„ÉG FANN LEGHÁLSINN!“ – Sagt frá kynfræðsluverkefninu Við í Grunnskóla Borgarfjarðar
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Mikið veltur á hverjum og einum kennara.
Kynfræðsla meira og minna tilviljanakennd.
Kynfræðslu þarf að undirbúa.
Eftirfarandi eru millifyrirsagnir úr grein Morgunblaðsins um stöðu kynfræðslu í landinu. Þetta hljómar allt saman kunnuglega, en greinin birtist 9. nóvember árið 1986. Við skulum því spóla áfram um þrjátíu og fimm ár.
Í kennslustofunni er dauðaþögn. Hópur nemenda á miðstigi grúfir sig yfir keppnisblað dagsins, orðasúpu á tíma þar sem þátttakendur keppast um að vera fyrst til að finna orðin. Skyndilega sprettur ungur drengur frá borðinu og öskrar; „ÉG FANN LEGHÁLSINN!!“. Nokkru áður hafði kennslustundin leysts upp í hlátur og vandræðalegheit þegar kennarinn gerði heiðarlega tilraun til þess að kynna nemendur fyrir helstu líffærum æxlunarkerfanna, en eftir þónokkrar æfingar hefur hópurinn náð að vinna sig í gegnum kjánahrollinn og orðin pungur, brjóst og snípur orðin þeim jafn töm og eyra, bak og litlatá. (meira…)

Gróa Axelsdóttir
nsdóttir
Atli Harðarson
Hólmfríður K. Sigmarsdóttir
Ingvar Sigurgeirsson
Soffía Vagnsdóttir
Nanna K. Christiansen