Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

vettvangsferðir

Óraunhæfir draumar, óhefðbundin lífsleiknikennsla og öðruvísi valgreinar

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Kristján Sturla Bjarnason og Guðlaug Sturlaugsdóttir

 

Í Árbæjarskóla höfum við verið að prófa eitt og annað í skólastarfi og félagslífi nemenda á undanförnum árum. Við höfum notið hæfileika fjölbreytts hóps kennara sem hafa komið mörgum góðum hugmyndum í framkvæmd sem flestar hafa lifnað og dafnað. Í þessari grein segjum við frá nokkrum þeirra sem tengjast beint eða óbeint lífsleiknikennslu á unglingastigi.  Lesa meira…

Útinám dýpkar skilning og eykur virðingu fyrir lífi

í Greinar
Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Hrefna Sigurjónsdóttir

 

Ég hef um árabil farið með kennaranema, líffræðinema og aðra hópa í alls konar vettvangsferðir út í náttúruna og það er reynsla mín að langflestir kunna vel að meta slíka upplifun. Námstækifærin eru margvísleg og auk þess hafa slíkar ferðir bæði félagslegt og heilsusamlegt gildi. Ég sem dýraatferlisfræðingur og vistfræðingur með áhuga á náttúruvernd hef lagt áherslu á að nota ferðir út í náttúruna til að auka skilning nemenda á því hvaða lífverur eru einkennandi fyrir mismunandi búsvæði og ekki síður hvernig þær mynda í sameiningu samfélag þess vistkerfis sem um ræðir. Með því að láta nemendur pæla í fæðukeðjum á staðnum, og útvíkka þá mynd í fæðuvef þegar heim er komið, dýpkar skilningurinn á því hvernig tegundir tengjast og eru háðar innbyrðis. Lífverur sem gjarnan gleymast við fyrstu skoðun, eins og sveppir, fléttur, smádýr í jarðvegi, bakteríur o.fl., koma eðlilega inn í umræðuna og sjónarhornið víkkar. Með þessu móti eykst skilningur á mikilvægi þess að huga að og varðveita fjölbreytileika lífvera en hnignun hans er nú talin ein mesta ógn sem steðjar að lífi að jörðinni, jafnvel meiri en loftslagsváin. Að mínu mati er eitt mikilvægasta markmið í líffræðikennslu að auka virðingu og væntumþykju fyrir öllu lífi. Lengi vel var þetta markmið í námskrám grunnskóla en einhverra hluta vegna sér þess varla stað í námskrám sem hafa komið út á þessari öld. Hrædd er ég um að þessu sé ekki alltaf haldið á lofti. Afleiðingarnar birtast í misnotkun okkar á lífverum, eyðingu búsvæða og mengun. Lesa meira…

Kennslufræði vettvangsferða

í Greinar

Odd Ragnar Hunnes

 

Þann 25. maí 2018 var haldin ráðstefna á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til heiðurs Eggerti Lárussyni sjötugum en hann var um þær mundir að láta af störfum sem lektor í landfræði. Ráðstefnan fjallaði um leiðir til að efla landfræðikennslu í skólum. Odd Ragnar Hunnes, dósent við Høgskulen í Volda í Noregi, hélt athyglisvert erindi um kennslufræði vettvangsferða sem hann tengdi sjö ferðum til Íslands þar sem hann hefur farið um Suðvesturland með nemendum sínum – og notið leiðsagnar Eggerts. Ritstjórn Skólaþráða óskaði eftir leyfi til að birta erindið og var það góðfúslega veitt og birtist hér í þýðingu Eggerts. Lesa meira…

Fara í Topp