Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Greinasöfn úr efnisflokkum

Greinar- síða 3

Að móta öðruvísi enskukennslu – Reynsla af vendinámi við enskukennslu í framhaldsskóla

í Greinar

Geir Finnsson

 

Undanfarið ár hef ég notið þeirra forréttinda að fá að kenna ensku í framhaldsskóla. Rétt eins og mér var sagt þegar ég hóf störf fyrir um einu og hálfu ári síðan hefur starfið reynst afskaplega gefandi og skemmtilegt.

Þess ber hins vegar að geta að skólinn sem ég kenni við, Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) við Keili, er frábrugðinn öðrum framhaldsskólum. Þessi nýjasti framhaldsskóli landsins, stofnaður árið 2019, er ekki aðeins óvenjulegur að því leyti að bjóða upp á tölvuleikjagerðarbraut, heldur fer kennslan þar einvörðungu fram með vendinámi. Lesa meira…

Chaotic first action plan in education

í Greinar

Hermína Gunnþórsdóttir and Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

September 2021 saw the publication of a document named Education Policy 2030. First Action Plan 2021-2024 (Ministry of Education and Culture, 2021). The plan is intended to serve as a follow-up to Parliamentary resolution on education policy for the years 2021–2030, no. 16. This is probably the most significant document on educational policy since the publication of the national curriculum guide for preschools, compulsory schools and secondary schools in 2011 and 2013 (compulsory school subject areas in the latter year). Consequently, this is an official paper which deserves careful scrutiny. Here, we, on the one hand, recount the events leading up to the publication of this action plan and, on the other, carefully examine the content and format of this first action plan relating to a new education policy.

In a nutshell, the plan is a compilation of actions and work components with little or no prioritization, nor is it placed in the context of other current policy documents. When plans for two new laws were published 17 October 2022 by the governmental consultative board a priority arrangement appeared, however, to the effect that the first two actions were of highest importance; on the one hand Planned legislation – school services and, on the other, Planned legislation – a new organization (Ministry of Education and Culture, 2022a, 2022b). Lesa meira…

Námskraftur eykur áhuga og ábyrgð nemenda á náminu

í Greinar

Hjördís Þorgeirsdóttir

 

Þessi grein er byggð á starfendarannsókn sem ég gerði sem félagsfræðikennari í Menntaskólanum við Sund frá 2017 til 2022 um leiðsagnarnám og námskraft nemenda. Hér beini ég athyglinni að námskraftinum sem er mjög mikilvægur til að auka áhuga og ábyrgð nemenda í fjölbreyttri verkefnavinnu sem leiðsagnarnám grundvallast á. Ég fékk rannsóknarstyrk frá Kennarasambandi Íslands, skilaði skýrslu um hana 2020 (sjá hér). Haustið 2017 var ég að hefja kennslu á ný eftir að hafa verið konrektor við MS í 15 ár.  Þá var nýbúið að taka upp nýtt þriggja anna kerfi í MS með þremur jafnlöngum önnum, haust-, vetrar- og vorönn. Hver önn hefur 50 kennsludaga og 10 námsmatsdaga sem er dreift yfir önnina. Við hættum með lokapróf og hefðbundinn prófatíma en höfum nú símat í öllum áföngum. Nemendur eru í fjórum til fimm námsgreinum á önn og aðeins þremur á hverjum degi í kennslustundum sem eru 80 til 120 mínútur að lengd. Þetta er mjög góður jarðvegur fyrir leiðsagnarnám byggt á verkefnabundnu námi. Þegar við breyttum yfir í verkefnabundið nám þá fluttist áherslan frá kennslu yfir í nám og við fórum að hugsa meira um að fá nemendur til að læra að læra. Það kom í ljós hvað það skipti miklu máli að nemendur hefðu trú á eigin getu, hefðu áhuga á náminu og gætu bæði unnið sjálfstætt og með öðrum nemendum. Þá kom hugmyndafræðin um námkraftinn sterk inn hjá okkur. Lesa meira…

Lokaverkefni byggð á hugmyndum eflandi kennslufræði

í Greinar

Helga Birgisdóttir og Sigríður Halldóra Pálsdóttir

 

Allt nám hefur mótandi áhrif á einstaklinga og í því er fólginn vegvísir.  Við Tækniskólann hefur frá hausti 2016 verið starfrækt stúdentsbrautin K2: Tækni- og vísindaleið. Á brautinni er markvisst unnið með þá hugmyndafræði að til að árangursríkt nám geti farið fram þarf að bjóða nemendum  upp á efnivið sem ýtir undir virkni þeirra og tengist daglegu lífi og áhugaverðum málefnum. Á brautinni eru alla jafna þrjár bekkjardeildir í þremur árgöngum og er námið lagt upp þannig að hverri önn er skipt upp í tvær spannir. Nám og kennsla á K2 hefur frá upphafi verið skipulagt með það að leiðarljósi að gefa nemendum tækifæri á að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum í umhverfi sem er bæði skapandi og örvandi. Á brautinni er nú, um sjö árum eftir stofnun hennar, höfuðáhersla á verkefnastýrt nám þar sem hugmyndafræði leiðsagnarnáms er í forgrunni.

Tilgangur þessarar greinar er ekki að fjalla um þá bók- og verknámsáfanga sem eru til grundvallar stúdentsprófi á brautinni, heldur að skoða sérstaklega lokaverkefni sem eru á dagskrá nemenda svo til hverja önn, þróun þeirra og framtíðarsýn. Þessi lokaverkefni eru þverfagleg og byggð í kringum grunnþætti menntunar, eins og þeir eru settir fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011), auk þess sem unnið er með ákveðna þætti sem tengjast lykilhæfni og hæfniviðmiðum þeirra faggreina sem tengjast hverju verkefni fyrir sig.

Hér verður gerð grein fyrir þróun, skipulagi og framtíð lokaverkefnanna og þeim kennslu- og námsaðferðum sem þar er beitt með sérstakri áherslu á það hvernig hægt er að vinna á skapandi hátt en um leið í takt við aðalnámskrána og skapa þannig vegvísa framtíðar fyrir nemendur okkar. Stiklað verður á stóru um hugmyndafræðina, fjallað um samstarfsaðila og ólík viðfangsefni, virkar náms- og kennsluaðferðir, markmið, hæfniviðmið, lykilþætti og námsmat. Lesa meira…

Suðurnesja-Sprettur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

í Greinar

Þjóðbjörg Gunnarsdóttir

Þegar hugmyndin að verkefninu Suðurnesja-Spretti vaknaði voru um 850 nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tæplega hundrað þeirra voru nemendur með annað móðurmál en íslensku. Haustið 2019 réði skólinn Þjóðbjörgu Gunnarsdóttur sem verkefnastjóra nemenda með annað móðurmál en íslensku. Helstu verkefni verkefnastjórans eru að kynna skólakerfið, skólareglur, námsbrautir, og stuðningskerfi skólans fyrir nemendum. Hann fylgist með námsframvindu nemenda, aðstoðar þá við námsval og er kennurum innan handar varðandi ýmis mál tengdum þessum nemendum. Verkefnastjóri er með um sjötíu nemendur í umsjón og er tengiliður þeirra við námsráðgjafa og kennara. Þörfin fyrir aðstoð og stuðning við nemendur af erlendum uppruna var fyrir hendi en varð enn greinilegri eftir ráðningu verkefnastjórans.

Þegar Háskóli Íslands fór af stað með tilraunaverkefnið Sprett, var óskað eftir aðstoð við að finna mögulega þátttakendur í verkefnið innan skólans. Fyrirstaða var í nemendahópnum með þátttöku í verkefninu þar sem nemendur þurftu að sækja það til Reykjavíkur. Þá kom upp sú hugmynd að fara af stað með sambærilegt verkefni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samstarfi við Háskóla Íslands. Þátttakendur væru nemendur FS með annað móðurmál en íslensku. Þar með væri stuðningurinn að koma frá nærsamfélaginu og væri innan nærþjónustu nemenda. Með samstarfi við Sprett innan Háskóla Íslands væri aukið við faglegan stuðning við nemendahópinn og aðstoðin gerð markvissari. Háskóli Íslands tók vel í þessa hugmynd og því var ákveðið að sækja um styrk hjá Þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið fékk nafnið Suðurnesja-Sprettur. Lesa meira…

Að 17 kennaranemar séu þegar komnir með raddveilueinkenni er óviðunandi

í Greinar

Kristín M. Jóhannsdóttir og Valdís Ingibjörg Jónsdóttir

 

Af öllum þeim starfstéttum sem „leigja“ rödd sína út sem atvinnutæki hafa raddir kennara verið álitnar í hvað mestri hættu (Verdolini og Ramig, 2001) enda hafa rannsóknir víða um heim sýnt að töluverður fjöldi starfandi kennara þjáist af raddveilum og þar með raddvandamálum (Vilkman 1996; Roy o.fl. 2004; Nybacka o.fl. 2012; Cantor Cutiva, Vogel og Burdorf, 2013). Sérstaklega hafa raddvandamál verið algeng meðal leikskólakennara (Sala o.fl., 2002; Kankare o.fl., 2012;).

Í íslenskri rannsókn á hávaða í leikskólum kom fram að um 20-25% kennaranna taldi sig vera með viðvarandi hæsi, kökktilfinningu í hálsi, raddbresti, rödd sem hvorki dugði í hávaða né í kennslu og um tíundi hluti hafði misst röddina, að minnsta kosti tímabundið (Jónsdóttir o.fl., 2015). Það er í samræmi við þær rannsóknir sem vísað hefur verið í hér að framan. Raddveilur eru ekki bara bagalegar fyrir kennarann sjálfan heldur hafa þær áhrif á hlustunargetu nemenda og þær geta kostað samfélagið mikið. Í bandarískri rannsókn frá 2001 kom t.d. í ljós að þjóðfélagslegur kostnaður Bandaríkjanna vegna raddvandamála kennara nam 2,5 milljarða dollara á ári (Verdolini og Ramig, 2001). Það er því mikilvægt að kennarar hafi góða raddheilsu. Lesa meira…

Hörðu málin í framhaldsskólunum

í Greinar

Grein (ávarp) birt til heiðurs dr. Jóni Torfa Jónassyni prófessor emeritus 75 ára

Súsanna Margrét Gestsdóttir

 

Þegar ég var beðin að tala hér í nokkrar mínútur um framhaldsskólann fann ég strax að mig langaði til að tala um hörðu málin í framhaldsskólanum. En hvað á ég við með því?

Við höfum alls konar  stefnumótunarskjöl sem hægt er að skoða og ræða í þaula – ég ætla ekki að gera það hér. Og svo hafa þessir rúmlega 30 framhaldsskólar sem  starfa hér á landi ýmiss konar námskrár og nálganir – ég ræði það ekki heldur.

Það sem mig langar að nota þetta tækifæri til að ræða og kalla hörðu málin í framhaldsskólanum eru þau sem skipta jafnvel meira máli en hvaða greinar eru kenndar og hversu miklum tíma er varið í hverja þeirra.

Ég tel að þetta rúmist undir grundvallarspurningunni: Hvernig fólk viljum við útskrifa úr íslenskum framhaldsskólum?

Lítum upp úr opinberum skjölum og ræðum þetta mál. Við viljum trúlega flest að nemendur sem ljúka framhaldsskólanámi

  • hafi öðlast gagnrýna hugsun og beiti henni, láti t.d. ekki auðveldlega blekkjast á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.
  • séu meðvituð um mikilvægi samkenndar, sjái samhengi orða og gjörða í samskiptum fólks af öllu tagi, og átti sig á að lífsins gæði verða ekki minni þegar fleiri fá notið þeirra.
  • geri sér grein fyrir samhengi fyrirbæra og atburða, að allt á sér orsök og allt hefur afleiðingar. Hvernig það ætti t.d. ekki að koma neinum á óvart að opinber stuðningur við hernað í fjarlægum heimshluta leiði til þess að milljónir – já milljónir – missa heimili sín og þurfa að leita um langan veg að öryggi til okkar sem látum þá eins og við getum náðarsamlegast hlaupið undir bagga með fáeinum þeirra. Eins og þeirra vandi sé ekki okkar mál!

Þetta þrennt sem ég hef nefnt gerir allt kröfu um yfir-hugsun, að hugsa um það að hugsa.

Og þá komum við að kennurunum. Er ekki sjálfsagt að gera þá kröfu til framhaldsskólakennara að þau séu meira en faggreinakennarar, að þau hugi líka að stóru línunum í menntun nemenda sinna? Lesa meira…

Leikskólinn ‒ þar sem framtíðin fæðist

í Greinar

Grein birt til heiðurs dr. Jóni Torfa Jónassyni prófessor emeritus 75 ára

Kristín Dýrfjörð

 

Steinn Steinar orti í 1942, „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“, en í draumum  sérhverjar manneskju er líka framtíð hennar falin.

Og ég á mér draum – um betra líf, um góða leikskóla og framtíð.

Ég á mér draum, um að leikur barna einkennist af leikgleði og hugmyndaríki í skapandi og styðjandi umhverfi.

Ég á mér draum um að í leikskólum starfi fagfólk sem treystir leik barna sem námsleið.

Ég á mér draum að leikskólinn sé vagga lýðræðis, sé vagga gagnrýninnar hugsunar.

Ég á mér draum um framtíð. 

Nýlega hlustaði ég fyrirlestur um menntun á meðal frumbyggja í Rómönsku Ameríku. Meðal þess sem þar kom fram var umræða um tímann, hvernig við skynjum tímann og upplifum hann. Í samfélaginu sem þarna var til umfjöllunar var talað um að framtíðin væri fyrir aftan okkur, en fortíðin fyrir framan okkur. Þetta hljómar svolítið eins og öfugmæli en því meira sem ég hugsaði um þetta viðhorf til tímans, fannst mér það merkilegra og líka rétt. Því sannarlega mótast framtíð okkar í fortíðinni og fortíðinni mætum við á hverjum degi.

Í því sem við höfum gert eða ekki gert. Þeim tækifærum sem við fengum og nýttum eða vannýttum. Því má segja að framtíð leikskólans búi í fortíðinni. Þær ákvarðanir og þau viðhorf sem við mótum í dag verða hluti af því sem verður. Lesa meira…

Bókagleypir, slysaskot og fiðrildi: Ljóðaval lesara á lokahátíðum Stóru upplestrarkeppninnar 2022

í Greinar

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir

 

Stóra upplestrarkeppnin hóf göngu sína sem þróunarverkefni árið 1996 og festi sig fljótt í sessi í sjöundu bekkjum í grunnskólum um allt land. Ræktunarstarfið í skólunum hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Hitann og þungann af því bera kennarar í sjöunda bekk. Haldnar eru bekkjarkeppnir, skólahátíðir og svo lokahátíðir að vori í héraði þar sem sigurvegarar úr hverjum skóla koma fram.

Það er félagsskapurinn Raddir – Samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem kom keppninni á laggirnar og hefur séð um skipulag hennar undanfarinn aldarfjórðung. Á síðasta ári, 2021, var komið að þeim tímamótum að afhenda sveitarfélögum landsins keppnina en  Raddir veittu ráðgjöf fyrsta árið. Af þessu tilefni var efnt til málþings þann 26. september 2022 með yfirskriftinni Stóra upplestrarkeppnin – Á tímamótum. Þar voru flutt ávörp og erindi sem varða þessi umskipti. Upptöku af málþinginu má finna á heimasíðu Radda (http://upplestur.hafnarfjordur.is/). Lesa meira…

Læsiskennsla í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum

í Greinar

Rannveig Oddsdóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson

Á leikskólaárunum er lagður mikilvægur grunnur að málþroska og læsi barna sem áfram byggist upp á fyrstu árum grunnskólagöngu. Á þessum árum ná flest börn tökum á umskráningu ritmáls sem gerir þeim fært að lesa og rita texta. Jafnframt verða miklar framfarir í hæfni þeirra til að skilja talað og ritað mál og miðla hugsun sinni og hugmyndum í töluðu og rituðu máli. Í aðalnámskrá grunnskóla er læsi einn af sex grunnþáttum menntunar sem eiga að fléttast inn í allt skólastarfið. Læsi er einnig ríkur þáttur í lykilhæfni nemenda sem snýst um tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýna hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga. Læsi tengist líka námsgreininni íslensku og undir henni eru sett fram markmið fyrir helstu undirþætti læsis það er: a) talað mál, hlustun og áhorf, b) lestur og bókmenntir og c) ritun. Lesa meira…

1 2 3 4 5 21
Fara í Topp