og samstarfsvettvangur fólks sem hefur áhuga á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum. Samtökin voru stofnuð á Selfossi 18. nóvember 2005.

Samtökin henta kennurum og öðru starfsfólki skóla, stjórnendum, kennsluráðgjöfum og kennaramenntunarfólki, sem og öðrum þeim sem áhuga hafa á að efla þátt fjölbreyttra kennsluaðferða, skapandi viðfangsefna, teymiskennslu, heildstæðrar kennslu, samvinnunáms, nemendamiðaðs náms og fjölbreytts námsmats.

Samtökin gangast fyrir ráðstefnum þar sem skólafólk miðlar af reynslu sinni, skiptist á skoðunum og lærir hvert af öðru. Þá halda samtökin úti þessum upplýsingavef: www.skolathroun.is og gefa út vefmiðilinn Skólaþræði, auk þess að annast Íslensku menntaverðlaunin í samvinnu við fjölmarga aðila.

Rúmlega 300 manns gerðust stofnfélagar en félagar nú eru rúmlega 800. Þeir sem áhuga hafa á að ganga til liðs við samtökin eða styðja þau er bent á að snúa sér til ritara samtakanna (ingvar@hi.is). Félagsgjald er kr. 2000.- á ári (innheimtugjald innifalið). Einnig er hægt að skrá sig hér og senda ritara tilkynningu um skráninguna (skolastofan(hja)skolastofan.is).

Kennitala samtakanna er 451205-0720

Nánari upplýsingar eru á www.skolathroun.is