Árborg

Snemmtæk íhlutun í skólunum í Árborg

9. júní, 2018

   

Lucinda Árnadóttir og Þorsteinn Hjartarson

Nýlega hélt velferðarráðuneytið opna ráðstefnu um snemmtæka íhlutun í málefnum barna þar sem áhugaverð erindi voru í boði fyrir þátttakendur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist binda miklar vonir við að ráðstefnan yrði mikilvæg hvatning við upphaf þeirrar vinnu sem stjórnvöld hafa boðað um aukna áherslu á málefnum barna og fjölskyldna með samþætta þjónustu og samstarf þvert á stofnanir. Áhersla á snemmtæka íhlutun felur í sér að börn fái aðstoð og hjálp sem fyrst á lífsleiðinni og að liðsinni sé veitt áður en vandinn ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Í erindi ráðherra kom eftirfarandi fram:  „Forsendur slíkrar snemmtækrar íhlutunar eru að stofnanir samfélagsins sem koma að málefnum barna leggi sig fram við að brjóta niður múra milli málaflokka, stjórnsýslustiga og stofnana og tryggja þverfaglega nálgun og samstarf allra sem bera ábyrgð gagnvart börnum.“

(meira…)

Traust, þrautseigja og góður liðsandi – lykill að menntaumbótum

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

Þorsteinn Hjartarson

Það er mér sönn ánægja að vera boðið að skrifa grein til heiðurs Ingvari Sigurgeirssyni sem fagnaði sjötugs afmæli sínu á síðasta ári. Í rúma tvo áratugi hafa leiðir okkar Ingvars legið saman með hléum og hefur samstarf okkar alltaf verið gott. Í þessari grein er fjallað um menntaumbætur og hvernig unnið hefur verið að þeim hér á landi á undanförnum árum. Um aldamótin var ég bjartsýnn á að umbótastarf yrði kröftugt í kjölfar nýrrar aðalnámskrár (Menntamálaráðuneytið, 1999) og spyr hvort innistæða hafi verið  fyrir þessari bjartsýni. Í þessu sambandi er fjallað um hvernig staðið var að menntaumbótum í Kanada á sama tíma. Einnig er vikið að því hvernig til hefur tekist við að fylgja eftir stefnunni um skóla án aðgreiningar og hvernig gott skólastarf getur stuðlað að félagslegum hreyfanleika. Litið er inn í skóla í Eistlandi og Svíþjóð og færð fyrir því rök að menntaumbætur náist best fram ef hugmyndafræðin um faglegt lærdómssamfélag er höfð að leiðarljósi. (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp