Aðalnámskrá grunnskóla

Mat á hæfni og framförum nemenda: Leiðin að hæfnimiðaðri matsgjöf

27. ágúst, 2025

Erna Ingibjörg Pálsdóttir

Á undanförnum árum hefur ákall verið um breytingar og aukna áherslu á fjölbreytni í námsmati. Áherslur í námsmati breyttust í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og í greinasviðum hennar frá 2013. Þar var gerð breyting á því hvað lagt er til grundvallar í námsmati og þá boðaðar umtalsverðar breytingar á skipulagi og framsetningu námsmats. Áherslurnar endurspegla þær breytingar sem hafa átt sér stað í þróun námskrár í nágrannalöndum okkar og fylgir sú þróun leiðbeiningum alþjóðlegra stofnana á borð við OECD (2019). Markmið náms sem áður höfðu beinst fyrst og fremst að þekkingu og leikni eru nú sett fram sem lýsingar á hæfni nemenda. Með hæfni er átt við það hvernig einstaklingur notar þá þekkingu og leikni sem hann aflar sér, það er hvað hann gerir með það sem hann veit og getur. Áherslubreytingin felst í því að viðmiðin eru nemendamiðuð, þ.e. lögð er áhersla á hvað nemandinn á að tileinka sér. Við mat á hæfni nemenda er mikilvægt að nota fjölbreyttar matsaðferðir sem jafnframt hæfa markmiðum náms og kennslu. (meira…)

Stuðningsefni með aðalnámskrá grunnskóla: Leiðarvísir að faglegu skipulagi náms, kennslu og námsmats

Auður Bára Ólafsdóttir og Brynhildur Sigurðardóttir

Fagleg þróun í skólastarfi er stöðugt ferli sem krefst samvinnu, stuðnings og skýrra leiðbeininga. Aðalnámskrá grunnskóla á að vera hornsteinn starfsins sem fram fer í íslenskum grunnskólum og er innleiðing hennar umfangsmikið þróunarferli. Slíkt ferli kallar á góðan stuðning við skólafólk, samræmd vinnubrögð og rými fyrir faglegt samtal.

Í þessari grein er fjallað um nýtt stuðningsefni sem hefur verið skrifað til að styðja við skólafólk í vinnu með aðalnámskrá grunnskóla á faglegan og samræmdan hátt. Efninu er ætlað að stuðla að sameiginlegum skilningi á lykilhugtökum og hugmyndafræðinni um hæfnimiðað skólastarf svo styrkja megi forsendur fyrir gæðastarfi og menntun barna í öllum skólum landsins.

Efnið er byggt á samtölum við skólafólk, námskrárfræðum (Brookhart og Nitko, 2019; Wiggins og McTighe, 2005/1998) og niðurstöðum rannsókna á kennsluháttum í íslenskum skólum (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2025; Ingvar Sigurgeirsson o.fl. 2014).  (meira…)

Færslusafn

Fara íTopp