Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Víkurskóli

Förum á flug: Nýsköpun, samþætting og teymisvinna í skólastarfi Víkurskóla

í Greinar

Fiona Oliver og Hildur Seljan

 

Þegar skólabreytingar urðu í Grafarvogi og Víkurskóli var stofnaður þann 1. ágúst 2020, fékk hann undirtitilinn nýsköpunarskóli og var þá strax ákveðið að fara nýjar leiðir í kennsluaðferðum. Samþætting var eitt af því sem var grundvöllurinn að breytingunum; að afnema skilin milli námsgreina, tvinna þær saman og gera námið þannig áhugaverðara og árangursríkara. Lilja M. Jónsdóttir lýsir kostum samþættingar í meistararitgerð sinni Integrating the Curriculum – A Story of Three Teachers á eftirfarandi hátt: „Samþætting viðfangsefna er leið fyrir kennarann og nemendur að sannreyna í skólastarfi að veröldin er ekki samhengislaus, heldur er hvað öðru háð. Í samþættingu þarf þekkingu og leikni frá öllum þekkingarsviðunum“ (Lilja M. Jónsdóttir, 1995, bls. 51). Markmiðið var því að tengja saman mismunandi námsgreinar og hvetja nemendur til að nota heildstæða nálgun í lausnum á vandamálum eða verkefnum. Lesa meira…

Fara í Topp