október 2025

Að skapa frið í óvissutímum – þátttaka ungs fólks

30. október, 2025

Eva Harðardóttir

Umræða um öryggi og varnir hefur á síðustu misserum orðið æ háværari hér á landi í takt við þróun heimsmála. Við fáum fréttir af fjölþátta ógnum og fylgjumst með skoðanaskiptum um aukið varnarsamstarf samhliða nýjum áherslum í netöryggismálum. Allt er þetta mikilvægt og jafnvel löngu tímabært fyrir lítið land eins og Ísland sem reiðir sig að verulegu leyti á alþjóðasamvinnu og samninga. Ég sakna þess þó að heyra fjallað um ákveðið lykilhugtak í þessari umfjöllun og það er hugtakið friður. Það virðist oft gleymast að öryggi verður ekki tryggt án friðar. Staðreyndin er nefnilega sú að friður er ekki afleiða öryggis heldur forsenda þess og frumorka. Að sama skapi hefur farið of lítið fyrir því að ungu fólki sé treyst til að taka þátt í umræðu um það með hvaða hætti við stuðlum að öruggu og friðsamlegu samfélagi. (meira…)

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Seiður samtalsins: Umræður sem kennsluaðferð í dönskum framhaldsskóla

23. október, 2025
Mynd 1 – Greinarhöfundar hjá Det frie,: Nanna, Ármann, Óli.

Ármann Halldórsson, Nanna Kristjánsdóttir og Óli Njáll Ingólfsson

Veturinn 2024-25 tóku kennarar úr Verzlunarskóla Íslands og Det frie Gymnasium í Kaupmannahöfn þátt í starfsþróunarverkefni sem var styrkt af Nordplus. Markmið verkefnisins var að skoða kennsluhætti og námsmat í framhaldsskólum, einkum innan félagsgreina. Þátttakendur frá Versló voru höfundar þessarar greinar. Óli og Nanna eru sögu- og félagsgreinakennarar, en Ármann kennir ensku og heimspeki auk þess að vera fráfarandi alþjóðafulltrúi skólans. Frá Det frie voru þátttakendur Michael Bang Sörensen, Kevin Gjedde og Mikkel Risbjerg Nielsen, allir sögu- og félagsgreinakennarar, auk þess sem Michael starfar sem námsráðgjafi. Sameiginlega er hópurinn með áratuga kennslureynslu í farteskinu. Í þessari grein verður farið yfir það sem við upplifðum í Danmörku og dregnar af því ályktanir varðandi kennslu á Íslandi.

(meira…)

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Skóli án aðgreiningar: hugsjónin ein eða raunhæf framtíð?

23. október, 2025

Baldvin Kristjánsson

Fyrstu kynni mín af hugtakinu „skóli án aðgreiningar“ voru þegar ég, nýbyrjaður að kenna, spurði samstarfsfólkið út í hvers vegna þau hefðu litla trú á því sem fræðimenn höfðu um skólann að segja. Sem skínandi dæmi um fallega hugsjón sem virkar ekki drógu þau út „skóla án aðgreiningar“. Samkvæmt samstarfsfólki mínu var þetta illa útfærð hugsjón sem ráðuneytið hafði kynnt með miklum loforðum um stuðning og starfsþjálfun sem aldrei stóðust. Eftir sátu kennarar með námshóp sem þeir þekktu ekki, með þarfir sem þeir vissu ekki hvernig átti að sinna. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um framkvæmdina og enn er fjallað um hvað skóli án aðgreiningar þýðir í raun. (meira…)

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Gervigreind frá sjónarhóli samræðuhyggju

21. október, 2025

Ívar Rafn Jónsson

Greinin fjallar um notkun gervigreindar í námi út frá sjónarhóli samræðuhyggju. Færð eru rök fyrir því að hefðbundnar hugmyndir um nám geti haft áhrif á hvernig tekst til við að innleiða gervigreind í skólastarf. Í greininni beini ég sjónum að því hvernig samræða við gervigreind getur litið út í anda þeirrar samræðuhyggju sem Rupert Wegerif (2025) lýsir í bókinni Rethinking Educational Theory. Með þessari nálgun er leitast við að hugsa um leiðir til að nýta gervigreindina til að styðja við gagnrýna hugsun, gaumgæfa sjónarmið annarra og spyrja góðra spurninga. Slík nálgun kallar á endurskoðun kennsluhátta þar sem áhersla er færð frá miðlun yfir á hlutverk kennarans í að styðja við og efla samræðuna. (meira…)

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Samtímaumræðan inni í skólastofunni

9. október, 2025

Súsanna Margrét Gestsdóttir

Mörg þekkjum við til nemenda sem koma uppveðraðir heim úr skólanum eftir líflegar samræður um brennandi málefni sem hátt ber. Spennandi er að fá tækifæri til að lyfta umræðu sem hvort eð er á sér stað utan skólastofunnar upp fyrir karp sem gjarnan snýst um að „vinna“ samtalið og taka þess í stað þátt í rökstuddum samræðum þar sem mörg sjónarhorn eru skoðuð, án þess að markmiðið sé að ákvarða hvert þeirra sé best. Því má slá föstu að líklegra sé að nám eigi sér stað ef viðfangsefnin tengjast reynsluheimi nemenda og tilgangurinn með því að fjalla um þau sé því auðsær. Áratugum saman hafa þau sem aðhyllast hugsmíðahyggju varpað ljósi á mikilvægi þessa (sjá t.d. Bada og Olusegun, 2015), bæði til þess að nemendur geti byggt ofan á eða í kringum fyrirliggjandi þekkingu sína og til að þeir séu virkir þátttakendur í eigin námi, frekar en óvirkir viðtakendur. Að færa samtímaumræðu og dægurmenningu inn í skólastofuna er upplögð leið að þessum markmiðum. (meira…)

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Færslusafn

Fara íTopp