Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Greinasöfn úr efnisflokkum

Viðtöl- síða 2

Að tala um kennslu á íslensku! Um orðasmíði og skilgreiningar á hugtökum í menntunarfræðum

í Viðtöl

Ingvar Sigurgeirsson: Viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur

Ég hef stundum spurt kennara hverjar séu helstu kennsluaðferðir sem þeir beiti í kennslu sinni og beðið þá að nefna þær. Satt best að segja verður stundum fátt um svör. Staðreyndin er líklega sú að við kennarar höfum ekki komið okkur nægilega vel saman um heiti kennsluaðferða. Þegar ég skrifaði bókina Litróf kennsluaðferðanna vakti það m.a. fyrir mér að reyna að leggja grunn að sameiginlegum orðaforða kennara um kennsluaðferðir en margt bendir til þess að sú tilraun hafi ekki skilað miklum árangri.

Stundum verður þessi orðavandi nánast vandræðalegur. Sem dæmi um þetta má nefna kennsluaðferð sem sumir nefna verkefnavinnu. Þessi aðferð er raunar nefnd nokkrum sinnum í Aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013 og einnig í Aðalnámskrá framhaldsskóla, þó sjaldnar sé. Mér hefur alltaf þótt þetta orð ankannalegt, og er þar líklega undir áhrifum Ögmundar Helgasonar cand. mag. fyrrum forstöðumanns Handritadeildar Landsbókasafns, sem las flest handrit mín um árabil. Hann gerði oft góðlátlegt grín að óþekktum höfundi þessa orðs fyrir að hafa látið sér detta í hug að setja bæði verk og vinna, sem merkja nánast það sama, í eitt og sama orðið. Hér er alltaf hægt að nota orðið verkefni í staðinn, sagði Ögmundur og hafði auðvitað mikið til síns máls. En vandinn við þetta heiti er þó kannski fremur að það merkir ekki það sama í hugum kennara – vísar til margra ólíkra kennsluaðferða. Ég hef heyrt kennara nota orðið um það þegar nemendur leysa verkefni í vinnubókum eða á vinnu- eða verkefnablöðum, en hjá öðrum merkir það þegar nemendur afla sér upplýsinga upp á eigin spýtur, vinna úr þeim og miðla öðrum. Með öðrum orðum: Sama heitið er notað um gjörólíkar kennsluaðferðir. Lesa meira…

Nemendur þurfa að finna að þeir séu teknir alvarlega sem vitsmunaverur

í Viðtöl
Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands

Viðtal við Jón Thoroddsen, kennara í Laugalækjarskóla, um nýja bók hans Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist

mynd_af_joni_thor  mynd_af_bokarkapu

Í vor kom út bókin Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist eftir Jón Thoroddsen, kennara í Laugalækjarskóla. Í bókinni segir Jón frá tilraunum sínum til að efna til samræðna við nemendur um heimspekileg efni, en hann hefur verið að fást við þetta þróunarstarf í rúm tuttugu ár. Sem dæmi um spurningar sem hann hefur lagt fyrir nemendur með árangursríkum hætti eru Hvað er neikvæðni? Hvaða áhrif hefur tískan á okkur? Hver er munurinn á því sem er fallegt og því sem er flott? Hvers vegna er kynlíf feimnismál? Hvað meinum við þegar við segjum „Mér er sama“? Lesa meira…

Fara í Topp