hugsmíðahyggja

Að þróa sína eigin innri orðræðu

24. nóvember, 2020

Hafþór Guðjónsson

Tilvera mannsins (bæði hið innra og hið ytra) er djúp samræða. Að vera þýðir að eiga samskipti við aðra. (Bakthín, 1984, bls. 12)[i]

Undanfarnir fjórir pistlar mínir í Skólaþráðum hafa beinst að samræðunni. Bendir það til þess að ég sé mjög upptekinn af þessu fyrirbæri. Það er ég vissulega og hef verið lengi, alveg síðan ég kynntist hugsmíðahyggju rétt um 1990. Þá fór ég að líta á nemandann sem þekkingarsmið og að hlutverk mitt sem kennara væri fyrst og fremst fólgið í því að hjálpa nemendum mínum að byggja upp þekkingu sína á námsefninu. Þetta kallar auðvitað á samræður enda varð ég „samræðukennari“ upp úr þessu. Ekki svo að skilja að ég hafi gefið fyrirlestra og aðrar kennsluaðferðir upp á bátinn. Síður en svo. En afstaða mín til náms og til nemenda breyttist og markaði gjörðir mínar. Jafnvel fyrirlestrar mínir urðu „samræðufyrirlestrar“ og verklegu tímarnir í efnafræði urðu í ríkara mæli en áður samræðutímar þar sem ég gekk á milli nemendahópa, forvitinn að heyra hvernig þeir túlkuðu það sem fyrir augu þeirra bar, kynnast hugarheimi þeirra. (meira…)

Af tossum og táknfræði

Hafþór Guðjónsson

 En svo kom að skrift og stafsetningu og þá hrundi veröldin.
(Bubbi Mortens)

Hinn 12. janúar síðasliðinn birtist viðtal við Bubba Mortens í Fréttablaðinu. Í upphafi viðtalsins er vikið að skólagöngu Bubba. Hann segir:

Ég er skrifblindur. Ég var undrastrákur á bækur. Bráðger og varð snemma læs. Ég var búinn að lesa Tolstoj og Gorkí fyrir 10 ára aldur. Ég stóð mig líka vel í lestri í skóla. En svo kom skrift og stafsetning og þá hrundi veröldin. Ég var settur í geymslu í grunnskóla, tossabekkinn í Vogaskóla. Þar brotnaði auðvitað eitthvað og ég fann fyrir ótta við orð og skrif.

Fjórtán ára gamall var Bubbi sendur í heimavistarskóla í Danmörku. „Þar losnaði hann að einhverju leyti undan óttanum við að setja hugsanir sínar í orð“, skrifar blaðakonan, Kristjana Björg Baldursdóttir og vitnar aftur í Bubba:

Þar var sagt við mig: Þú ert bara í toppstandi, þú þarft ekki að taka nein skrifleg próf í þessum skóla. Áherslurnar voru svo allt aðrar en ég hafði kynnst á Íslandi. Ég fékk að vera ég. (meira…)

Samtímaumræðan inni í skólastofunni

Súsanna Margrét Gestsdóttir

Mörg þekkjum við til nemenda sem koma uppveðraðir heim úr skólanum eftir líflegar samræður um brennandi málefni sem hátt ber. Spennandi er að fá tækifæri til að lyfta umræðu sem hvort eð er á sér stað utan skólastofunnar upp fyrir karp sem gjarnan snýst um að „vinna“ samtalið og taka þess í stað þátt í rökstuddum samræðum þar sem mörg sjónarhorn eru skoðuð, án þess að markmiðið sé að ákvarða hvert þeirra sé best. Því má slá föstu að líklegra sé að nám eigi sér stað ef viðfangsefnin tengjast reynsluheimi nemenda og tilgangurinn með því að fjalla um þau sé því auðsær. Áratugum saman hafa þau sem aðhyllast hugsmíðahyggju varpað ljósi á mikilvægi þessa (sjá t.d. Bada og Olusegun, 2015), bæði til þess að nemendur geti byggt ofan á eða í kringum fyrirliggjandi þekkingu sína og til að þeir séu virkir þátttakendur í eigin námi, frekar en óvirkir viðtakendur. Að færa samtímaumræðu og dægurmenningu inn í skólastofuna er upplögð leið að þessum markmiðum. (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp