Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

tilraunaverkefni

Áhugaverð starfstengd verkefni á Menntavísindasviði

í Greinar

Ritstjórn Skólaþráða í samvinnu við kennara á Menntavísindaviði

 

Nýlega var í Háskóla Íslands úthlutað styrkjum sem ætlað er að styðja við virka þátttöku akademískra starfsmanna í samfélaginu í krafti rannsókna þeirra og sérþekkingar. Sjö kennarar á menntavísindasviði hlutu þessa styrki sem allir eru mjög forvitnilegir:

  • Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Bragðlaukaþjálfun – kennslumyndbönd fyrir skóla og fjölskyldur.
  • Erlingur Jóhannsson, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Heilsuhegðun ungra Íslendinga.
  • Guðrún Ragnarsdóttir, dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði: Samtal um málefni framhaldsskólans í heimsfaraldri: Hlaðvarp nýtt til starfsþróunar.
  • Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent við Deild faggreinakennslu: List augnabliksins. Börn og leikhús, samstarf við Þjóðleikhúsið.
  • Sara Margrét Ólafsdóttir, dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði: Undirbúningstímar í leikskólum: Með hag barna að leiðarljósi.
  • Susan Elizabeth Gollifer, aðjunkt við Deild menntunar og margbreytileika: Creating cross-cultural spaces and places: A community outreach collaboration between the Red Cross and Menntavísindasvið.
  • Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Efling félagslegrar virkni barna í Breiðholti með ólíkan bakgrunn.

Ritstjórn Skólaþráða bað styrkþegana um að segja lesendum frá þessum verkefnum, markmiðum þeirra og framkvæmd og brugðust þau vel við. Lesa meira…

Fara í Topp