læsi - Page 2

Punktar um læsi (í víðum skilningi)

24. september, 2017

Baldur Sigurðsson

Menntastefna Reykjavíkurborgar er nú í undirbúningi. Hluti þessarar stefnumörkunar beinist að læsi í víðum skilningi eins og það er kallað í drögum sem lögð hafa verið fram til umræðu (sjá hér). Þess var óskað að ég tæki að mér að skoða þessi áform, greina þau og ræða, auk þess að setja fram hugmyndir um sóknarfæri.

Læsi í hefðbundnum skilningi eða læsi í víðum skilningi. Það skiptir töluverðu máli hvaða skilningur er lagður í læsishugtakið, og það ætla ég að ræða í byrjun, en víkja svo að öðru. (meira…)

Leikandi málörvun í leikskóla – lengi býr að fyrstu gerð

Ingibjörg Sif Stefánsdóttir og Árdís H. Jónsdóttir

Í þessari grein verður stiklað á stóru um mál og læsisnám yngstu barnanna í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Fjallað verður um mikilvægi orðaforðanáms og hvernig markviss málörvun fer fram frá upphafi leikskólagöngunnar með stigbundnum hætti. Rætt verður um málörvun fyrir börn með seinkaðan málþroska og ört stækkandi hóp fjöltyngdra barna á Íslandi.

Í Tjarnarseli tvinnast leikur barnanna saman við allt skólastarfið. Litið er á leikinn sem rauðan þráð í þétt ofinni fléttu margra námsþátta. Enginn vafi leikur á mikilvægi hans fyrir þroska barna, þau gleyma sér í skemmtilegum og sjálfsprottnum leik sem einkennist af krafti, gleði og áhuga. Leikurinn byggir undir nám og hæfni til að takast á við áframhaldandi skólagöngu. Ef börnum leiðist læra þau lítið sem ekkert. Þess vegna er brýnt að námsumhverfi barna veki forvitni og áhuga (Shalberg og Doyle, 2019). Í Tjarnarseli er meðal annarra horft til hugmynda John Dewey, sem benti á að börn lærðu mest með því að byggja ofan á fyrri reynslu sína og öðluðust þannig óbeina menntun. Einnig er litið til hugmynda Ingrid Pramling um að börn séu leikandi námsmenn (Ingrid Pramling, 2006) og Lev Vygotsky sem jók skilning manna á mikilvægi leiksins með skrifum sínum um leikinn sem leiðandi afl í uppeldi og þroska barna (Dale, 1997).

Kenningar þessara fræðimanna birtast til að mynda í að sjálfsprottnum leik er gefinn langur samfelldur tími bæði úti og inni. Leitast er við að skapa umgjörð um leikinn þar sem börnin geta fylgt eftir eigin áhugahvöt hverju sinni. Fjölbreytt leikefni er í boði með áherslu á opinn og skapandi efnivið eins og kubba af margvíslegum stærðum og gerðum, efni til listsköpunar, leir, stærðfræðileg viðfangsefni, bækur og spil. Verðlaus efniviður sem til fellur í leikskólanum og á heimilum kennara og barna er notaður til listsköpunar sem og leikja innandyra og í garði skólans. (meira…)

Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð

Nýlega kom út hjá Háskólaútgáfunni bókin Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð. Í bókinni eru birtar niðurstöður rannsóknar á Byrjendalæsi sem staðið hefur undanfarin ár. Að rannsókninni stóð hópur rannsakenda af hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviði Háskóla Íslands, ásamt sjálfstætt starfandi fræðimönnum. Verkefnisstjóri rannsóknarinnar var Rúnar Sigþórsson prófessor við kennaradeild HA og ráðgjafi rannsóknarhópsins var dr. Sue Ellis, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow. Ritstjórar bókarinnar eru Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Marinósson. (meira…)

Læsiskennsla í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum

Rannveig Oddsdóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Kjartan Ólafsson

Á leikskólaárunum er lagður mikilvægur grunnur að málþroska og læsi barna sem áfram byggist upp á fyrstu árum grunnskólagöngu. Á þessum árum ná flest börn tökum á umskráningu ritmáls sem gerir þeim fært að lesa og rita texta. Jafnframt verða miklar framfarir í hæfni þeirra til að skilja talað og ritað mál og miðla hugsun sinni og hugmyndum í töluðu og rituðu máli. Í aðalnámskrá grunnskóla er læsi einn af sex grunnþáttum menntunar sem eiga að fléttast inn í allt skólastarfið. Læsi er einnig ríkur þáttur í lykilhæfni nemenda sem snýst um tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýna hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga. Læsi tengist líka námsgreininni íslensku og undir henni eru sett fram markmið fyrir helstu undirþætti læsis það er: a) talað mál, hlustun og áhorf, b) lestur og bókmenntir og c) ritun. (meira…)

Læsi á 21. öld

20. ágúst, 2017

Ragnar Þór Pétursson

„Lestrarefling og lestrarátök verða aldrei neitt af viti ef látið er nægja að líta á lestur sem hindrunarhlaup þar sem höltu þátttakendurnir eru sendir til sjúkraþjálfara við fyrstu hrösun og æðsta takmarkið er að hlaupa eins hratt og maður getur.“ segir Ragnar Þór Pétursson meðal annars í þessum pistli þar sem hann ræðir um læsi á 21. öld frá ýmsum hliðum. Greinin byggir á erindi sem hann hélt fyrir kennara í Borgarbyggð á endurmenntunardögum þeirra nú í ágúst.


(meira…)

Árborgarmódelið í skólamálum – hvað gerðum við?

5. janúar, 2017

thorsteinnÞórdísÞorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg og Þórdís H. Ólafsdóttir, verkefnisstjóri hjá skólaskrifstofu Hafnarfjarðar


Í tengslum við umræðuna um PISA og þann samanburð sem hefur verið birtur milli átta stærstu sveitarfélaga landsins hefur margt verið ritað og rætt að undanförnu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að bæting hjá Árborg, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í PISA sé vegna þess að sveitarfélögin séu að vinna nánast eins í skólamálum. Einn forsvarsmanna vefritsins Skólaþráða hafði samband við fræðslustjóra til að spyrja nánar út í skólamálaáherslur Árborgar og í kjölfarið var ákveðið að skrifa grein í ritið sem gæti kynnt í stuttu máli það sem gert hefur verið í skólamálum sveitarfélagsins á undanförnum misserum. Greinarhöfundar hafa báðir tekið virkan þátt í breytingastarfinu í Sveitarfélaginu Árborg. Þorsteinn Hjartarson frá haustdögum 2011 og Þórdís H. Ólafsdóttir sem kennsluráðgjafi frá haustdögum 2013 fram undir mitt ár 2016 er hún færði sig í Hafnarfjörð. Þar tók hún við starfi verkefnastjóra í bættum námsárangri hjá skólaskrifstofu bæjarins. Greinarhöfundar eru sammála um að þeir geti ekki sagt nákvæmlega til um hvað það er sem hefur skilað bættum árangri Árborgar í PISA en bætinguna megi þó vafalaust rekja til samspils margra þátta sem hér fá nokkra umfjöllun. (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp