desember 2025

Stuðningsefni með aðalnámskrá grunnskóla: Leiðarvísir að faglegu skipulagi náms, kennslu og námsmats

2. desember, 2025

Auður Bára Ólafsdóttir og Brynhildur Sigurðardóttir

Fagleg þróun í skólastarfi er stöðugt ferli sem krefst samvinnu, stuðnings og skýrra leiðbeininga. Aðalnámskrá grunnskóla á að vera hornsteinn starfsins sem fram fer í íslenskum grunnskólum og er innleiðing hennar umfangsmikið þróunarferli. Slíkt ferli kallar á góðan stuðning við skólafólk, samræmd vinnubrögð og rými fyrir faglegt samtal.

Í þessari grein er fjallað um nýtt stuðningsefni sem hefur verið skrifað til að styðja við skólafólk í vinnu með aðalnámskrá grunnskóla á faglegan og samræmdan hátt. Efninu er ætlað að stuðla að sameiginlegum skilningi á lykilhugtökum og hugmyndafræðinni um hæfnimiðað skólastarf svo styrkja megi forsendur fyrir gæðastarfi og menntun barna í öllum skólum landsins.

Efnið er byggt á samtölum við skólafólk, námskrárfræðum (Brookhart og Nitko, 2019; Wiggins og McTighe, 2005/1998) og niðurstöðum rannsókna á kennsluháttum í íslenskum skólum (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2025; Ingvar Sigurgeirsson o.fl. 2014).  (meira…)

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Færslusafn

Fara íTopp