Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

skólakerfið

Menntun og skóli, — nútíðin og framtíðir sem koma – efni til hugleiðingar

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

Jón Torfi Jónasson, fyrrverandi prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti stórafmæli á síðasta ári. Af því tilefni var gefið út afmælisrit honum til heiðurs (sjá hér). Jafnframt var efnt til ráðstefnu þar sem fjallað var um framtíð menntunar frá ólíkum sjónarhornum. Á ráðstefnunni flutti Jón Torfi stutt ávarp þar sem hann varpaði fram fullyrðingum um mennta- og skólamál sem hann taldi mikilvægt að ræða og deila um. Ritstjórn Skólaþráða falaðist eftir því að fá að birta þetta yfirlit og lét Jón Torfi það góðfúslega í té með þessum orðum: Umræða um menntun hefur ætíð verið flókin og verður það áfram. Ég tel að nokkur grundvallaratriði ætti að setja á stall og ræða áður en fjölmargt annað tekur völdin í mennta- eða skólaumræðunni og jaðarsetur það sem hér er nefnt. Ég set fram ákveðnar fullyrðingar sem ég tel að ættu að hafa forgang í umræðu um menntun og legg fram örstutta útskýringu í hverju tilviki. Aðeins fyrsta atriðið er séríslenskt.

Að tillögu Jóns Torfa er ávarpið  birt hér í Skólaþráðum á íslensku, ensku (sjá hér) og pólsku (sjá hér). Lesa meira…

Menntakerfið sem stórveldi: Nokkur orð um bókina The schooled society eftir David P. Baker

í Greinar

Atli Harðarson

 

David P. Baker er prófessor í menntavísindum og félagsfræði við ríkisháskólann í Pennsylvaníu. Bók hans The schooled society: The educational transformation of global culture kom út hjá Stanford University Press árið 2014. Á íslensku gæti hún ef til vill heitið Skólaða samfélagið: Menntadrifin umbreyting á menningu heimsins.

Í bókinni fjallar Baker um samspil skólakerfisins við atvinnulíf, stjórnmál, trúarbrögð og menningu öðru vísi en flestir félagsvísindamenn hafa gert. Hann lýsir skólakerfinu sem einni af sterkustu stofnunum samfélagsins og ætlar því mátt sem er annars vegar sambærilegur við veldi auðmagns og stórfyrirtækja á markaði og hins vegar við ríkisvald og stjórnmál í þjóðríkjum nútímans. Jafnframt andmælir hann þeim sem lýsa menntakerfinu sem veikri stofnun og segja að það sé sett undir hagkerfið eða gegni einkum þjónustuhlutverki. Í seinni skrifum hefur Baker ítrekað meginefni bókarinnar og nokkrar af helstu kenningum hennar eru reifaðar í nýlegri grein sem hann skrifaði með Renata Horvatek (Horvatek og Baker, 2019). Lesa meira…

Fara í Topp