samræður í skólastofunni

Nemendur þurfa að finna að þeir séu teknir alvarlega sem vitsmunaverur

6. desember, 2016
Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands

Viðtal við Jón Thoroddsen, kennara í Laugalækjarskóla, um nýja bók hans Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist

mynd_af_joni_thor  mynd_af_bokarkapu

Í vor kom út bókin Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist eftir Jón Thoroddsen, kennara í Laugalækjarskóla. Í bókinni segir Jón frá tilraunum sínum til að efna til samræðna við nemendur um heimspekileg efni, en hann hefur verið að fást við þetta þróunarstarf í rúm tuttugu ár. Sem dæmi um spurningar sem hann hefur lagt fyrir nemendur með árangursríkum hætti eru Hvað er neikvæðni? Hvaða áhrif hefur tískan á okkur? Hver er munurinn á því sem er fallegt og því sem er flott? Hvers vegna er kynlíf feimnismál? Hvað meinum við þegar við segjum „Mér er sama“? (meira…)

Samtímaumræðan inni í skólastofunni

Súsanna Margrét Gestsdóttir

Mörg þekkjum við til nemenda sem koma uppveðraðir heim úr skólanum eftir líflegar samræður um brennandi málefni sem hátt ber. Spennandi er að fá tækifæri til að lyfta umræðu sem hvort eð er á sér stað utan skólastofunnar upp fyrir karp sem gjarnan snýst um að „vinna“ samtalið og taka þess í stað þátt í rökstuddum samræðum þar sem mörg sjónarhorn eru skoðuð, án þess að markmiðið sé að ákvarða hvert þeirra sé best. Því má slá föstu að líklegra sé að nám eigi sér stað ef viðfangsefnin tengjast reynsluheimi nemenda og tilgangurinn með því að fjalla um þau sé því auðsær. Áratugum saman hafa þau sem aðhyllast hugsmíðahyggju varpað ljósi á mikilvægi þessa (sjá t.d. Bada og Olusegun, 2015), bæði til þess að nemendur geti byggt ofan á eða í kringum fyrirliggjandi þekkingu sína og til að þeir séu virkir þátttakendur í eigin námi, frekar en óvirkir viðtakendur. Að færa samtímaumræðu og dægurmenningu inn í skólastofuna er upplögð leið að þessum markmiðum. (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp