Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

átthagafræði

Að kynnast umhverfi sínu – átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar

í Greinar


Svanborg Tryggvadóttir

 

Í dag, 20. apríl, eru ánægjuleg tímamót hjá okkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar þegar við opnum nýja heimasíðu um átthagafræði.   Átthagafræðin hefur verið fastur liður í skólastarfi okkar í 1.– 10. bekk síðastliðin átta ár.

Forsaga þess að átthagafræði varð námsgrein við skólann er sú að þegar unnið var að skólastefnu Snæfellsbæjar árið 2009 vaknaði áhugi meðal starfsfólks Grunnskóla Snæfellsbæjar á  að auka þekkingu nemenda á heimabyggð sinni. Skipuð var nefnd sem vann að því að innleiða námsgreinina átthagafræði við grunnskólann. Skólinn fékk styrk úr Vonarsjóði 2009 til að vinna að gerð námskrárinnar og tilraunaútgáfa kom út í janúar 2010. Síðan þá hefur námskráin verið í stöðugri þróun.  Þó svo að námskráin hafi í upphafi verið unnin áður en núgildandi aðalnámskrá grunnskóla kom út hefur hún sterka tengingu í innihald hennar eins og grunnþættina læsi, sjálfbærni og sköpun. Lesa meira…

Fara í Topp