Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

núvitund

Er einhver að sinna hlutverki framhaldsskólans? Um fyrsta áratug starfs Heilsueflandi framhaldsskóla

í Greinar

Magnús Þorkelsson

 

Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli fór af stað haustið 2009 þegar Flensborgarskólinn hóf undirbúning þess með Lýðheilsustöð. Formlega hófst það 1. október 2010. Hér verður fjallað er um rætur verkefnisins, sem má rekja til WHO, UNESCO og hér á landi til Lýðheilsustöðvar. Því er lýst hvernig verkefnið fór af stað, sem og þróun þess fyrsta áratuginn.

Rakin eru tildrög verkefnisins, fjallað um mikilvæga þætti sem og tengsl verkefnisins við Aðalnámskrá framhaldsskóla. Dæmi eru tekin um verkefni í forvarnarmálum og námskrármálum, varðandi heilsu, heilsusamlegt líferni, geðrækt og kynhegðun, með meiru. Greint er frá áheitahlaupi skólans þar sem safnað hefur verið til góðgerðarmála. Bent er á að í lögum um framhaldsskóla er skólastiginu veitt ákveðið hlutverk sem ekki er augljóslega uppfyllt í venjulegu eða hefðbundnu skólastarfi eða námskrárgerð. Dregið er fram hvernig þetta verkefni fór með meðvituðum hætti í að uppfylla sum hlutverka framhaldsskólans. Sýnt er fram á hversu mikilvægt það er að fá að móta skólastarf sem er ekki fyrst og síðast skorðað af með námsgreinum og stundatöflum.

Höfundur var skólameistari Flensborgarskólans veturinn 2009‒2010 og aftur frá 2013‒2022 og var því innsti koppur í búri við mótun heilsueflandi framhaldsskóla. Í þessari grein er verkefnið sett í samhengi við hugmyndafræði framhaldsskóla, daglegt skólastarf og stefnumótun. Fjallað er um hugmyndafræðilega stefnu, sem er líklega, fyrsta raunverulega tilraunin þar sem íslenskur framhaldsskóli mótar sér hugmyndafræðilega stefnu sem fjallar ekki einvörðungu um námsgreinar heldur einnig heilsueflingu, farsæld og vellíðan nemenda og starfsmanna skólans. Þessi grein er að miklu leyti unnin upp úr dagbókum og fundargerðum, auk prentaðra eða veftækra heimilda. Þá er hægt að skoða allnokkuð efni á heimasíðum Flensborgarskólans, Embættis landlæknis og ýmissa annarra skóla. Lesa meira…

Menntun til farsældar

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Ebba Áslaug Kristjánsdóttir

 

Við sem störfum við kennslu höfum því mikilvæga hlutverki að gegna að kveikja neista í hugum og hjörtum nemenda. Þegar ég sá fyrst orðið farsældarmenntun kviknaði minn neisti sem hefur síðan orðið að ástríðubáli. Orðið varð á vegi mínum í auglýsingu um erindi Kristjáns Kristjánssonar heimspekiprófessors um farsældarmenntun á Menntakviku 2019 sem fangaði strax athygli mína. Eftir að hafa hlýtt á erindi Kristjáns og fengið staðfestingu á að efnið höfðaði til mín hófst heilmikið grúsk af minni hálfu. Sú vegferð leiddi fljótt að námi í jákvæðri sálfræði. Lesa meira…

Fara í Topp