Skapandi námsumhverfi í leikskólanum Jörfa
Vessela Stoyanova Dukova
Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til samkeppni um áhugavert námsumhverfi. Meðal þeirra sem sendu inn framlag var Vessela Dukova leikskólastjóri í leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Vessela tilnefndi breytingar sem gerðar hafa verið á sameiginlegu leiksvæði innan leikskólans.
Vessela Dukova leikskólastjóri hóf störf við leikskólann sumarið 2024 og hóf innleiðingu á nýrri skólastefnu í anda Reggio Emilia. Ein af megi áherslum Reggio Emilia hugmyndafræðinnar er að virða sjónarhorn barna, hvetja þau til sköpunar og efla rannsóknargleði þeirra í gegnum leik og samskipti. Umhverfið leikur mikilvægt hlutverk í námi barnanna þar sem það getur ýtt undir rannsóknarvinnu og sköpun barna. Þessi hugmyndafræði dregur fram að vel skipulagt umhverfi getur stutt við nám með því að vera hvetjandi og opið fyrir ýmsum aðferðum. Áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, á jákvæða sjálfsmynd, sjálfstæði og frumkvæði í uppeldinu. Áhugi, sköpun og skoðanir eru virtar í samspili barna við önnur börn, fullorðna og umhverfi sitt. (meira…)