Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

námsumhverfi

Námsumhverfi K2 (Tækni- og vísindaleiðinni) í Tækniskólanum

í Greinar

Sigríður Halldóra Pálsdóttir

 

Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til „samkeppni“ um áhugavert námsumhverfi. „Samkeppninni“ var fylgt úr hlaði með þessum orðum:

Margir kennarar, sem og þeir sem skipuleggja félags- og tómstundastarf, leggja rækt við að skipuleggja frjótt og skapandi umhverfi fyrir nemendur (og stundum með þátttöku þeirra). Nefna má umhverfi í leikskóladeildum eða skólastofur eða önnur námsrými í grunn- og framhaldskólum. Ekki má gleyma list- og verkgreinastofum, verkstæðum eða öðrum rýmum fyrir skapandi starf. Enn má nefna útikennslustofur, leikvelli, skólasöfn og aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf. Snjallar lausnir við að skipuleggja rafrænt námsumhverfi koma einnig til greina.

Við hvetjum ykkur til að senda okkur myndir af námsumhverfi sem þið hafið skipulagt og látið fylgja greinargóðar lýsingar, skýringar, uppdrætti eða teikningar eftir því sem nauðsynlegt er. Efnið á að vera tilbúið til birtingar og áskilja samtökin sér rétt til að birta efnið í Skólaþráðum í samráði við þá sem leggja það til.

Gæsalappirnar utan um orðið „samkeppni“ vísa til þess að dregið  var um það hver fengju verðlaunin, en alls bárust á annan tug lýsinga. Meðal þeirra sem sendu framlag var Sigríður Halldóra Pálsdóttir brautarstjóri á K2: Tækni- og vísindaleið Tækniskólans.

Hér lýsir hún þessu sérstaka og áhugaverða námsumhverfi: Lesa meira…

Útisvæði við leikskólann Árbæ á Selfossi

í Greinar

María Ösp Ómarsdóttir

 Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til samkeppni um áhugavert námsumhverfi. Meðal þeirra sem sendu framlag var María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri í leikskólanum Árbæ á Selfossi. María Ösp tilnefndi útileiksvæði við leikskólann.

Leikskólinn Árbær á sér sögu frá árinu 2002 er hann hóf starfsemi. Leikskólinn var stækkaður árið 2006 og er nú með sex kjarna. Frá því í ágúst á þessu ári 2024 hefur leikskólinn verið rekinn af Hjallastefnunni. Leikskólastjórinn María Ösp Ómarsdóttir kom til starfa í leikskólanum 1. nóvember 2023 og fljótlega vaknaði sú hugmynd að gera breytingar á útisvæði leikskólans. Leiksvæðið var orðið lúið og var ekki í anda Hjallastefnunnar, en einn af grunnþáttum Hjallastefnunnar er opinn efniviður; leik- og námsefni sem ekki hefur eina lausn eða hlutverk, heldur hefur marga athafnakosti og getur þjónað mismunandi tilgangi eftir því hver meðhöndlar hann.

Hafist var handa við breytingarnar á útileiksvæði Árbæjar í febrúar 2024. Í fyrstu voru það Linda Mjöll Stefánsdóttir og Daníel Hjörtur Sigmundsson sem fylgdu verkefninu úr hlaði. Verkefnið er hugsað sem þróunarverkefni til langs tíma í samstarfi kennara, foreldra og barna. Markmiðið er að til verði náttúrulegt, skapandi og sjálfbært leiksvæði þar sem tækifæri eru til ræktunar á matvælum og til heilsdags útináms. Þá er leitast við að skapa kjöraðstæður til sjálfbærnináms Síðast en ekki síst að styrkja tengsl leikskólans við fjölskyldur barnanna með þátttöku þeirra í mótun útisvæðisins. Lesa meira…

Áhugaverð myndmenntastofa í Grunnskóla Snæfellsbæjar

í Greinar

Ingiríður Harðardóttir

 

Í september 2024 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til „samkeppni“ um áhugavert námsumhverfi. „Samkeppninni“ var fylgt úr hlaði með þessum orðum:

Margir kennarar, sem og þeir sem skipuleggja félags- og tómstundastarf, leggja rækt við að skipuleggja frjótt og skapandi umhverfi fyrir nemendur (og stundum með þátttöku þeirra). Nefna má umhverfi í leikskóladeildum eða skólastofur eða önnur námsrými í grunn- og framhaldskólum. Ekki má gleyma list- og verkgreinastofum, verkstæðum eða öðrum rýmum fyrir skapandi starf. Enn má nefna útikennslustofur, leikvelli, skólasöfn og aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf. Snjallar lausnir við að skipuleggja rafrænt námsumhverfi koma einnig til greina.

Við hvetjum ykkur til að senda okkur myndir af námsumhverfi sem þið hafið skipulagt og látið fylgja greinagóðar lýsingar, skýringar, uppdrætti eða teikningar eftir því sem nauðsynlegt er. Efnið á að vera tilbúið til birtingar og áskilja samtökin sér rétt til að birta efnið í Skólaþráðum í samráði við þá sem leggja það til. Lesa meira…

Fyrstu skref í samleik – Starfendarannsókn um samskipti ungra barna í ærslaleik

í Greinar

Ritrýnd grein

Hugrún Helgadóttir og Hrönn Pálmadóttir

Ágrip

Greinin er byggð á starfendarannsókn þar sem rýnt var í þróun nýrra starfshátta í leikskóla og áhrif þeirra á samskipti og leik yngstu barnanna. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu október 2019 til febrúar 2020. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig breytingar á námsumhverfi og starfsháttum höfðu áhrif á samskipti og ærslaleik eins og tveggja ára barna á einni deild í leikskóla. Ærslaleikur ungra barna er skilgreindur sem leikstíll sem einkennist af hreyfingu, líkamstjáningu og hljóðum. Í starfendarannsókninni var sjónum beint að því hvernig ærslaleikurinn ýtti undir samskipti barnanna. Auk þess var kannað hvernig breytt fyrirkomulag á námsumhverfi og markviss stuðningur kennara við leikinn studdi við samleik barnanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að breytt námsumhverfi deildarinnar ýtti undir samskipti barnanna og leik. Ærslahorn sem sett var upp á deildinni varð svæði fyrir börnin til að ærslast á og þróa samleik sinn. Á rannsóknartímabilinu sóttust börnin eftir að fara saman í hornið sem leiddi til þess að félagstengsl og samskipti þeirra efldust. Ærslaleikurinn, þar sem líkamstjáning var í forgrunni, studdi við samskipti barnanna. Leikurinn veitti bæði þeim börnum sem voru farin að nota tungumálið, sem og hinum sem lítið eða ekkert voru farin að nota málið til tjáningar, grundvöll til samskipta. Niðurstöður sýndu einnig að nærvera kennara og stuðningur við samskipti og leik barnanna skipti miklu máli, ekki aðeins til þess að leiðbeina þeim í leik, heldur jafnframt til að veita börnunum öryggi og stuðning í félagslegum aðstæðum. Lesa meira…

Nemendamiðað skólastarf – hvað er það? Hvað felst í því? Er til ein lausn og er lausnin – ein stærð sem passar öllum?

í Pistlar

 Erla Björg Rúnarsdóttir

 

Skólarnir okkar eru eins misjafnir og þeir eru margir en ég trúi því að starfsfólk skóla vilji öllum nemendum vel og að í öllum skólum sé fagfólk sem er að reyna sitt besta með þá þekkingu og í því starfsumhverfi sem það hefur.

Hvers vegna heyrast þá reglulega raddir foreldra og annarra aðila um að skólakerfið okkar sé ekki nógu gott og að kennarar séu ekki að standa sig? Hvers vegna sitja kennarar uppi með þá tilfinningu að þeim sé ekki treyst  sem fagmönnum?

Ég er talsmaður þess að skólastarf þurfi að byggja á styrkleikum nemenda en einnig á styrkleikum kennara, nemendahópsins og hópasamsetningunni. Hópastærð á ekki að vera ein stærð. Í núverandi lögum eru ekki til viðmið heldur er það á ábyrgð hvers sveitarfélags að setja sér viðmið og vinnureglur varðandi bekkjarstærðir. Í sveitarfélaginu sem ég starfa í eru það 22 nemendur á yngsta stigi og 28 á mið- og unglingastigi sem er til viðmiðunar við ákvarðanir um fjölda í bekkjum eða námshópum. Ef nemendur eru fleiri en sem þessu nemur er ákveðið kerfi sem segir til um hversu fljótt setja eigi saman nýjan umsjónarbekk. Lesa meira…

Fara í Topp