Eva HarðardóttirUmræða um öryggi og varnir hefur á síðustu misserum orðið æ háværari hér á landi í takt við þróun heimsmála. Við fáum fréttir af fjölþátta ógnum og fylgjumst með skoðanaskiptum um aukið varnarsamstarf samhliða nýjum áherslum í netöryggismálum. Allt er þetta mikilvægt og jafnvel löngu tímabært fyrir lítið land eins og Ísland sem reiðir sig að verulegu leyti á alþjóðasamvinnu og samninga. Ég sakna þess þó að heyra fjallað um ákveðið lykilhugtak í þessari umfjöllun og það er hugtakið friður. Það virðist oft gleymast að öryggi verður ekki tryggt án friðar. Staðreyndin er nefnilega sú að friður er ekki afleiða öryggis heldur forsenda þess og frumorka. Að sama skapi hefur farið of lítið fyrir því að ungu fólki sé treyst til að taka þátt í umræðu um það með hvaða hætti við stuðlum að öruggu og friðsamlegu samfélagi. (meira…)

Veturinn 2024-25 tóku kennarar úr Verzlunarskóla Íslands og Det frie Gymnasium í Kaupmannahöfn þátt í starfsþróunarverkefni sem var styrkt af Nordplus. Markmið verkefnisins var að skoða kennsluhætti og námsmat í framhaldsskólum, einkum innan félagsgreina. Þátttakendur frá Versló voru höfundar þessarar greinar. Óli og Nanna eru sögu- og félagsgreinakennarar, en Ármann kennir ensku og heimspeki auk þess að vera fráfarandi alþjóðafulltrúi skólans. Frá Det frie voru þátttakendur Michael Bang Sörensen, Kevin Gjedde og Mikkel Risbjerg Nielsen, allir sögu- og félagsgreinakennarar, auk þess sem Michael starfar sem námsráðgjafi. Sameiginlega er hópurinn með áratuga kennslureynslu í farteskinu. Í þessari grein verður farið yfir það sem við upplifðum í Danmörku og dregnar af því ályktanir varðandi kennslu á Íslandi.
Baldvin KristjánssonFyrstu kynni mín af hugtakinu „skóli án aðgreiningar“ voru þegar ég, nýbyrjaður að kenna, spurði samstarfsfólkið út í hvers vegna þau hefðu litla trú á því sem fræðimenn höfðu um skólann að segja. Sem skínandi dæmi um fallega hugsjón sem virkar ekki drógu þau út „skóla án aðgreiningar“. Samkvæmt samstarfsfólki mínu var þetta illa útfærð hugsjón sem ráðuneytið hafði kynnt með miklum loforðum um stuðning og starfsþjálfun sem aldrei stóðust. Eftir sátu kennarar með námshóp sem þeir þekktu ekki, með þarfir sem þeir vissu ekki hvernig átti að sinna. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um framkvæmdina og enn er fjallað um hvað skóli án aðgreiningar þýðir í raun. (meira…)
Ívar Rafn JónssonGreinin fjallar um notkun gervigreindar í námi út frá sjónarhóli samræðuhyggju. Færð eru rök fyrir því að hefðbundnar hugmyndir um nám geti haft áhrif á hvernig tekst til við að innleiða gervigreind í skólastarf. Í greininni beini ég sjónum að því hvernig samræða við gervigreind getur litið út í anda þeirrar samræðuhyggju sem Rupert Wegerif (2025) lýsir í bókinni Rethinking Educational Theory. Með þessari nálgun er leitast við að hugsa um leiðir til að nýta gervigreindina til að styðja við gagnrýna hugsun, gaumgæfa sjónarmið annarra og spyrja góðra spurninga. Slík nálgun kallar á endurskoðun kennsluhátta þar sem áhersla er færð frá miðlun yfir á hlutverk kennarans í að styðja við og efla samræðuna. (meira…)
Súsanna Margrét GestsdóttirMörg þekkjum við til nemenda sem koma uppveðraðir heim úr skólanum eftir líflegar samræður um brennandi málefni sem hátt ber. Spennandi er að fá tækifæri til að lyfta umræðu sem hvort eð er á sér stað utan skólastofunnar upp fyrir karp sem gjarnan snýst um að „vinna“ samtalið og taka þess í stað þátt í rökstuddum samræðum þar sem mörg sjónarhorn eru skoðuð, án þess að markmiðið sé að ákvarða hvert þeirra sé best. Því má slá föstu að líklegra sé að nám eigi sér stað ef viðfangsefnin tengjast reynsluheimi nemenda og tilgangurinn með því að fjalla um þau sé því auðsær. Áratugum saman hafa þau sem aðhyllast hugsmíðahyggju varpað ljósi á mikilvægi þessa (sjá t.d. Bada og Olusegun, 2015), bæði til þess að nemendur geti byggt ofan á eða í kringum fyrirliggjandi þekkingu sína og til að þeir séu virkir þátttakendur í eigin námi, frekar en óvirkir viðtakendur. Að færa samtímaumræðu og dægurmenningu inn í skólastofuna er upplögð leið að þessum markmiðum. (meira…)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína GunnþórsdóttirÍ grein okkar, sem birtist í Skólaþráðum í nóvember 2022 (sjá hér og á ensku á sama vettvangi í febrúar 2023, sjá hér), gerðum við grein fyrir rýni okkar á fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda sem samin var til að fylgja eftir Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151 (2021). Sú áætlun reyndist vonbrigði þar sem hún var safn aðgerða og verkþátta sem var lítið sem ekkert forgangsraðað eða sett í samhengi við önnur stefnuskjöl. Nú er komin út önnur aðgerðaáætlunin og okkur langar að fylgja henni eftir með sambærilegum hætti og í fyrri umfjöllun.
Margt hefur gerst á þeim fjórum árum sem liðu frá fyrstu aðgerðaáætlun. Ráðuneyti menntamála var breytt þannig að það er nú mennta- og barnamálaráðuneyti og málefni háskóla flutt í annað ráðuneyti. Ríkisstjórnarskipti urðu tvívegis (í árslok 2021, en sömu flokkar, og í árslok 2024, að öllu leyti aðrir flokkar). Stofnuð var Miðstöð menntunar og skólaþjónustu á grunni Menntamálastofnunar. Ráðherraskipti urðu þrívegis, það er í árslok 2021, árslok 2024 og mars 2025.
Í nýju aðgerðaáætluninni er því haldið fram að innleiðing fyrstu aðgerðaáætlunar hafi gengið vel, mörgum aðgerðum sé lokið og aðrar enn í vinnslu (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2025a, bls. 5). Tæpu ári fyrr hafði verið gerð grein fyrir stöðu innleiðingarinnar í skjali sem kom út í tengslum við Menntaþing 30. september 2024. Þar kemur til dæmis fram að af 41 verkþætti sé 21 verkþætti lokið og 16 í vinnslu (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2024a, bls. 20). (meira…)
Erna Ingibjörg Pálsdóttir
Á undanförnum árum hefur ákall verið um breytingar og aukna áherslu á fjölbreytni í námsmati. Áherslur í námsmati breyttust í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og í greinasviðum hennar frá 2013. Þar var gerð breyting á því hvað lagt er til grundvallar í námsmati og þá boðaðar umtalsverðar breytingar á skipulagi og framsetningu námsmats. Áherslurnar endurspegla þær breytingar sem hafa átt sér stað í þróun námskrár í nágrannalöndum okkar og fylgir sú þróun leiðbeiningum alþjóðlegra stofnana á borð við OECD (2019). Markmið náms sem áður höfðu beinst fyrst og fremst að þekkingu og leikni eru nú sett fram sem lýsingar á hæfni nemenda. Með hæfni er átt við það hvernig einstaklingur notar þá þekkingu og leikni sem hann aflar sér, það er hvað hann gerir með það sem hann veit og getur. Áherslubreytingin felst í því að viðmiðin eru nemendamiðuð, þ.e. lögð er áhersla á hvað nemandinn á að tileinka sér. Við mat á hæfni nemenda er mikilvægt að nota fjölbreyttar matsaðferðir sem jafnframt hæfa markmiðum náms og kennslu. (meira…)
Þorlákur Axel Jónsson
Íslenska skólakerfið er ekki hátt metið í samanburði við önnur sambærileg samkvæmt PISA-rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Skýrir viðleitni nemenda á PISA þessa stöðu íslenska skólakerfisins? Er ástæða hins lága mats á skólakerfinu sú að einstaka nemendur leggja sig ekki fram? Er ástæða hnignandi frammistöðu einfaldlega sú að nemendur eru hættir að taka PISA alvarlega?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Snemma vors 2018 hafði Hörður Svavarsson samband við mig til að herma upp á mig loforð frá því mörgum árum fyrr: að leiðbeina honum við meistaraprófsrannsókn en í millitíðinni sinnti Hörður öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.
Við hittumst svo síðla vors þetta sama vor og Hörður byrjaði að undirbúa rannsóknarvinnuna. Hann var með skýrar hugmyndir um að hann vildi rannsaka leikrýmið sem leikskólabörn hefðu því að talið væri of þröngt um þau; ég setti nokkurs konar skilmála um að það yrði kynjafræðileg vídd í verkefninu sem Hörður féllst á.
Geir Finnsson
Á vorönn 2025 bauð Menntaskólinn við Sund upp á nýjan áfanga um gervigreind og ábyrga notkun á henni. Áfanginn, sem ber heitið Gervigreind & samfélag, var settur á laggirnar í kjölfar ört vaxandi áhrifa gervigreindar, nánar tiltekið spunagreindar (e. generative AI) á skólastarfið auk umræðu innan skólans um mikilvægi þess að fræða nemendur um áhrif, tækifæri og áskoranir sem fylgja þessari nýju tækni. Með spunagreind er átt við skapandi gervigreind sem getur útbúið alls kyns texta, mynd- og hljóðefni út frá sérstökum skipunum. Markmið áfangans var að undirbúa nemendur undir nýjan veruleika þar sem gervigreind gegnir sífellt stærra hlutverki, jafnt í námi sem og starfi. Hér verður fjallað um reynslu mína af kennslu þessa áfanga, innihaldi hans og þær kennsluaðferðir sem stuðst var við. (meira…)