próf

Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings

21. febrúar, 2018

Rannveig Oddsdóttir

Hraðapróf og hraðaviðmið hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarin misseri eftir að Menntamálastofnun gaf út ný lesfimipróf fyrir grunnskólanemendur og viðmið um raddlestrarhraða fyrir alla árganga grunnskóla. Helstu rökin fyrir því að prófa lestrarhraða barna reglulega allt frá upphafi formlegs lestrarnáms og til loka grunnskólagöngu, eins og lagt er til í leiðbeiningum með nýútkomnum lesfimiprófum, eru þau að rannsóknir hafa sýnt að lestrarhraði tengist mörgum öðrum mælingum á læsi svo sem lesskilningi. En hvað mæla hraðlestrarpróf í raun og hversu gott tæki eru þau til að fylgjast með framvindu læsis grunnskólabarna? Í þessari grein er reynt að svara þeirri spurningu. Fjallað er um það hvað lesfimi felur í sér, hvernig lestrarhraði og lesfimi tengist lesskilningi, hvernig meta má lesfimi og hvernig mat gagnast annars vegar til að fá upplýsingar um stöðu ákveðinna hópa og hins vegar til að styðja við nám nemenda. (meira…)

Að byggja námsmat á traustum heimildum

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

Meyvant Þórólfsson

Megineinkenni þess námsmatskerfis sem nú ríkir í skyldunámi hérlendis eru svonefnd hæfni- og matsviðmið. Hliðstæða þess er matskerfi sem ruddi sér til rúms í Bandaríkjunum og víðar við upphaf 9. áratugar síðustu aldar (sjá m.a. Guskey og Baily, 2001). Um leið og fjaraði undan hinu hefðbundna matskerfi, er byggði á tölulegum upplýsingum um mældan námsárangur, beindist athyglin í vaxandi mæli að stöðugu og leiðbeinandi mati með áherslu á upplýsingar um það hversu vel nemandi hefði ákveðna hæfni á valdi sínu með hliðsjón af gefnum viðmiðum (sbr. e. standards-based grading). (meira…)

Seiður samtalsins: Umræður sem kennsluaðferð í dönskum framhaldsskóla

Mynd 1 – Greinarhöfundar hjá Det frie,: Nanna, Ármann, Óli.

Ármann Halldórsson, Nanna Kristjánsdóttir og Óli Njáll Ingólfsson

Veturinn 2024-25 tóku kennarar úr Verzlunarskóla Íslands og Det frie Gymnasium í Kaupmannahöfn þátt í starfsþróunarverkefni sem var styrkt af Nordplus. Markmið verkefnisins var að skoða kennsluhætti og námsmat í framhaldsskólum, einkum innan félagsgreina. Þátttakendur frá Versló voru höfundar þessarar greinar. Óli og Nanna eru sögu- og félagsgreinakennarar, en Ármann kennir ensku og heimspeki auk þess að vera fráfarandi alþjóðafulltrúi skólans. Frá Det frie voru þátttakendur Michael Bang Sörensen, Kevin Gjedde og Mikkel Risbjerg Nielsen, allir sögu- og félagsgreinakennarar, auk þess sem Michael starfar sem námsráðgjafi. Sameiginlega er hópurinn með áratuga kennslureynslu í farteskinu. Í þessari grein verður farið yfir það sem við upplifðum í Danmörku og dregnar af því ályktanir varðandi kennslu á Íslandi.

(meira…)

Færslusafn

Fara íTopp