þróunarstarf

Fátt mun breytast sem skiptir máli nema drifkrafturinn komi frá kennurum

21. desember, 2020

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

Jón Torfi Jónasson

Stöndum við á krossgötum í menntamálum? Sennilega, og líklegast er að við gerum það framvegis. Heimurinn breytist og mennirnir með og hugmyndir okkar um hvað skipti máli og að hverju þurfi að hyggja taka sífelldum breytingum. En sumt breytist hægt og innan skólakerfisins verða breytingar sennilega hægari en æskilegast væri. Oft ættum við að hugsa hlutina alveg upp á nýtt en stundum er einnig gott að rifja upp gamlar góðar hugmyndir. (meira…)

Þróun og nýsköpun í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

Fríða Bjarney Jónsdóttir og Hjörtur Ágústsson

Menntastefna Reykjavíkur- „Látum draumana rætast“, var samþykkt í lok árs 2018 eftir tæplega tveggja ára mótunarferli með aðkomu um 10.000 aðila innan og utan borgarinnar. Í þeim hópi voru börn, foreldrar, kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi, erlendir og íslenskir sérfræðingar um menntamál og almenningur í gegnum Betri Reykjavík. Áhugaverða samantekt á opnu samráði við mótun menntastefnunnar má lesa í niðurstöðum rannsóknarinnar Crowdsourcing Better Education Policy in Reykjavik (King, 2019). (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp