Gæði menntakerfis markast af starfsskilyrðum
Berglind Rós Magnúsdóttir
Susan Robertson (2016) prófessor við Cambridge háskóla, hefur vakið athygli á að eftir árið 1990 hafi orðið umskipti í alþjóðlegri orðræðu um kennara. Frá þeim tíma hefur skilgreining á „góðum“ kennara verið drifin áfram af nákvæmum samanburði á ýmsum mælanlegum þáttum sem varða kennslu og árangur frá stofnunum á borð við OECD og Alþjóðabankann sem gefa síðan út ráðleggingar um hvernig móta beri kennara, kennsluaðferðir og kennaramenntun. Robertson hefur orðræðugreint fjölþjóðleg stefnuskjöl um kennara, skjöl sem hafa fengið mikla athygli og útbreiðslu. Hún rekur hvernig skýrslan Teachers matters sem kom út árið 2005 hjá OECD hafi markað þáttaskil í orðræðu um kennara, þar sem fagmennska þeirra var gerð tortryggileg og orðræðan um hinn skilvirka kennara ruddi sér til rúms. Þar kom fyrst upp þessi setning sem hefur gengið ljósum logum um heimsbyggðina, þ.e. að gæði menntakerfis geti ekki orðið meiri en gæði þeirra kennara sem þar starfa. Eflaust er hæpið að menntakerfi sé gott ef þeir sem vinna innan þess eru upp til hópa ekki fagmenn. En einnig hefur verið ályktað í hina áttina, þ.e. þegar verr gengur þá sé það ávallt til marks um að kennararnir og stjórnendurnir séu slakir. Í þessari staðhæfingu felst sú hugmynd að skólinn sem stofnun sé eins konar eyland, að félagslegt samhengi sé aukaatriði, þ.e. hvers konar starfsaðstæður séu í skólanum, hvers konar velferðarkerfi séu við lýði eða hvernig efnahagsleg og félagsleg formgerð einkenni samfélagið. Þessi hugsun er kjarninn í því sem kallað er frammistöðuvæðing (e. performativity). Þá er frammistaða nemenda í menntakerfinu sem mæld er á einum tímapunkti spyrt saman við gæði eða gildi fagmanneskjunnar, þ.e. kennarans, sem kennir þeim þegar mælingin fer fram, óháð uppeldis- og skólasögu nemenda eða þeim aðstæðum sem kennari og nemendur eru sett í. Þessi mæling er svo nýtt til að leggja mat á framleiðni og gæði stofnunar (Ball, 2003). Lesa meira…
Stóru-Vogaskóli, 150 ára saga: 1872–2022
Þorvaldur Örn Árnason
Haustið 2022 átti Stóru-Vogaskóli 150 ára afmæli. Af því tilefni birti ég vikulega þátt úr sögu skólans í Víkurfréttum. Alls urðu þetta 46 þættir sem þar birtust. Síðar bættust fjórir við.
Haustið 2021 fékk ég þá hugmynd að vinna úr gögnum sem ég hafði safnað í tengslum við 140 ára afmæli skólans 2012, hvattur til þess af Snæbirni Reynissyni skólastjóra og Hauki Aðalsteinssyni sagnfræðigrúskara, sem höfðu þegar um aldamótin safnað dálitlu efni og haldið upp á 130 ára afmælið 2002. Talsvert af handskrifuðum gögnum frá allri 20. öld voru varðveitt í skólanum. Þau nýttust vel við skrif þessi en auk þess leitaði ég víða fanga eins og gerð er grein fyrir 49. þætti, sjá hér.
Eftir að hafa birst í Víkurfréttum var öllu efninu safnað saman á vefsíðu Stóru-Vogaskóla, sjá hér: Þættir úr sögu skólans – Stóru-Vogaskóli. Einnig er hægt að nálgast efnið í prentvænni útgáfu, sjá hér.
Hvatinn að þessum skrifum var ekki síst sá að mér fannst skólinn hafa verið sniðgenginn þegar fjallað var opinberlega um elstu barnaskóla landsins. Sem dæmi má nefna í tveggja binda verki Kennaraháskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar frá 2008, Almenningsfræðsla á Íslandi, er skólinn ekki nefndur á nafn. Mér þótti því brýn ástæða til að draga sögu skólans fram í dagsljósið. Stóru-Vogaskóli er þriðji elsti barnaskólinn á Íslandi sem hefur starfað samfleytt. Lesa meira…
Menntakerfi í krísu?
Eva Harðardóttir
Þegar ég útskrifaðist með doktorspróf í menntunarfræðum fékk ég að gjöf bol með áletruninni What would Hannah Arendt do? Þar var á ferðinni ákveðinn einkahúmor en nú sléttu ári eftir útskrift sit ég í bolnum og velti þessari spurningu alvarlega fyrir mér í ljósi þeirrar líflegu en oft og tíðum afar neikvæðu opinberu umræðu sem einkennir menntamálin á Íslandi. Daglega birtast greinar í fjölmiðlum sem viðra mismunandi skoðanir á kjörum og vinnuframlagi kennara, gæðum náms, árangri nemenda, líðan þeirra og möguleikum til farsællar framtíðar. Orðræðan er í þeim anda að krísuástand virðist ríkja á vettvangi menntunar. En í hverju nákvæmlega liggur þessi krísa?
Árið 1954 skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt (2006) stutta en þýðingarmikla grein sem bar heitið The Crisis in Education þar sem hún rýnir í bandarískt menntakerfi. Greinin hefst á þeim orðum að ekki þurfi auðugt ímyndarafl til að gera sér grein fyrir þeim hættum sem stafi af stöðugt hnignandi gæðum í skólakerfinu. Áhyggjuefni þess tíma voru meðal annars slök lestrarfærni drengja, agaleysi nemenda og efasemdir um störf kennara. Hljómar kunnuglega? Lesa meira…
Tilraun til að innleiða litakvarða í stað talnakvarða í leiðsagnarnámi
Hafsteinn Óskarsson og Sigurrós Erlingsdóttir
Í þessari grein er sagt frá starfendarannsókn í framhaldsskóla þar sem höfundar innleiddu litakvarða í stað einkunnakvarða með tölum í tengslum við innleiðingu leiðsagnarnáms.
Menntaskólinn við Sund hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarinn áratug. Samfara því að fjögurra ára bekkjarkerfi var lagt niður og þriggja anna áfangakerfi tekið upp hefur námið verið stytt í þrjú ár. Með þessari kerfisbreytingu hafa yfirlitspróf horfið og í staðinn komið símat í áföngum sem spanna tólf vikur. Við tvö, höfundar þessarar greinar, höfum kennt lengi við skólann og höfum þurft að laga kennsluna að breyttu umhverfi. Kennslugreinar okkar eru íslenska og hagfræði. Leiðsagnarnám hentar vel til að bregðast við breytingum í skólanum þar sem áhersla er lögð á virkni nemenda í að móta nám sitt og axla ábyrgð á því. Skólinn hefur unnið markvisst að innleiðingu leiðsagnarnáms frá haustinu 2017 (sjá Hjördís Þorgeirsdóttir, 2020, 2023). Leiðsagnarnám miðar að því að nemendur og kennari velji leiðir sem séu árangursríkari en ef matið hefði ekki farið fram. Við innleiðinguna hefur verið stuðst við kenningar Wiliams (2018) um leiðsagnarmat (e. formative assessment) og Hattie og Clarke (2019) um markvissa endurgjöf. Lesa meira…
Reynsla kennara að byggja upp hugsandi skólastofu í framhaldsskóla
Eyþór Eiríksson
Þessi grein fjallar um reynslu stærðfræðikennara í framhaldsskóla af kennslunálgun sem ber heitið hugsandi skólastofa (e. thinking classroom). Í greininni er gert ráð fyrir að lesandi þekki til grunnatriða hugsandi skólastofu. Bent er á bókina Building Thinking Classrooms in Mathematics: Grades K-12 eftir Peter Liljedahl. Von er á íslenskri útgáfu bókarinnar í þýðingu Bjarnheiðar Kristinsdóttur. Aftan við greinina er birtur listi yfir greinar og ritgerðir á íslensku um hugsandi skólastofu.
Hugvekja á Menntaþingi 2024 um nýja aðgerðaáætlun ráðherra
Berglind Rós Magnúsdóttir
Drög að nýrri aðgerðaáætlun í menntamálum 2024–2027 liggja nú fyrir en áætlunin er hugsuð til að aðgerðabinda hugmyndir sem birtust í Menntastefnu 2030. Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024 hefur legið fyrir frá árinu 2021 og við eigum svo væntanlega von á þriðju aðgerðaáætlun fyrir 2027-2030, vonandi áður en árið 2027 gengur í garð. Ég brást við þessum drögum á nýliðnu Menntaþingi, á útgáfudegi skjalsins, en hef nú hripað niður nokkur atriði til viðbótar eftir að hafa lesið skjalið með aðgerðaáætluninni betur og setið allt þingið. Meginþunginn í þessu greinarkorni byggir á því sem ég sagði á þessum fimm mínútum sem mér voru úthlutaðar á þinginu. Hér er ekki gerð tilraun til að skoða vinnulag, form skjalsins eða tengsl áætlunar við Menntastefnu 2030 heldur er hér eingöngu rætt um drögin og inntak þeirra og þau skoðuð í samhengi við nýlegar rannsóknir og fræðilegar spurningar um hlutverk menntunar. Lesa meira…
Íslenska módelið í starfsmenntun – nokkrar hugleiðingar í kjölfar heimsókna í framhaldsskóla
Stephen Billett (Griffith Háskóla í Ástralíu) og Elsa Eiríksdóttir (Háskóla Íslands)
Í júní 2024 heimsótti ástralski fræðimaðurinn Stephen Billett Ísland í tilefni ráðstefnu NordYrk, norræns netverks um rannsóknir á starfsmenntun, sem haldin var í Háskóla Íslands. Heimsóknin var einnig nýtt til að fræðast um íslenskt starfsmenntakerfi og dvaldi hann hér þrjár vikur eftir ráðstefnuna. Stephen Billett er prófessor í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu og hefur stundað víðtækar rannsóknir á því sviði. Í gegnum fræðistörf sín hefur hann kynnst starfsmenntakerfum víða um heim og því þótti athyglisvert að heyra hvernig íslenska starfsmenntakerfið birtist honum. Eftirfarandi pistill er samantekt á hugleiðingum Stephen Billett eftir heimsóknir í þrjá framhaldsskóla og samtöl höfunda í kjölfarið. Heimsóknirnar í Tækniskólann, Borgarholtsskóla og Verkmenntaskólann á Akureyri voru óformlegar og byggðust fyrst og fremst á samtölum við stjórnendur og kennara og kynningu á starfi skólanna. Lesa meira…
Reading fluency, reading fast or reading well? Interview with Dr. Jan Hasbrouck
Auður Soffíu Björgvinsdóttir in an interview with Dr. Jan Hasbrouck
Dr. Jan Hasbrouck is an academic and educational consultant with expertise in literacy studies. Dr. Hasbrouck worked as a literacy specialist and counselor for 15 years, then began teaching at the University of Oregon and later served as a professor at Texas A&M University. In recent years, Jan has worked as a consultant and expert for both public entities and independently from Seattle where she lives. Jan’s expertise lies in the field of literacy, especially literacy, assessment of reading, and teaching reading.
Jan Hasbrouck has written a number of articles and books on literacy. Among them is Conquering Dyslexia (2020), which has been taught at the University of Iceland School of Education. In January this year, the book Climbing the Ladder of Reading and Writing: Meeting the Needs of ALL Learners by Jan Hasbrouck and Nancy Young was published. This book will undoubtedly be a good addition to the teaching materials used at the School of Education, as it discusses how to meet the needs and strengthen the reading skills of a diverse group of students, whether students are struggling with challenges or whether reading learning is easy and needs further challenges. The book is based on Reading and the Writing Ladder by Nancy Young, which has been translated into Icelandic with the author’s permission (Nancy Young´s website). Lesa meira…
Lesfimi, að lesa hratt eða lesa vel? Viðtal við dr. Jan Hasbrouck.
Auður Soffíu Björgvinsdóttir ræðir við dr. Jan Hasbrouck
Dr. Jan Hasbrouck er fræðikona og ráðgjafi í menntamálum og sérfræðingur í læsisfræðum. Dr. Hasbrouck starfaði sem læsissérfræðingur og ráðgjafi í 15 ár en hóf svo kennslu við Háskólann í Oregon (University of Oregon) og gegndi síðar stöðu prófessors við Texas A&M University. Síðustu ár hefur Jan starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur bæði fyrir opinbera aðila og sjálfstætt gegnum fyrirtæki sitt JH Educational Services sem hún starfrækir frá Seattle þar sem hún býr. Sérþekking Jan á sviði læsis snertir einkum lesfimi, mat á lestri og lestrarkennslu.
Jan Hasbrouck hefur skrifað fjölda fræðigreina og bækur um læsi. Þeirra á meðal er Conquering Dyslexia (2020) sem kennd hefur verið við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í janúar á þessu ári kom út bókin Climbing the Ladder of Reading and Writing: Meeting the Needs of ALL Learners sem hún skrifar og ritstýrir með Nancy Young. Sú bók verður án efa góð viðbót við kennsluefni á Menntavísindasviði en í henni er fjallað um hvernig mæta megi þörfum og efla lestrarfærni fjölbreytts nemendahóps, hvort sem nemendur glíma við áskoranir eða veitist lestrarnámið auðvelt og þurfa frekari áskoranir. Grunnurinn að bókinni liggur í Lestrar og ritunarstiganum eftir Nancy Young, sem þýddur hefur verið á íslensku með leyfi höfundar. Lesa meira…
Menntun hugar og hjarta – nemandinn sem manneskja
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Th., Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Guðrún Helga Sigfúsdóttir og Ragnar Jón Ragnarsson
Skólaumhverfið iðar af lífi og tekur sífelldum og hröðum breytingum. Tæknibylting, heimsfaraldur og samkomutakmarkanir, góðæri og kreppa á víxl sem krefur skólafólk um ríka aðlögunarhæfni. Undanfarin ár hafa verið bæði viðburðarík og gjöful þegar kemur að þróunarstarfi innan Háteigsskóla. Hér verður gerð grein fyrir þremur þeirra þróunarverkefna sem hafa orðið til síðastliðin fjögur ár. Í Háteigsskóla er ríkjandi sú menning að nemandinn þekki sjálfan sig sem manneskju og uppskeri þannig sterkari sjálfsmynd og aukna sjálfstiltrú (e. self-efficacy). Verkefnin þrjú sem hér verða reifuð stefna öll að sama marki, að efla nemendur í námi, auka sjálfsþekkingu, seiglu og efla tengsl nemenda við sjálfa sig og aðra. Lesa meira…