Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

umhverfismennt

Útinám dýpkar skilning og eykur virðingu fyrir lífi

í Greinar
Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Hrefna Sigurjónsdóttir

 

Ég hef um árabil farið með kennaranema, líffræðinema og aðra hópa í alls konar vettvangsferðir út í náttúruna og það er reynsla mín að langflestir kunna vel að meta slíka upplifun. Námstækifærin eru margvísleg og auk þess hafa slíkar ferðir bæði félagslegt og heilsusamlegt gildi. Ég sem dýraatferlisfræðingur og vistfræðingur með áhuga á náttúruvernd hef lagt áherslu á að nota ferðir út í náttúruna til að auka skilning nemenda á því hvaða lífverur eru einkennandi fyrir mismunandi búsvæði og ekki síður hvernig þær mynda í sameiningu samfélag þess vistkerfis sem um ræðir. Með því að láta nemendur pæla í fæðukeðjum á staðnum, og útvíkka þá mynd í fæðuvef þegar heim er komið, dýpkar skilningurinn á því hvernig tegundir tengjast og eru háðar innbyrðis. Lífverur sem gjarnan gleymast við fyrstu skoðun, eins og sveppir, fléttur, smádýr í jarðvegi, bakteríur o.fl., koma eðlilega inn í umræðuna og sjónarhornið víkkar. Með þessu móti eykst skilningur á mikilvægi þess að huga að og varðveita fjölbreytileika lífvera en hnignun hans er nú talin ein mesta ógn sem steðjar að lífi að jörðinni, jafnvel meiri en loftslagsváin. Að mínu mati er eitt mikilvægasta markmið í líffræðikennslu að auka virðingu og væntumþykju fyrir öllu lífi. Lengi vel var þetta markmið í námskrám grunnskóla en einhverra hluta vegna sér þess varla stað í námskrám sem hafa komið út á þessari öld. Hrædd er ég um að þessu sé ekki alltaf haldið á lofti. Afleiðingarnar birtast í misnotkun okkar á lífverum, eyðingu búsvæða og mengun. Lesa meira…

Áratugur í ráðuneyti – upprifjun námstjóra í náttúrufræði

í Greinar

Þorvaldur Örn Árnason

 

Ég starfaði í rúman áratug sem námstjóri í skólarannsókna- og skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins, fyrst í Ingólfsstræti 5, síðan í Skipholti 49 og síðustu árin í hvíta húsinu við Sölvhólsgötu 4, sem upphaflega var aðsetur Sambands íslenskra samvinnufélaga og hét þá deildin grunnskóladeild.

Ég er líffræðingur að mennt. Lærði við Háskóla Íslands og Háskólann í Þrándheimi. Útskrifaðist sem Cand. real frá Þrándheimi 1977 og hafði að auki tekið eins misseris diplómnám í umhverfisfræði, fyrsta árið sem það var kennt. Ég sérhæfði mig í gróðurrannsóknum, einkum uppgræðslu, og vann við það á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) á Keldnaholti á námsárunum og tæp tvö ár eftir útskrift, auk stundakennslu við Háskóla Íslands, Kennaraháskólann, Víghólaskóla og MH. Flutti svo til Ísafjarðar og kenndi þar við Menntaskólann 1979–1982. Á þeim árum tók ég kennsluréttindanám við Háskóla Íslands þar sem meðal kennara voru Ólafur Proppé og  Hrólfur Kjartansson, sem báðir urðu samstarfsmenn eftir að ég hóf störf sem námstjóri haustið 1982. Þegar ég var að flytja frá Ísafirði sendi ég nokkrum bréf, þar á meðal Hrólfi Kjartanssyni, og spurðist fyrir um kennarastarf í Reykjavík. Hann réð mig sem námstjóra í ráðuneytið! Lesa meira…

Þrjú áhugaverð verkefni í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar

í Greinar

helgaHelga J. Svavarsdóttir, deildarstjóri Hvanneyrardeildar G.B.


Fyrir skömmu heimsótti einn af ritstjórnarmönnum Skólaþráða Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar (hét áður Andakílsskóli). Skemmst er frá því að segja að í þessum litla skóla er öflugt starf á mörgum sviðum og var því falast eftir grein um einhverja þætti í starfinu. Svo vildi til að Helga J. Svavarsdóttir, deildarstjóri, hafði nýlega skrifað slíka grein í Borgfirðingabók, sem er ársrit Sögufélags Borgarfjarðar. Í greininni segir hún frá þremur áhugaverðum verkefnum. Því var óskað eftir leyfi til að birta greinina hér í Skólaþráðum með smávægilegum breytingum og var það góðfúslega veitt. Lesa meira…

Fara í Topp