Greinar - Page 20

Árangursríkt samstarf Krikaskóla og Heilsugæslu Mosfellsbæjar

19. desember, 2017

Þrúður Hjelm

Þegar Krikaskóli tók til starfa í nýbyggingunni  við Sunnukrika í Mosfellsbæ vorið 2010 voru mörkuð spor í samstarfi skólans og Heilsugæslunnar í Mosfellsbæ.

Í skólanum eru börn á aldrinum tveggja til níu ára – þar eru því leikskólabörn og svo börn á yngsta stigi grunnskólans í sama húsnæði og samnýta alla aðstöðu skólans.

Til stóð að skólahjúkrunarfræðingur hefði viðveru í skólanum til að sinna þeim grunnskólabörnum sem í skólanum væru hverju sinni.  Skólahjúkrunarfræðingurinn sinnir fræðslu og eftirliti með heilbrigði og heilsufari barna á aldrinum sex til níu ára.  Áætluð viðvera skólahjúkrunarfræðings var ekki löng  í hverri viku enda börnin ekki mörg á grunnskólaaldri.  Sú hugmynd kom því upp hvort einnig væri hægt að þjónusta leikskólabörnin innan skólans. (meira…)

„Við erum öll eitt lið“ – samrekstur leik- og grunnskóla

14. desember, 2017

Ingvar Sigurgeirsson

Fyrir nokkrum árum kom ég að málum í sveitarfélagi þar sem áform voru uppi um nýja leikskólabyggingu. Hugmyndin var að reisa leikskólabygginguna við grunnskólann og að byggja um leið við grunnskólann, en þar vantaði m.a. náttúrufræðistofu, sal og aðstöðu fyrir bókasafn.

Í sveitarfélaginu hefur um skeið verið nokkur óstöðugleiki í stjórnun og nýr meirihluti skipaður þrisvar á kjörtímabilinu. Þetta hefur m.a. bitnað á áformum um leikskólabyggingu, en í vor ákvað sá meirihluti sem nú ræður málum að hætta við að byggja leikskólann við grunnskólann, og ráðast þess í stað í nýbyggingu leikskólans á núverandi stað. Rökin sem sett voru fram fyrir þessari breytingu voru öðru fremur fjárhagsleg, þ.e. að það væri ódýrara, en einnig skipulagsleg, þ.e. að ekki hefði fundist góð lausn á staðsetningu nýbyggingarinnar við grunnskólann. Eins var bent á umferðarmál og vísað til veðurfars – að skjólsælla væri á gamla staðnum. Rétt er að halda því til haga að meirihlutinn tók þessa ákvörðun án samráðs við starfsfólk skólanna og málið kom heldur aldrei fyrir fræðslunefnd. Talsverð ólga varð í kjölfar þessarar ákvörðunar og í nóvember 2017 var ákveðið að efna til íbúafundar til að ræða þessi mál og kynna hin nýju áform. (meira…)

Undirstaðan er traustið – Þankar um samstarf heimilis og skóla varðandi börn í vanda

1. desember, 2017

Kristín Lilliendahl

Á ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun 3. nóvember sl. kom í minn hlut að tala fyrir hönd samtakanna Erindis um samstarf heimila og skóla. Erindi er þjónustumiðstöð sem býður foreldrum og skólum aðstoð í málum sem varða samskipti og líðan barna upp að átján ára aldri. Hjá Erindi starfar fagfólk sem þekkir innviði grunnskólastarfs og hefur menntun og reynslu á sviði ráðgjafar og kennslu. Einnig hafa samtökin  sálfræðing, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðinga á sínum snærum sem koma að starfseminni eftir þörfum. Á þeim tíma sem Erindi hefur starfað hafa samtökin komið að fjölmörgum málum víða um land með ráðgjöf og fræðslu. Einnig hefur færst í aukana að foreldrar og skólar leiti til Erindis eftir talsmanni eða óháðum fagaðila til að sitja fundi þar sem úrlausna er þörf í samskiptum heimila og skóla. Þá hafa samtökin tekið að sér verkefni fyrir fræðsluyfirvöld svo sem ítarlegar athuganir, heildstæðar úrlausnir í eineltismálum og umbætur varðandi skólabrag svo eitthvað sé nefnt. Það er á grunni ofangreindrar reynslu sem hér er skrifað. Starfsemi Erindis hvílir á þeim manngildissjónarmiðum sem birtast í gildandi lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, barnaverndarlögum, Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna ásamt þeim áherslum sem fram koma í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 um ábyrgð og skyldur nemenda, starfsfólks skóla og foreldra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið unnin nákvæm rannsókn á eðli þeirra mála sem Erindi hefur sinnt, hafa ákveðnir þættir varðandi samskipti og skólastarf vakið oftar athygli okkar ráðgjafa en aðrir og verða þeir reifaðir hér. Til dæmis má nefna að flest þau mál sem Erindi hefur komið að, bæði að beiðni foreldra og skóla, varða börn á miðstigi. Allmargir skólastjórnendur, kennarar og aðrir fagaðilar sem við höfum átt samvinnu við hafa nefnt að samskiptavandi á miðstigi sé mun meiri nú en fyrir nokkrum árum. Það er í okkar huga verðugt rannsóknarefni að skoða hvort það sé reynslan í skólum landsins almennt og hvað hugsanlega veldur. (meira…)

Ég og bærinn minn – verkefni í Salaskóla

30. nóvember, 2017

Hrafnhildur Georgsdóttir

Ég og bærinn minn er þróunarverkefni sem unnið var í Salaskóla síðastliðinn vetur. Verkefnið var unnið á miðstigi og tóku um 200 nemendur þátt í því. Verkefnisstjórar voru Hrafnhildur Georgsdóttir og Þorvaldur Hermannsson kennarar við skólann. Hafsteinn Karlsson skólastjóri var þeim innan handar í ferlinu.

Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði í ferð sem verkefnisstjórarnir fóru í til Finnlands ásamt skólastjóra og fleiri kennurum Salaskóla í febrúar 2016. Þar sáum við mjög áhugaverða útfærslu á verkefnum í frumkvöðla- og fjármálafræðum. Við hrifumst af þeim og ákváðum að búa til verkefni í svipuðum dúr. Við lögðumst í mikla vinnu við að búa til námsefni og skipulag sem byggðist að einhverju leyti á því sem við sáum í Finnlandi en svo að mestu á okkar reynslu og þekkingu og ekki síst íslenskum aðstæðum. Markmið verkefnisins voru m.a. efla frumkvöðlahugsun og nýsköpun hjá nemendum, hjálpa þeim að gera sér grein fyrir styrkleikum sínum, hvetja þá til að vera óhræddir að hrinda hugmyndum í framkvæmd, efla þekkingu þeirra og skilning á fjármálum, atvinnulífi, stofnunum í samfélaginu og lýðræði. (meira…)

Nemendaþing ‒ leið til að efla lýðræði í skólastarfi

26. nóvember, 2017

Jóna Benediktsdóttir

Í Grunnskólanum á Ísafirði hefur um nokkurt skeið verið mikill áhugi á að efla lýðræðisleg vinnubrögð, m.a. með nemendaþingum þar sem nemendur ræða ýmis málefni sem varða skólastarfið, sem og fleiri mikilvæg mál. Nemendur stýra umræðunum að hluta til sjálfir og niðurstöður hafa verið notaðar með ýmsum hætti. Markmiðið er að þingin verði fastur liður í skólastarfinu. (meira…)

Farsæl samstarfsverkefni foreldra og kennara

26. nóvember, 2017

Nanna Kristín Christiansen

Á ráðstefnu áhugafólks um skólaþróun og Heimilis og skóla sem haldin var 3. nóvember síðastliðinn var ég beðin um að segja frá samstarfsverkefnum skóla og foreldra sem gengið hafa vel. Fyrst þarf að svara því hvað „vel“ merkir. Þýðir það að þátttaka foreldra á fundum í skólanum sé góð, að þeir standi fyrir blómlegu félagslífi, að upplýsingar frá skólanum séu reglulegar og góðar eða merkir samstarf sem gengur vel ef til vill eitthvað allt annað? (meira…)

KYNið í Borgó 10 ára: Upphaf, þróun og framtíðarsýn

10. október, 2017

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

… ég lærði … hversu mikilvægt það er að brjóta þessar staðalímyndir sem ríkja um karlmenn og kvenmenn. Draumarnir mínir eru t.d. að vera flugmaður, lögreglukona og með því atvinnukona í fótbolta. Þetta eru allt rosalega karlmannsleg störf en í einum tímanum í kynjafræði fékk ég einhverja tilfinningu, svona sigurtilfinningu, um það hvað mig langaði miklu meira að rústa þessum köllum í þessum störfum og ekki láta neitt svona stoppa mig … (18 ára nemandi í KYN 103).

Fyrir sléttum tíu árum hafði ég starfað í eitt ár sem kennari við Borgarholtsskóla, en þangað réði ég mig strax eftir útskrift frá Háskóla Íslands, með MA gráðu í kennslufræðum. Áhugi minn á jafnréttismálum hafði leitt mig áfram í námi mínu þar, en í einu verkefnanna ákvað ég að gera óvísindalega könnun á því hvort jafnréttisfræðsla væri hluti af námi nemenda í framhaldsskólum. Í ljós kom að hvergi var kenndur áfangi um þetta málefni sérstaklega þó vissulega væru margir kennarar sem fjölluðu um jafnréttismál í kennslu sinni, t.d. í lífsleikni og félagsfræði, en það var hvorki kerfisbundin né markviss, heildstæð jafnréttisfræðsla. Verandi femínisti til margra ára þekkti ég jafnréttislögin frá 1975, sem voru endurskoðuð árið 2008, þar sem kveðið er á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum (sjá hér). (meira…)

Stærðfræði getur verið skemmtileg

8. október, 2017

Ingvar Sigurgeirsson

Á síðasta skólaári kynnist ég í fyrsta sinn Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Skólinn var einn af fáum skólum á landinu sem ég hafði aldrei heimsótt. Ég þekkti ekki einu sinni hverfið! Ég fékk tækifæri til að fylgjast með skólastarfinu og ræða við starfsfólk og nemendur. Margt vakti athygli mína, meðal annars kennsla sem í skólanum er kennd við stærðfræðiþema og er á dagskrá einu sinni í viku í aldursblönduðum hópum. Námsefnið, sem að mestu leyti er byggt á í þessum tímum, er samið af kennurum skólans og heitir Stærðfræði er skemmtileg og er sett fram sem verkefna- og hugmyndabanki. Námsgagnastofnun gaf hluta þessa hugmyndasafns út fyrir vorið 2014 og er verkefnin að finna á vef Menntamálastofnunar á þessari slóð: https://mms.is/namsefni/staerdfraedi-er-skemmtileg. (meira…)

MÍÓ – skimun í stærðfræði fyrir leikskólabörn

7. október, 2017

 Erna Rós Ingvarsdóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir

Haustið 2016 lögðu Leikskólinn Pálmholt á Akureyri og þýðendur norska skimunarefnisins MIO – Matematikken – Individet – Omgivelsene (upphafsstafir mynda orðið MIO) af stað í þróunarverkefni með stuðningi frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þróunarverkefnið MÍÓ – skimun í stærðfræði fyrir börn, snerist um að þýða og staðla þetta norska skimunarefni. Efnið var fyrst gefið út í Noregi 2008 og var unnið í samstarfi Forum for matematikkmestring við Sørlandet Kompetansesenter og Senter for atferdsforsking við Háskólann í Stavanger. Efnið er handbók fyrir kennara og skráningarblöð sem fylgja börnunum frá fyrstu skráningu til loka hennar. Öll leyfi fyrir þýðingu, staðfærslu og notkun mynda voru fengin árið 2015 hjá útgefendum og teiknara. Þýðendur völdu nafnið MÍÓ Stærðfræðin – Einstaklingurinn – Aðstæðurnar  á íslensku útgáfuna. Nafnið MÍÓ hefur því skírskotun til frumefnisins en byggir ekki á hugmyndinni um að mynda nafnið með upphafsstöfum undirheitis eins og frumútgáfan gerir. Þýðendur efnisins eru Dóróþea Reimarsdóttir, Jóhanna Skaftadóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir. (meira…)

Lýðræðisverkefni í leikskólanum Árbæ

27. september, 2017

Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri

Starfsfólk leikskólans Árbæjar hefur lengi unnið að því að móta lýðræðislegt skólastarf eins og Aðalnámskrá leikskóla gerir ráð fyrir. Starfsfólkið hefur verið áhugasamt um að auka hlut lýðræðis í daglegu starfi en vantaði til þess þjálfun. Sett var á fót þróunarverkefni sem unnið hefur verið eftir síðastliðin ár undir stjórn áhugasamra deildarstjóra sem voru tilbúnir til þess að að leiða verkefnið ásamt leikskólastjóra. Í gegnum árin hefur leikskólinn fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga í þessum málum og leitaði eftir reynslu þeirra sem hafa unnið eitthvað með lýðræði í leikskólastarfi. Í leikskólanum er lögð áhersla á að fræða og leiðbeina starfsfólki leikskólans, efna til samræðna milli starfsfólks, skiptast á reynslu og viðhorfum. Nánari upplýsingar um þróunarverkefnið sem unnið var í leikskólanum má nálgast hér: http://www.sprotasjodur.is/static/files/leikskolinn_arbaer_nr30_lokaskyrsla.pdf (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp