Samtímaumræðan inni í skólastofunni
Súsanna Margrét Gestsdóttir
Mörg þekkjum við til nemenda sem koma uppveðraðir heim úr skólanum eftir líflegar samræður um brennandi málefni sem hátt ber. Spennandi er að fá tækifæri til að lyfta umræðu sem hvort eð er á sér stað utan skólastofunnar upp fyrir karp sem gjarnan snýst um að „vinna“ samtalið og taka þess í stað þátt í rökstuddum samræðum þar sem mörg sjónarhorn eru skoðuð, án þess að markmiðið sé að ákvarða hvert þeirra sé best. Því má slá föstu að líklegra sé að nám eigi sér stað ef viðfangsefnin tengjast reynsluheimi nemenda og tilgangurinn með því að fjalla um þau sé því auðsær. Áratugum saman hafa þau sem aðhyllast hugsmíðahyggju varpað ljósi á mikilvægi þessa (sjá t.d. Bada og Olusegun, 2015), bæði til þess að nemendur geti byggt ofan á eða í kringum fyrirliggjandi þekkingu sína og til að þeir séu virkir þátttakendur í eigin námi, frekar en óvirkir viðtakendur. Að færa samtímaumræðu og dægurmenningu inn í skólastofuna er upplögð leið að þessum markmiðum. (meira…)