Að skapa frið í óvissutímum – þátttaka ungs fólks
Eva Harðardóttir
Umræða um öryggi og varnir hefur á síðustu misserum orðið æ háværari hér á landi í takt við þróun heimsmála. Við fáum fréttir af fjölþátta ógnum og fylgjumst með skoðanaskiptum um aukið varnarsamstarf samhliða nýjum áherslum í netöryggismálum. Allt er þetta mikilvægt og jafnvel löngu tímabært fyrir lítið land eins og Ísland sem reiðir sig að verulegu leyti á alþjóðasamvinnu og samninga. Ég sakna þess þó að heyra fjallað um ákveðið lykilhugtak í þessari umfjöllun og það er hugtakið friður. Það virðist oft gleymast að öryggi verður ekki tryggt án friðar. Staðreyndin er nefnilega sú að friður er ekki afleiða öryggis heldur forsenda þess og frumorka. Að sama skapi hefur farið of lítið fyrir því að ungu fólki sé treyst til að taka þátt í umræðu um það með hvaða hætti við stuðlum að öruggu og friðsamlegu samfélagi. (meira…)


Baldvin Kristjánsson
Ívar Rafn Jónsson
Súsanna Margrét Gestsdóttir